Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

skl
skl Notandi frá fornöld 82 stig

Re: Hegningarlögin

í Deiglan fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Þetta eru nú svolítið kjánaleg viðhorf í þessari grein. Í fyrsta lagi vill ég benda á að það er hárrétt að meirihluti allra glæpa á Íslandi (og sennilega í öllum heiminum) eru tengd eiturlyfjum. En það er ekki eiturlyfjunum að kenna heldur göllum mannskepnunnar. Eiturlyf eru staðreynd, þau hafa verið til staðar frá fornöld, þau eru til staðar í dag og verða alltaf til staðar. Það er alveg sama hve mikið við þyngjum dóma, eiturlyf hverfa aldrei. En það sem ég vill benda á er að það er ekki...

Re: Er allur heimurinn að missa sig í BNA kjaftæði?

í Deiglan fyrir 22 árum, 3 mánuðum
BÖRÐUMST FYRIR SJÁLFSTÆÐI Í 400 ÁR!!!!! Við börðumst ekki rassgat!! við grenjuðum út úr Dönum sjálfstæði með bréfaskriftum og pólitískum aðgerðum þangað til danir nenntu ekki lengur að púkka upp á okkur. Það kalla ég ekki að berjast, það heitir að grenja. Það lak varla einn blóðdropi úr íslenskum æðum fyrir þetta blessaða sjálfstæði sem er okkur svo kært. Ég er ekki blindaður af neinum áróðri, heldur hef ég þroska til að horfa á málin ekki í gegnum þessa fáránlegu tískubólu að hata BNA af...

Re: Heimsreisan mikla

í Ferðalög fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Ég hef nú ekki farið sjálfur í neina heimsreisu en ég var mjög nálægt því á tímabili. Ég var búinn að plana þetta allt niður í nánast síðustu krónu, en ég á enn eftir að fara. Planið var að fara hringinn um jörðina á bíl og stoppa við í 50 löndum. Tékkaðu á lonelyplanet.com og inn á thorntree. Þar er fólk hvaðaæva úr veröldinni að skrifa um ferðir sínar og mjög gott að leggja inn fyrirspurnir um svona hluti. kv skl

Re: Raunvísindi

í Hugi fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Ég er búinn að senda inn langa grein fyrir nokkru um nútíma eðlisfræði og tilburði manna til að setja allar kenningar inn í eina kenningu. Blessaður ritstjórinn fannst efnið ekki passa inn í hugavísindi og neitaði að birta þessa annars mjög góðu grein sem ég eyddi góðum tíma í að skrifa. Ég er frekar óánægður viðskiptavinur!!!! kv skl

Re: Er allur heimurinn að missa sig í BNA kjaftæði?

í Deiglan fyrir 22 árum, 3 mánuðum
VÁ þetta er ein sú allra barnalegasta grein sem ég hef lesið. Í fyrsta lagi er vert að gera fólki grein fyrir því að við getum ekki verið að setja okkar staðla á þjóðernisást. Við höfum ekki þurft að berjast fyrir réttmætiskennd okkar, lifnaðarháttum eða frelsi með dauða þegna okkar í margar kynslóðir. BNR hafa gert það fyrir okkur á meðan við höfum falið okkur á bakvið þá. Íslendingar skilja ekki þjóðernisræktun og ást á eins og bandaríkjamenn. Það má vel vera að BNA séu sjálfselskir....

Re: Hahaha!!!

í Formúla 1 fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Montoya verður öflugur. Hann er rosalega aggressive ökumaður, en ég held að hann fari að ná tökum á að keyra eins og vitleysingur nú í ár. Þetta verður bara spennandi. Þetta verður blóðug keppni á milli BMW og Ferrari, þar sem hið unga tekur á móti hinu reynslumikla.

Re: Hverjir verða fyrstir á Tunglið?

í Deiglan fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Hættið nú þessari vitleysu. Við skulum bara taka þetta skref fyrir skref: (lesið fyrstu greinina með) 1) Í fyrsta lagi er ekkert óeðlilegt að skuggar liggja í hinar og þessar áttir. Í kringum lendingarstaðina voru hólar og fjöll og þar sem yfirborð tunglsins endurspeglar ljósi mjög vel get ég ekki mögulega séð að skuggar í hinar og þessar áttir geti valdið einhverju hugarangri. Svo er þetta með myndavélina. Hvað er nákvæmlega svona ótrúlegt við það að myndavélin hafi verið sett á undir því...

Re: Stefnuræða George Walker Bush

í Stjórnmál fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Nákvæmlega. Þetta er náttúrulega bara ábyrgðarlaust tal. Að segja að það sé ekki frelsi í BNA af því að maður getur orðið lögsóttur???? Í BNA ríkir t.d meira frelsi en á Íslandi, við megum ekki stunda ólympíska hnefaleika og ekki bera vopn að vild. Það má vel vera að allt þetta frelsi í BNA sé frekar tvíeggja (sbr vopnalög) en þegar upp er staðið er þetta bara einn af fylgifiskum þess frelsis sem við öll þráum. Það má vel vera að BNA hafi tekið feilskref í sögunni (sbr McCarthy réttarhöldin...

