Það er kúl að vera metalhaus Djöfull þoli ég ekki fordóma í samfélaginu gegn þeim sem fíla metal. Ég þoli ekki þetta fólk sem álítur mann geðveikan eða frík fyrir það eitt að vera öðruvísi. Ég verð bara að segja að ég er stoltur af því að klæða mig öðruvísi og hlusta á öðruvísi tónlist.
Ég fyrirlít þau ekki fyrir að fíla ekki það sem ég fíla, klæða sig ekki eins og ég eða hugsa eins og ég hugsa. Þetta samfélag er svo þröngsýnt og það einhvern veginn snýst allt um að fylgja þessari svokölluðu “mainstream” tísku. Það er ekkert smá pirrandi hvernig það fólk sem fylgir þeirri tísku má gagngrýna allt og alla en ef einhver gagngrýnir þá þá er hann geðveikt frík eða eitthvað álíka.
Það eru svo miklu sterkari tilfinningar í metal, eða þær snerta mig meira. Tempóið, sólóin, riffin, textarnir og söngurinn, þetta er hið fullkomna tónlistarform að mínu mati. Fyrir mér er metall samt miklu meira en bara tónlist, þetta er lífstíll.
Maður þarf ekki að vera goth, þar að segja klæða sig í allt svart og meika sig með svörtu í framan til að vera metalhaus, það eina sem að mér finnst að maður þurfo að gera er að fíla tónlistina. Að mínu áliti snýst þetta allt um hugarfar en ekki útlit. Þú getur klætt þig goth en fílað píkupopp innst inni.
En mér finnst að þið eigið að vera stolt af því að vera öðruvísi þar sem að það þarf hugrekki til að falla ekki í það að fylgja “mainstream” tískunni í dag.