Vinsælt hefur verið að rakka niður hann Ariel Sharon forsætisráðherra Ísraels, en er hann eins slæmur og flestir halda? Á sínum tíma sagði hann að það eina sem kæmi í veg fyrir frið væri Arafat, ég er bara byrjaður að hallast að því að það var rétt hjá honum. En miklar breytingar hafa orðið á þessu svæði eftir að Arafat dó. Sharon sjálfur var sjálfur öfgafullur áður fyrr en margt bendir til þess að hann sé búinn að mýkjast og hafi lært sína lexíu. Sharon er ástæða 1, 2 og 3 að Ísraelsmenn fóru af Gaza svæðinu. Hann hafði lítinn sem engan stuðning og gerði margar tilraunir til þess að koma þessu í gegn, hann lagði pólitíska ferill sinn undir með því að gera það. Meirihluti flokksins hans voru á móti því og líklega hefði ferill hans ekki lifað af ef hann hefði barist svona harkalega fyrir þessu án þess að ná því í gegn. En á endanum kom hann þessu í gegn og þúsundir gyðinga þurftu að flytja burt.

Og hvað er nú að gerast? Ariel Sharon hefur ákveðið að yfirgefa flokinn sinn og stofna nýjann miðjuflokk sem á að berjast fyrir því að Palestína verði fullgilt ríki. Ég efast um að þetta hefði orðið að raunveruleika með Arafat við völd, en Abbas virðist vera mýkri maður sem hefur raunverulegan vilja á að ná sáttum. Ég held að það versta í stöðunni séu áfram Hamas samtökin sem sætta sig ekki við að eigin stjórnvöld semji um frið. Abbas hefur sýnt vilja til þess að vinna með Ísraelsmönnum gegn Hamas samtökunum en áfram telja margir að það sé ekki gert af nógu mikilli hörku. Áttu frekar auðvelt með að streyma inn á Gaza svæðið og hefja árásir þaðan á þeim tíma sem svæðinu var skilað.

En já ég er kannski frekar bjartsýnn en ég held samt að það sé óhætt að segja að Sharon sé skárri í dag en hann var áður fyrr, auk þess að Abbas sé betri leiðtogi en Arafat var. Núna megið þið koma með skítkastið :)