Ykkur finnst þetta kannski asnaleg spurning en það finnst mér ekki lengur.

Fyrir nokkrum dögum var sýndur þáttur í danska sjónvarpinu um fyrstu tungllendinguna 1969. Þetta var ekki venjulegur þáttur um hvernig þetta var framkvæmt. Heldur var þetta um það hvernig Bandaríkja menn hafa platað allan heimin í 30 ár um það að þeir hafa verið fyrstir á tunglið.
Þetta hljómar eins einhver geðveik della úr einhverjum móðursjúkum rússa en lesið áfram.

Sannanirnar sem komu fram í þessum þætti voru gríðarlegar og fékk mig allavega til að efast stórlega um þessa tunglendingu. En hvað var það sem menn voru að benda á sem ekki gat staðist?

1. Allar ljósmyndir sem teknar voru á tunglinu af geimförunum voru merkilega góðar og ekkert athugavert við það nema. Eina ljósið sem þeir höfðu var sólin. Allar myndir í skugga sýna greinilega t.d bandaríska fánan, stafir eru lesanlegir á tunglferjunni þar sem stendur NASA og USA og öll smá artriði voru merkilega góð og munið að eina ljósið var sólin, ekkert flass. Annað í sambandi við myndirnar er að vélin var föst framan á bringunni á þeim þannig að þeir gátu ómögulega tekið vélina upp og kíkt sjálfir í gegnum gatið eins og maður gerir yfirleitt. Meira að segja framleiðandi myndavélarinnar sem var tekið viðtal við var steinhissa á þesusm myndum sem segir meira en mörg orð.
En fleira kom í ljós við skoðanir á myndum. Allir skuggar voru skoðaðir og eins og við vitum öll þá er eitthvað af grjóti á tunglinu sem varpa skugga af væntanlega sólinni. Og það voru þessir skuggar einmitt sem kom upp um þetta til að byrja með. Þeir nefninlega liggja allir í mismunandi átt (skuggarnir) og krossast hingað og þangað, sem bendir til að það hafi verið eitthvað annað heldur en sólin sem varpaði ljósi þegar þessar myndir voru teknar.Einnig voru krossar á myndunum ekki ósvipað því þegar þú kíkir í myndavél og sérð kross eða kassa,nema á þessari vél áttu krossarnir að koma fram á myndinni sem þeir og gerðu. En einhverra hluta vegna áttu þessir krossar það til að hverfa á bakvið hlutinn sem tekin var mynd af. Og oft og mörgum sinnum voru þeir hálfir á myndinni sem bendir til þess að hluturinn var settur inná myndina eftir á.

2.En hvernig gátu þeir þá valhoppað eins það væri minna þyngdarafl?
Já þetta er góð spurning en ekki svo erfitt að svara henni. Þegar “video” myndir af gemgöngunni eru skoðaðar þá er eins og þeir séu að í miklu minna þyngdarafli og valhoppa um allt. En af þessar myndir eru sýndar á tvöföldum hraða þá er eins of þeir séu bara hérna heima á jörðinni.

3.Í kringum hnöttin í einhverja þúsunda kílómetra fjarlægð er geislavirkt belti sem gerir það nánast ómögulegt að komast lengra frá jörðinn sem nemur því með mannað geimfar.
En hvað með öll þessi geimför sem hafa farið í kringum tunglið. Samkvæmt því sem NASA heldur fram þá hafa þeir farið nokkrum sinnum í gegnum þetta belti en aldrei hafa Rússarnir farið lengra en sem nemur það þessu belti. En NASA segist hafa lent tvisvar á tunglinu. "69 og svo Apollo 16 en önnur geimför hafa ekki lent neinstaðar. Vísindamenn segja að til þess að komast í gegnum þetta belti þurfi brynjan á geimflauginni að vera að minnsta kost 1-2 metra þykkt blý sem er ekki það léttasta efni sem til er. En brynja þessar geimferja var ekki nema um 10 cm (man ekki alveg töluna)

4. Eins þótti merkilegt að þeir geimfarar sem fóru á Tunglið komu til baka og voru við hestaheilsu þrátt fyrir alla þessa geislun og þessa litlu brynju sem var á flauginni.
En talsmenn NASA segja að búningarnir hafi verið sérstaklega hannaðir fyrir þetta.
En búningarnir voru aðeins úr álpappír og einhverri sílikonblöndu og það átti að vera öll vörnin. En hvernig stendur þá á því að þegar meður fer til tannlæknis eða á slysavarðstofuna og lætur taka af sér röntgen mynd að það er sett á mann þykk blý skikkja sem verndar mann gegn geislun sem er mun mun minni en það sem er í þessu belti sem umlykur hnöttin okkar.
Annað í sambandi við búningana að hitastigið á Tunglinu er mjög breytilegt og mun breytilegra en á Íslandi. Í birtu á Tunglinu er 250 stiga hiti vegna þess að það er mun nær sólinni en jörðin. Og svo í skugganum er hvorki meira né minna en -250 gráður og það er ekkert þarna á milli. Svo aðeins við það að labba á bak við tunglferjuna í skuggan var hitabreytingin 500 gráður sem er ótrúlegt álag á líkman miðað við að gallin sé aðeins úr álpappír og sílikoni.
(NASA hefur ekki viljað setja gallan í test eftir ferðina)