Re: Svar um vangaveltur um Guð

í Heimspeki fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Þetta er bara allt svo tilgangslaust, þetta með að troða þessu hugtaki um guð inn í ALLT. Ef guð er ALLT sem við getum mögulega hugsað okkur sem þenkjandi mannskepna og ALLT er guð þá erum við bara búin að endurskýra orðið ALLT í guð og við getum alveg eins dýrkað ALLT og farið í kirkju og lofsungið ALLT. Þetta er bara bull. Hugtakið um guð er með öllu óþarfi til að skýra nokkurn skapaðan hlut, og það að þið hafið orðið vitni af einhverju sem þið getið ekki skýrt er EKKI sönnun á að guð sé...

Re: WORD

í Heimspeki fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Besta sönnun á því að guð er ekki til las ég í bók fyrir nokkru. Hún er eitthvað á þessa leið: Gefum okkur nú að guð sé alvitur. Þessi staðhæfing hringir engum viðvörunarbjöllum í hausnum okkar og manni finnst eins og það sé alveg sjálfsagt að guð sem skapaði himin og jörð hlýtur að geta svarað öllum spurningum um alheiminn og því hlýtur hann að vera alvitur. Ef maður skoðar nú þetta aðeins nánar sést að alviturt fyrirbæri á borð við þetta býr til mótsögn í sjálfum sér. Lítum t.d á...

Re: Svar um vangaveltur um Guð

í Heimspeki fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Ég skil ekki hvers vegna það er alltaf verið að blanda guði inn í allt. Nú er sem sagt guð orka. Orka kemur úr eðlisfræði og er þar ekki áþreifanlegur hluti heldur aðeins mælikvarði á afstöðu gagnvart einhverjum föstum punkti sem maðurinn velur sér til þess að miða allt við. Orka er til dæmis hreyfiorka vegna hreyfingar hluta, stöðuorka vegna stöðu hlutar í kraftsviði, varmi vegna innbyrðis hreyfinga atóma og síðast en ekki síst er allt efni aðeins eitt form orkunnar skv Einsten E=mc2. Það...

Re: Karlremban Tolkien

í Tolkien fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Merkilegt hvað konur fara alltaf í fýlu ef við karlarnir tökum þær ekki með. Mér þykir ósennilegt ef einhver karlmaður fari í fýlu yfir að lesa sögu um kvenhetjur. Það eru fullt af þannig sögum til. Ef konur eru eitthvað hræddar um tilverurétt sinn útaf svona smáatriðum þá verða þær að gera eitthvað í því sjálfar, ekki alltaf bíða eftir því að karlarnir geri það. Ekki gleyma því að við karlarnir elskum ykkur og dýrkum útaf lífinu þrátt fyrir að okkur finnst hugmyndin um kvenkyns Rambo hálf...

Re: Hvað er framundan?

í Box fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Hvað er eiginlega að frétta af sjálfselskusmátröllinu honum Naseem Hamed, fór hann bara í fýlu eftir að hafa tapað einu sinni, er þetta algjör auli fullur af lofti?? Nei ég bara spyr svona!!

Re: Ef þú pælir í litum...

í Heimspeki fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Ef eitthvað má marka mitt nám er það alveg víst að við greinum litina alls ekki eins. Ég sat fyrirlestraröð hjá bandarískum sérfræðingi um þessi mál og koma þar mjög glögglega í ljós að skynjun okkar á litum er ekki nákvæmlega eins. Þetta hefur veldið nokkru hugarangri á sviði litatúlkunar í digital myndavélum og þá líka að sjálfsögðu í tölvum. Þetta hefur orðið til þess að það hefur þurft að staðla ákveðið litakerfi sem má kalla viðmiðunarlitakerfi. Í kúrsinum kom einnig glögglega í ljós að...

Re: Einræktun siðferðislega röng?

í Heimspeki fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Ég veit ekki um ykkur en fyrir mér er þetta ósköp einfalt, hvort sem það er siðferðilegt eða ekki. Það er aðeins eitt lögmál sem við getum stuðst við sem er beintengt eðli mannskepnunnar. EF VIÐ GETUM GERT ÞAÐ ÞÁ MUNUM VIÐ GERA ÞAÐ! Það þýðir að ef þetta verður bannað munu löghlýðnir vísindamenn (sem ég tel þá nú flesta vera) ekki getað þróað með sér þá tækni sem til þarf vegna lagaákvæða. Það þýðir það að þeir vísindamenn sem ekki una lögunum eða er borgað nægilega mikið fyrir munu gera...

Re: Novocaine

í Kvikmyndir fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Eða bara gott að vita að aðrir hafa rangar skoðanir hehe

Re: Um upphaf hluta

í Heimspeki fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Það er kannski hægt að yfirfæra hugmynd Platós yfir í nútímalegra horf. Það sem hann sagði var að í helli einum væru allar hinar fullkomnu frummyndir hluta. Þar fyrir aftan var stór varðeldur sem kastaði skuggamynd hlutanna á stórt tjald (eða var það bara klettaveggurinn… man ekki) sem var þá þær myndir sem við sjáum af hlutnum. Við getum hugsað okkur hinar fullkomnu frummuyndir Platós ekki sem áþreifanlegir hlutir, heldur mót af þeim hlutum sem mögulegt er að setja saman úr efni alheims. Sé...

