Ég var að fá bréf frá MR og í því stendur að umsókn mín hafi verið samþykkt! Svo að nú er ekki annað eftir nema borga skólagjöld og þá er ég orðin nemandi í MR :)

Í byrjun bréfsins stóð í fyrstu málsgreininni “en fleiri umsóknir bárust en unnt reyndist að verða við”. Ég fékk pínu sjokk, hélt að þau væru að gefa það í skyn að ég kæmist ekki inn, en ég var reyndar búin að sjá skólagjaldareikninginn sem var með í umslaginu svo að ég fattaði þetta ekki alveg. En í næstu setningu stóð að umsóknin hafði verið samþykkt :P

Eru fleiri hér sem sóttu um þar og komust inn?