Í dag lenti ég í því að sjá kork á hiphop áhugamálinu frá hugaranum megadeth. Margir “rokkarar” hafa verið að skíta einhverju svona út úr sér í mörg ár og eru að rífast um hvað rapp sé ógeðslegt og teljist ekki tónlist því ALLIR rapparar kunna ekki að syngja, ENGIN rapplög innihalda hljóðfæri, ÖLL rappmyndbönd innihalda berar konur, fína bíla og mikla peninga, ÖLL rapplög eru UM berar konur, fína bíla og hvað þeir ætla að gera við konurnar í fínu bílunum sínum ofl heimskulegt. Btw, trommur eru hljóðfæri.
Svo láta mjög margir “rokkarar” eins og amma mín, sem vildi að allir hlustuðu á harmonikkumússík og dönsuðu við íslenska sálma því hún var hrædd við breytingar og eitthvað öðruvísi og hefði skitið á sig ef hún hefði séð svartann mann úti á götu.
Rapp er ekki bara taktur og texti um konur. Mjög margar rapphljómsveitir nota hljóðfæri og mjög færa söngvara.
Ef að allir hefðu farið eftir þessum “ég veit allt” gaurum í gamla daga þá værum við ekki að fara á Iron Maiden tónleika í sumar, heldur tónleika með fagothljómsveit Svíþjóðar.
Af minni reynslu eru þessir “ég veit allt gaurar” þröngsýnir fávitar sem eru hræddir við breytingar og fíla rokk útaf allir aðrir í vinahópnum gera það. Flestir þessir gaurar hlusta á Kiss, AC/DC, Metallica ofl. og vita ekki af fleirum hljómsveitum… Þótt mér finnist þessar hljómsveitir góðar þá er bara til miklu meira betra sem þeir vita ekki um því þeir bíða bara eftir að vinahópurinn byrji að fíla eitthvað annað.
Svo er svona einn og einn sem bætir inn “Ég fíla led zeppelin, doors og pink floyd” til að vera öðruvísi.

Í korknum frá megadeth fann ég svör frá manneskju sem þóttist vita ALLT um tónlist og vissi alveg hvernig hún var og að í einu lagi yrði að vera svona og svona og svona en ekki hinsegin því það væri rangt og að rapp sé ekki tónlist því það inniheldi ekki vissa uppbyggingu. Það hefur margt breyst á síðustu 100 árum og tónlistin er ekki eins!

Svo kom annar gaur og sagði að rapp væri innihaldslaust og textarnir væru innihaldslausir og setti Eminem og 50 Cent á háann stall og ákvað bara að þetta væru einu rappararnir og fyrst að tónlist 50 cents sé innihaldslaus þá er öll rapptónlist innihaldslaus.

Eruði ekki að fatta þrönsýnina í þessu hjá ykkur? Þetta er eins og með kynþáttahatur, fyrst að einn svertingi er morðingi þá eru allir svertingjar morðingjar… En það er allílæ þótt hvítingi sé morðingi því hann er bara gallaður.

Prófið að kynna ykkur rapp miklu betur heldur en bara mainstream rapp. Ég ætla ekki að fara að koma með lista yfir rapphljómsveitir sem þið ættuð að kynna ykkur þar sem ég hlusta miklu meira á rokk en rapp en einhver hugari gæti td. bent ykkur á eitthvað gott og innihaldsríkt.
Hættið svo að dissa rapp og segja að það sé svo létt að gera gott rapplag og að þeir séu bara að þessu vegna peninga. Afhverju rappið þið ekki bara fyrst það er svona létt og græðið milljónir á viku?
Svo virðast rokkararnri líka gleyma því að það er dáldið mikið af bassalínum og synthum í rappi. Hvernig væri að hætta með þessa helvítis gítardýrkun og hætta að dreyma um að vera eins og Angus Young og komast að því að trommur eru ekki bara til þess gerðar til að hjálpa gítarnum.

Hérna eru nokkrar tilvitnanir úr rappáhugamálinu frá nokkrum fáfróðum “rokkurum”:
“Þetta er pointið, það er of auðvelt að gera rap að það er bara drullu fyndið.”
-Jahhá? Og hefur þú gert gott rapp? Hefuru einhverntíman samið RAPPtexta, látið hann flæða og í leið fjallað um eitthvað af viti? Nei, ég er ekki viss um það, þú hefur kanski búið til takt í fruity loops og búið til 5 línur sem ríma, í síma í tíma líma mömmu þína.

“Fyrst rapp er tónlist hvers vegna eru þá engin instrumentölsk rapplög eða eitt einasta sóló í rapplagi???”
-Rap stendur fyrir Rythm and poetry og það væri nú ekki rapp ef það vantaði allt helvítis ljóðið! Það er hinsvegar til instrumantal hip hop lög.

“ég hef kveikt á sjónvarpinu þegar er verið að sína mynbönd í sjónvbarpinu. 50 cent var með einhverjar alsberar kerlingar í myndböndunum sínum. svo þekki ég ekkert allt þetta rapp lið.”
-Einmitt, fyrst þú þekkir ekki rapp afhverju ertu þá að segja að það sé ekki tónlist? Ohh, ég horfði á popptíví áðan og sá Avril… Nú eru allar rokkhljómsveitir ömurlegar og syngja bara um ást á strákum.

“svo eru þetta bara einhverjir dópistar sem eru fastir inní þessum rapp heimi og þekkja enga aðra. frekar boring lið .negra gaurar sem stela og skjóta á hvern annan. sá það í 8 mile.”
-Ok þetta skírir sig sjálft.

“í hverju lagi er einn taktur sem er endurtekinn trek í trek til að reyna að fá mann til að fá hausverk”
-Jájá alhæfing?

“Tólist er samansafn hljóma og tóna sem ekki þurfa endilega að vera í ákveðnum takti, taki maður sem dæmi eru taktskiptingar, þá aðalega 4/4-3/4 og öfugt, mjög algengar í klassískri músík. Tónlist þarf líka að hafa einhverja almennilega merkingu, tilfinningar. Það vantar í hippíhopp. Klassísku tónsmiðirnir fylltu tónlistina sína af tilfinningum, og það gera rokkarar líka.”
-Og fylla sumir rapparar ekki tónlistina sína af tillfiningum? Vissiru að trommur eru hljóðfæri? Vissiru að það er sumt sem kallast bassanóta og það eru mjög margar svoleiðis í rappi.

Það sem ég vildi koma á framfæri er að fólk þarf ekki að vera svona þrönsýnt á eitthvað sem það þekkir ekki og rapp er tónlist.

Það sem gæti misskilist í greininni er að fólk gæti talið mig vera á móti rokkurum, að ég fíli rapp betur en rokk og að ég hafi eitthvað á móti ömmu.


Kv, Gunni1, hvorki rokkari né rappari, heldur tónlistaráhugamaður.