Re: Víddir

í Heimspeki fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Þið verðið að passa að tala ekki um víddir eins og eitthvað fyrirbæri sem er alheiminum eðlislægt. Hugtakið vídd er fyrst og fremst tilkomið vegna stærðfræðinnar og tilhneigingu okkar að skilja alheiminn. Í stærðfræði og eðlisfræði er oft reiknað í mörgum víddum, jafnvel óendanlegum. Við höfum þrjár rúmvíddir sem okkur finnst vera nóg til þess að lýsa hreyfingum og staðsetningum í rúminu. Fjórða rúmvíddin er ekki til nema í sérstökum stærðfræðireikningum og þær fjórvíðu myndir sem hafa verið...

Re: Hvað er tími? Pælingar og enn fleiri spurningar!

í Heimspeki fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Jú það má segja það að vissu leiti, allavega að mínu viti. Tími skv eðlisfræðinni er aðeins einskonar mælistika á þróun eða breytingu á afstöðu einda í alheiminum sem verða vegna virkni frumkraftanna (segulkraftur, rafkraftur, þyngdarkraftur). Tíminn er tilgangslaust hugtak nema að til komi eitthvert viðmið, eins og í okkar tilfelli, snúningur jarðarinnar í kringum sólina, sem svo allt er miðað út frá. Tími er þá einskonar samanburðar hugtak sem setur einhvern stika á hvað jörðin fór marga...

Re: Attack of the Clones teaser á leiðinni

í Sci-Fi fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Sammála!! Þetta á ekkert að vera eitthvað kúl eða ægilega töff, þetta er ævintýri fyrir alla aldurshópa, ævintýri. skl

Re: Walken og Byrne í Attack of the Clones

í Sci-Fi fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Pælið samt aðeins í þessu ef þetta væri satt, Gabriel Byrne og Christofer Walken saman í Star Wars, yfirgengilega bilað gott casting, þó þeir séu frægir og allt það með að hafa frekar óþekkta leikara að þá eru þeir alvöru hákarlar í kvikmyndaheiminum (svipað má segja um Ewan Mcgregor og Lawrence Fishburne), ekki svona froðuleikarar eins og diCaprio og fleiri. Sá þeim sem datt þetta casting í hug er snillingur. Bara mitt álit skl

Re: Ham - Partýbær.tab

í Hljóðfæri fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Þetta er notturlega bara snilldarlag aldarinnar:) bara gott!! Voruð þið viðstaddir tónleikana á Gauknum, ég var á laugardeginum, bara vangefið. kv. skl

Re: Gítar - Tapping

í Hljóðfæri fyrir 22 árum, 7 mánuðum
Já tveggja handa tapping er ýkt nett tækni en ég er alls ekki sannfærður um að hann sé að spila þetta í raun. Ef þú skoðar þetta mjög nákvæmlega er hann alls ekki í sinki við myndina á sumum stöðum. Þó er greinilegt að hann er að gera eitthvað með puttunum sem lítur mjög svo sannfærandi út. Ég hef dálitla reynslu af tveggja handa tapping og lagið hljómar eiginlega of vel miðað við það sem hann er að gera. Ég gæti þó haft kolrangt fyrir mér. Ég veit ekki hvort þú hefur skoðað tveggja handa...

Re: sérstakur hópur

í Tölvuhlutverkaleikir fyrir 22 árum, 7 mánuðum
Ég spilaði með alveg eitraðann evil-hóp Sarevok og Korgan í framvarðalínunni með einhver sturluð vopn (eitraðir gæjar saman), ég sem chaotic evil sorcerer og Edwin í bakgrunninum að kasta offensive göldrum, Viconia þar fyrir aftan með öflugan sling og kastandi defensive göldrum og healing á hópinn (hún er líka lang sætust). Aftur á móti vantar bráðnauðsynlega einhvern evil og svoldið svalan þjóf til þess að finna gildrur, opna lása og skjóta með ranged vopni, ég þurfti að notast við drusluna...

Re: Líf á annarri plánetu, raunsætt?

í Geimvísindi fyrir 22 árum, 7 mánuðum
Smá innsæd info. Það er nokkuð pottþétt að það sé líf á öðrum hnöttum. Vandamálið er að þó svo að við gætum ferðast þangað á allra næstu árhundruðum er heilmikið vandamál að athuga hvort líf sé að finna á einhverri sérstakri plánetu bara með því að glápa á hana (hinn frægi stjörnuspekingur Carl Sagan heitinn (contact) reyndi þetta með því að taka myndir af jörðinni úr gervihnetti sem var á leið fram hjá jörðinni í átt að Satúrnusi, niðurstaðan var hreinlega að ummerki mannsins voru mjög...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok