Fyrsta vitni ákæruvaldsins í réttarhöldunum gegn Saddam Hussein og fyrrum undirmönnum hans, Ahmed Hassan Mohammed, lýsti í dag handtökum, pyntingum og morðum í Dujail, þorpi síta, í Írak árið 1982. Saddam og sjö aðrir háttsettir menn úr fyrrum stjórn hans eru ákærðir fyrir fjöldamorð á 148 sítum í þorpinu, sem framin voru í kjölfar miðheppnaðs banatilræðis á hendur Saddam. Mohammed sagði hakkavél hafa verið notaða af hermönnum Saddams og að í hana hafi þeir sett fólk sem var enn á lífi....