Mér finnst að það mætti loka hugi.is í kannski 1-2-3 daga og endurnýja hana alveg. Bæði útlit, stjórnendur, uppsetningu og bara nánast allt.
Útlitið er svo sem allt í lagi, en það er bara eitthvað svo old, það mætti bara lappa aðeins uppá síðuna svo hún verði ekki öll í köku. Eins og á forsíðunni, allt bara út um allt og maður veit ekkert hvar maður er hvar maður ekki er.
Stjórnendur eru margir allt of gamlir, lélegir og ó áhugasamir. Þeir hafa flestir verið skipaðir fyrir ÞÓ nokkuð löngu síðan og hafa áreiðanlega I den verið hinir mestu garpar, en nú áreiðanlega orðnir eldri og alveg hættir að nenna að stunda huga. En hafa ekki pælt í því, áður en að þeir hættu að hugast, að segja af sér sem stjórnendur. Þó svo að þeir ætli eitthvað að stunda huga síðar, þá mega þeir segja af sér allavega á meðan þeir eru í fríi. Svo er hægt að sjá til hvað gerist þegar þeir koma aftur.
Margir stjórnendur samþykja bara greinar og myndir en eru ekkert að halda uppi neinu eins og samkeppni að einhverju leiti eða bara eitthvað slíkt.
Vefstjórar finnst mér ALDREI svara e-maili. Allavega er það reynsla mín og félaga míns, fjarhundur(hann er btw í einhverju banni vegna einhvers sem hann hefur ekki áttað sig á hvað er). Nú sendi hann e-mail fyrir einhverjum 2 dögum að ég held til vefstjóra og kom með vinsamlega fyrirspurn hvurs vegna hann hafi eiginlega verið bannaður, ekkert svar enn.
Annars er ég bara eitthvað pirraður.
Ég held að ég geti fullyrt að eina áhugamálið sem er virkilega að nýta huga.is til fulls sé sértrúaflokkurinn á sorp áhugamálinu(no offense pros;)

Hveð.