5.Annað sem vakti athygli þeirra sem efast var að þegar bandaríski fánin var settur á tunglið þá blakti hann eins og að það væri smá vindur. En eins og flestir vita að þá er ekkert andrúmsloft á tunglinu og því engin vindur.
NASA segir að hann hafi bara hrists þegar honum var stungið niður, aðrir segja að geimrok hafi valdið þessu.

6.Ári áður en lendingin átti sér stað var Neil Armstrong að prufa prótótýpu af lendingarferjunni sem heppnaðist ekki betur en það að hann skaut sér út 300 metra áður en apparatið skall á flugbrautinni. Og segja menn með ólíkindum að þeir skildu hafa náð slíkum framförum á svo skömmum tíma.
Það sem stjórnaði þessu fari voru armar með einhverskonar þrýstihreyflum á hverjum armi. En flugmenn í dag segja að ef það þyrfti að snúa þessu í aðeins nokkrar gráður þá þarf ótrúlega nákvæmni ef græjan á ekki að snúast í marga hringi ég tala nú ekki um í þyngdarafli tunglsins.

7.NASA segir að það séu ennþá sannanir á tunglinu eftir lendinguna, fótspor,bíllin sem notðaur var til að aka um á tunglinu og svo grindin neðan af lendingar apparatinu. Og þeir segja að þeir sem vilji athuga það þá sé þeim velkomið að skreppa þangað upp eftir og gá. En það er ekki til nógu öflugur kíkir til að ná nógu skírum myndum af tunglinu sem sýna þessa hluti, því miður.

8.Annað sem vakti mikla undrun er þegar þeir lentu á tuglinu þeir voru með beina lýsingu í sjónvarpi þegar þeir lentu. En hvernig gat heyrst mælt mál þegar þessi risamótor var í gangi til að lenda vélinni? þessu var ekki svarað nánar.

9. Þegar þeir fóru svo aftur af tunglinu þá skoppuðu þeir bara upp í loftið eins og það hefði verið togað i spotta en samt var bara eins það springi kínverji undir flauginni.

10. Þegar þeir stigu út og Armstrong sagði þessi frægu orð og þeir fóru að tala um hvernig efni væri á yfirborði tunglsins. Svona púður ekki ósvipað og hveiti sögðu þeir. En þetta púður virtist ekki hafa komist til jarðar og ekki snifsi af því á skóm tunglfaranna.
Og svo við förum nú aftur að myndunum þá eins og fyrr segir þá valhoppuðu þeir um allt á púðrinu í þessu litla þyngdarafli og myndi maður ætla að þetta púður eða ryk myndi þyrlast upp við hvert spor sem þeir stigu og þegar þeir óku um. En það var ekki raunin heldur lagðist það bara niður eins þurr sandur.

11.Og hvar átti þetta átti svo að vera sviðsett?
Jú þetta var víst sviðsett á svæði 51 (area51) í bandaríkjunum sem menn eru skotnir fyrst og spurðir svo ef þeir hætta sér of nálægt.
Svona sviðsetning á þessu var tæknilega möguleg á þessum tíma þannig að þetta var hægt.
En NASA bendir á að 2,5 milljón manns hafi komið nálægt þessu og að svo stórhópur geti ekki þagað yfir svona leyndarmáli. En gagnrýnendur segja að það hafi ekki nema örfáir hafa þurft að vita hvað í raun og veru var verið að gerast og hinir hafa bara verið plataðir líka eins og allir aðrir í heiminum.

Allir þeir tunglfarar sem tóku þátt í undirbúningi á þessu eru látnir. þ.e.a.s þeir sem ekki fóru á tunglið og sögðu að það væri ekki tæknilega mögulegt að lenda á tunglinu hafa dáið á undarlegan hátt. 3 dóu þegar geimskot mistókst, öryggismaðurinn á staðnum sagði að allt hafi verið í lagi rétt fyrir skotið en þegar hann skoðaði þetta þá hafði verið unnin skemmdarverk á einhverju. Hann hætti hjá NASA skömmu síðar og síðar dó hann og öll fjölskyldan á dularfullan hátt þegar bíll þeirra stöðvaðist á lestarteinum.




Þetta er það helsta sem ég man úr þessum þætti og ég vona að hann verði sýndur á Íslandi svo að þið haldið ekki að ég sé klikkaður.
En þessi þáttur fékk mig sem fyrr segir til að stórefst um þessa lendingu og bara um NASA yfirleitt.

B
Gerðu hlutina almennilega eða vertu heima.