Össur Skarphéðinnsson sýndi á sér nýja hlið með bréfinu góða til Baugs. Hann sýndi að hann er í engu skárri en aðrir fyrirgreiðslupólitíkusar, sem virðast hafa það eitt á stefnuskránni að vernda eigin hagsmuni og fjölskyldu sinnar. Hann fer þarna fram með hótunum til að vernda fyrirtæki bróður síns, án þess að hafa kynnt sér um hvað málið snérist.

Hann sýndi þarna mikið dómgreindarleysi og það sem meira er hann sýndi sitt rétta eðli. Þ.e. hann mun ekki hika við að misnota vald sitt ef hann telur að það geti orðið honum eða hans nánustu til hagsbóta. Ég tel að það sé gott að þetta er komið fram í dagsljósið, því nú vita allir hvað mann hann hefur að geyma og vonandi hafa kjósendur vit til að velja hann ekki til ábyrgðarstarfa hér eftir.

Annars er langt síðan að ég misti allt álit á Össuri, en það var þegar að hann seldi sannfæringu sína fyrir sæti í ríkisstjórn og tók námsmenn heldur betur í ra*********. Þótti mér og fleiri sem voru í námi á þeim tíma það heldur betur þurrar kveðjur frá fyrrverandi formanni stúdentaráðs. Ég mun því gráta krókudílatárum ef þetta mál verður til þess að samfylgkingin velur sér nýjan leiðtoga.

Kveðja

jubii