Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Pirr Pirr

í Hljóðfæri fyrir 18 árum, 4 mánuðum
Mér finnst nú full hart að segja að það sé sorglegt að geta ekki skrifað lögin sín á blað eða útfært fyrir annað hljóðfæri. Þótt að gott sé að kunna nótnaskrift og ég tala nú ekki um ef maður ætlar að leggja það fyrir sig að útsetja tónverk, þá eru nótur engin tónlist! Þetta er bara kerfi til að skilgreina tónlist eins og stærðfræði er tækni/kerfi til að skilgreina umhverfið. Tónlist byggist á ótrúlega auðveldum hlutföllum sem maður getur leikið sér með að velta fram og til baka (Gaman að...

Re: Hæalfkláraður bekkjarlisti MR 2005-2006

í Skóli fyrir 18 árum, 8 mánuðum
hehehehe

Re: newbie

í Kvikmyndagerð fyrir 18 árum, 8 mánuðum
Það er samt hægt að gera heavy töff hluti í Movie Maker þótt það sé nokkuð takmarkað forrit. Þetta er spurningin um hvernig þú notar forritin ekki hvaða forrit eru best. Einmitt bara að nota það sem manni finnst henta sér best.

Re: Komst inn í MR :)

í Skóli fyrir 18 árum, 10 mánuðum
Já, ég var með 8,6 í meðaleinkunn inná málabraut (ísl, dan, stæ og ensk).

Re: Komst inn í MR :)

í Skóli fyrir 18 árum, 10 mánuðum
KÚL!! Totally kúl ! Sjáumst þá :)

Re: Komst inn í MR :)

í Skóli fyrir 18 árum, 10 mánuðum
Ég kem í MR vei! Á málabraut.

Re: Tónlistarádeilur, rapp og rokk?

í Hip hop fyrir 18 árum, 10 mánuðum
nei

Re: Eru allir búnir að gleyma þeim gömlu?

í Hljóðfæri fyrir 18 árum, 11 mánuðum
Taktu eftir orðunum “Mér finnst” í upphafi greinarsvar míns. Ég var ekki að alhæfa að öll tónlist verði betri og betri. Með þessu svari ertu einfaldlega að hrauna yfir smekk minn og býður því ekki upp á rökræður heldur bara bögg. Málið með trommarana var að þeir tromma mjög mismunandi stíla og því erfitt að bera þá saman tæknilega þar sem sjaldan heyrist í Lars Ulrich spila djass. Kannski er hann bara drullugóður djassari. Ef einhver hefur sönnun upp á annað, endilega sendið mér upptöku eða...

Re: Eru allir búnir að gleyma þeim gömlu?

í Hljóðfæri fyrir 18 árum, 11 mánuðum
Þessi póstur þinn er einn vitlausasti póstur sem ég hef séð.

Re: Eru allir búnir að gleyma þeim gömlu?

í Hljóðfæri fyrir 18 árum, 11 mánuðum
Farðu bara þínar eigin leiðir, ég hef aldrei lagt það í vana minn að leita að tónlist en ég var gripinn af nýbylgju tónlist í gegnum systur mína. Ef þú vilt kynna þér einhvað svoleiðis geturðu kíkt í 12 tóna, Smekkleysu búðina á Laugarvegi og séð hvað þeir sýna þér þar. Svo luma vinir og vandamenn oft á einhverju spennandi sem er um að gera að kíkja á. Annars máttu alls ekki taka því þannig hjá mér að ég sé að hrauna yfir gullaldartónlist. Ég hlustaði einu sinni bara á hana, og fíla hana enþá.

Re: Eru allir búnir að gleyma þeim gömlu?

í Hljóðfæri fyrir 18 árum, 11 mánuðum
Ég skil hvað þú ert að fara, þú ert einfaldlega að segja frá þínum tónlistarsmekk, ég meina, gullaldartónlistin er flott tónlist. Endilega bara hlusta á hana ef ekkert annað nær til þín, ég sé ekki tilgang í öðru. Ég spyr þig á móti, Led Zeppelin fölnar í mínum huga á móti ýmsum tónlistarmönnum og grúppum í dag, þetta er auðvitað smekksbundið en býr einhvað annað undir? ….ég held ekki…þetta er bara tónlist. Ég verð þó að segja að ég er ekki mikið fyrir mainstreamið í dag sem þú fjallar um...

Re: Eru allir búnir að gleyma þeim gömlu?

í Hljóðfæri fyrir 18 árum, 11 mánuðum
Ef svo er að þú hefur kynnt þér tónlist í dag það vel að einu almennilegu hljómsveitirnar að þínu mati síðustu 20 ár eru þrjár, þá ætla ég ekki að setja út á það. Frábært, ef gamla tónlistin er það eina sem nær almennilega til þín, þá bara haltu þig við hana. Ég verð þó að lísa yfir efa mínum að þú hafir kynnt þér tónlist í dag svona rosalega vel. Ég get allveg sagt þér að tónlist lifir með sínum kynslóðum. Dæmi: Bítla-kynslóðin, pönk-kynslóðin, diskó-kynslóðin. Sama mun verða um tónlist í...

Re: Eru allir búnir að gleyma þeim gömlu?

