Ég hef nýverið lesið greinina hérna um Lindows, en það er svosem ekki það eina. Maður hefur alla tíð alltaf verið að lesa greinar og rifrildi sem tengjast baráttu linux og windows.

Mér finnst alveg merkilegt hvernig fólk þarf alltaf að láta. Af hverju má ekki nefna linux á nafn án þess að skíta yfir windows. Linux er frábært stýrikerfi, alls ekkert sorp. En Windows er það líka. Auðvitað er kostir og gallar við bæði kerfin. Til dæmis eins og einhver nefndi þá er Linux mun stabílla heldur en Windows, og ekki jafn gjarnt á krass. En fólk verður að átta sig á því að það eru mismunandi hlutir sem notendurnir þurfa. Sumir vilja bara geta tengt digital cameruna sína og raðað upp myndunum sínum í frontpage, án nokkurrar hardware kunnáttu eða flókinni linux kunnáttu.

Það er hægt í windows, en strangt til tekið ekki í linux. Það er algjör óþarfi að segja að annaðhvort kerfið sé “sorp”, þetta eru bæði fín kerfi. Spurningin er bara hvenær skal nota hvað. Ég er algjörlega mótfallinn því að nota bara linux í allt, og reyna af lífs og sálar kröftum að setja inn StarOffice og GIMP og öll þessi forrit sem eiga að koma í staðinn fyrir MS forritin, því þau einfaldlega gera það ekki. Þau eru erfiðari í uppsetningu og yfirleitt geta þau minna.

Ég myndi aldrei nokkurn tíman keyra vefþjón með MySQL á windows vél (amk ekki í commercial notkun) og sömuleiðis myndi ég ekki nota Linux sem aðal vinnustöðina mína. Einfaldlega vegna þess að ég hef í gegnum tíðina notað t.d. Lotus Notes sem er nú ekki þekkt fyrir að keyra vel á Wine.


Af hverju þarf alltaf að segja að “windows sé lame” og “linux rúli” ?

Er ekki hægt að sætta sig við að í mismunandi tilfellum eru mismunandi kerfi best?


Ég er hreint algjörlega að fá upp í kok af svona “hardcore” linux fólki sem sér ekki heiminn fyrir því. Sjálfur hef ég notað linux í mörg mörg ár og ég þekki ágætlega til í því, þannig að ekki skjóta á mig að vandinn liggi í kunnáttuleysi.