Fyrir rétt tæpu einu og hálfu ári gerðist sá óhuggulegi atburður að ungur maður á uppleið var sviptur ævi sinni á hrottalegan hátt. Síðar kom í ljós að félagi hans réð honum banahögg með hamri sem hann hafði til taks í bíl sínum. Að loknu verki ók hann með unga manninn á Reykjanes með hálfu lífsmarki og steypti honum í nærliggjandi gjótu og setti fyrir hraunhellu. Þar næst losaði hann sig við morðvopnið og fleiri hluti sem tengt gat hann við atburðinn. Morðinginn tjáði síðar að þetta hafi verið slys, hann hafi ekki ætlað að verða manninum að bana heldur eingöngu ógna honum MEÐ HAMRI sem hann hafði til taks í bíl sínum.
Morðinginn heitir Atli Helgason og var þar næst dæmdur til sextán ára fangelsisvistar - sem sýnir hve lítið mannslíf er metið. Nú rétt tæpu einu og hálfu ári síðar fær Atli Helgason, morðingi, að tjá sig óhindrað í fjölmiðlum, þá sérstaklega á útvarpstöðinni Bylgjan, vegna aðstöðu fanga á Litla Hrauni búinn að skipa sig í nefnd fanga, þar sem hann að eigin sögn er eini menntaði maðurinn bak við lás og slá (er lögmenntaður - LÖGmenntaður).

Nú spyr ég ykkur - Er það réttlátt að maður sem valdur hefur orðið að slíkum voðaatburði og tekið líf og framtíð allra þeirra sem voru þeim myrta tengdir, fái að tjá sig óhindrað í fjölmiðlum?