í Hljóðfæri fyrir 18 árum, 11 mánuðum
Að mínu mati eru trommarar í dag eins og aðrir hljóðfæraleikarar og reyndar bara eins og tónlist yfir höfuð verða betri og betri. Að sjálfsögðu eru ekki allir sammála mér, en þessi mikla dýrkun á gömlum meisturum finnst mér bara ekki rétt. Ég verð þó að viðurkenna að ég er ekki mjög vel að mér þegar kemur að frægum trommurum. Ég hef þó hlustað á big-band tónlist og djass tónlist og hef tekið eftir því að trommusláttur í svoleiðis tónlist hljómar allt öðruvísi en rokk-trommusláttur. Ég hef...

Re: kvikmyndakeppni á íslandi

í Kvikmyndagerð fyrir 18 árum, 11 mánuðum
Það væri geðveikt ! Er ekki t.d. Háskólabíó alltaf til í einhvað svona? Ég segi JÁ TAKK!

Re: Tónlistarádeilur, rapp og rokk?

í Hip hop fyrir 19 árum
Ég er mjög sammála greinarhöfundi um að rokktónlistaráhugaenn geta verið full þröngsýnir. Bara málið er að sá sem þykist vita allt um tónlist, veit í rauninni ekkert um tónlist (ég er ekki að tala um að vera vel að sér í tónfræði). Að vita hvernig lög eiga að byggjast upp er rugl. Þetta er bara spurning um hvort þú fílar tónlistina eða ekki. Ekkert dýpra. Þótt að rokktónlist heilli vit mín meira heldur en rapp þá er ég sammála greinarhöfundi. Reyndar er The Streets einn af mínum uppáhalds, af öllu.

Re: Maus 10 ár af hamingju?:)

í Íslensk Tónlist fyrir 19 árum, 5 mánuðum
AAhhh Maus, yndi.

Re: Það er kúl að vera metalhaus

í Metall fyrir 19 árum, 6 mánuðum
Mainstream tónlist er ekkert verri tónlist en önnur tónlist, hvort sem metall er mainstream eða “píkupopp”. Ákvörðunin er þín, hvað villtu hlusta á til að létta þér stundir? Ég er orðinn geðveikt þreyttur á þessum endalausa ríg á milli tónlistarstefna…þetta er svo mikið kjaftæði.

Re: Hningun tónlistarmenningar

í Gullöldin fyrir 19 árum, 6 mánuðum
Ég mundi nú ekki segja að það væri hnignun í tónlistarmenningu í dag þótt popp-tónlistin í dag sé ekki jafn góð og hún var fyrir áratugum. Þetta hefur alltaf verið svona, lubbinn og glansfötinn voru tíska og “popp-menning” síns tíma. Bítlarnir komu með nýja tísku, á sínum tíma gátu þeir gert hvað sem er í lagasmíðum sínum og það yrði vinsælt. Þá var til einmitt svona fólk eins og þú og ég, sem fannst ekkert til Bítlanna koma, “bara enn ein bólan”. Og þetta var bóla. Tísku popp bóla. Á þessum...

Re: Isidor - Betty Takes A Ride

í Íslensk Tónlist fyrir 19 árum, 7 mánuðum
Þakka þér fyrir Almar, þakka þér fyrir.

Re: Botnleðja - Fólk er fíl

í Íslensk Tónlist fyrir 19 árum, 8 mánuðum
Já…úps….afsakið, að sjálfsögðu meina ég Fólk er fífl

Re: Búdrýgindi - KúbaKóla

í Íslensk Tónlist fyrir 19 árum, 8 mánuðum
Kúl diskur, góð hljómsveit.

Re: Heyrnaskertun og áhrif þess á líf mitt.

í Heilsa fyrir 19 árum, 9 mánuðum
En ef þið farið að sofa án heyrnatækja, er þá ekkert erfitt að vakna aftur ef þið eruð með vekjaraklukku og heyrið ekki í henni? :) Annars er ég sjálfur aðeins skertur á vinstra eyra, læknirinn minn sagði að það kallaðist smiðseyra (eða einhvað þannig), það myndast ef maður er mikið í hávaða, og ég er mikið í tónlist þar sem trommusett koma við sögu, guð blessi eyrnatappa… Flott grein Gulli og gangi þér bara vel.

Re: 5 uppáhalds hljómsveitirnar mínar

í Gullöldin fyrir 19 árum, 12 mánuðum
Gott hjá þér að halda lífi í þessu áhugamáli en gastu ekki fundið upp frumlegri grein til að gera það? Veit ekki með ykkur en ég er komin með frekar leið á þessum uppáhalds-greinum.

Re: Ranghugmyndir um skáta

í Skátar fyrir 19 árum, 12 mánuðum
Sjálfur er ég nú ekki í skátunum en vinkona mín er í skátunum…..og hún er kúl….en er þetta ekki bara enn einu sinni “amerísku lágmenningunni” að kenna?! Dæmi: American Pie myndirnar, þar eru allir lúðarnir saman komnir í einhverjum skáta-lúðrasveita búðum.

Re: Hvað eruði að hlusta á NUNA

í Half-Life fyrir 20 árum, 4 mánuðum
Íslenskt - Botnleðja - Ferðalagið!!!!<br><br>Kv. Svínki
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok