Heimurinn hefur verið í andköfum síðan 11. september síðastliðinn og hefur það verið allt gott og blessað. Þó vakna ýmsar hugdettur þegar líður á tímann.

þennan dag, sem verður líklegast minnst sem “dagurinn sem ráðist var á heiminn”, gerðist margt skrýtið og hræðilegt. En núna. þegar fer að verða hálft ár frá hryðjuverkunum, er maður ennþá að sjá eftir “sjokk”.

Fólk vælandi í sjónvarpinu um hvað lífið er erfitt og bla bla bla. og núna síðast í kvöld var ég að horfa á Jay Leno og Jon Bon Jovi kemur og fer að segja að þetta hafi verið erfitt, og hann hafi tekið sér mánaðar frí o.s.frv. Sem er nú allt gott og blessað. Á ÞEIM TÍMA!

Kvikmyndaver eru að fresta sýningum á myndum um hryðjuverkamenn. Takandi hluti úr myndum sem gætu haft “neikvæð” áhrif á fólk o.s.frv. Jújú, sem er líka gott og blessað.

Samt hefur sumt farið nokkuð í taugarnar á mér, og fleirum. Hvað allur heimurinn er núna að taka undir sjálfelskuna í bandaríkjamönnum. Þeir hafa nú verið frægir fyrir að elska sjálfann sig og “ódauðlega móðurást” o.þ.f.e.g.

Heimurinn hefur verið fullur af hryðjuverkamönnum (í núverandi mynd) síðan eftir lok kaldastríðsins. En núna er ákveðið að bregðast við. En afhverju núna? var tíminn fyrir 5 árum síðan eitthvað verri? Þessi Ósama hefur verið á lista yfir eftirlýsta hryðjuverkamenn í áratug. Og þeir hafa vitað að hann sé í afganistan allann tímann!.

En núna, þegar þeir ákveða að beina örvum sínum að bandaríkjunum “höfuðríki kapítalismans”, þá ákveður G. Bush, að það sé kominn tími til að gera eitthvað! og fær milljarða á milljarða ofan til að koma hernum til Asíu og viðhalda loftárásum og landhernaði í marga mánuði. Efla öryggi í flugi o.s.frv. Það að læsa flugmennina inni í cockpittinu er nú bara bjánalegt. Einhverntímann þurfa þeir að borða, og flugreyjurnar þurfa þá að opna! Eða bara sprengja flugvélina á réttum tíma yfir borg! o.s.frv.

Ég held að fréttin um dauða 3 eða 4 manns í sjálfsmorðsárás í palestínu sé ennþá á mbl.is en já það var víst í nótt. Og það er víst daglegur viðburður að einhver deyji þar í landi vegna árása. En engum dettur í hug að binda enda á þetta! Pólítíkusarnir fallast hendur í sjónvarpi og segja að það verði að binda endi á þetta! humm… halló! hvað er að gerast í þessum heimi. Bush og bandarísku vellurnar hafa nú tekist að klófesta allann heiminn í einu allsherjar drama kasti.

Það virðist vera allt gleymt og grafið í þessum heimi sem er fyrir utan BNA. Þeir hafa örugglega aldrei heirt minnst á IRA á írlandi, sem var nú mjög duglegt á sínum tíma við að sprengja í miðborg london og á fleiri stöðum.

Rígurinn á spáni á milli þessara tveggja þjóðflokka, humm.. sprengjur, morð og fleira. Að ég tali ekki um Ísrael og Palestínu.

Stríðið í fyrrverandi ríkjum Júgoslavíu! HVAR VAR HER BANDARÍKJANNA ÞÁ?!?!?!

Mig minnir að bandaríkjamenn hafi verið of uppnumnir af vindlatotti og tippatogi Móníku nokkrar Ljúfinskí. Eða bara bandarískum uppa, sjálfeskuhátt og yfirgangi.

Árásirnar 11. september, hefði getað verið afstýrt, og þeir hafa viðurkennt það! og síðan heimta þeir stuðning allra. Minnir að það hafi verið skotið á friðargæslusveitir í Afganistan bara í gær.

Mig langar svolítið að vita hvort að það hafi verið bandaríkjamenn?
Og allar aðrar þjóðir, dauðhræddar við viðskiptabönn (Vita ekki allir um Kúbu og víetnam?!?!) að stjórnendur þessara landa, með skottið milli lappanna, tala um ekkert nema hvað allir verði að standa saman á þessum erfiðu tímum.

já, ég veit ekki í hvaða tíma þeir lifa, en það hefur verið nokkuð erfitt fyrir bróðurpart jarðarinnar síðustu aldirnar!!!!! HEFUR EINHVER VERIÐ AÐ PÆLA Í ÞVÍ, í þessum blessuðu ríkistjórnum og kóngaveldum þessa blessaða heims, sem greinilega er of upptekinn af sjálfum sér og hernaði, en að virkilega taka eftir því að það er heimur fyrir utan Hvíta húsið, og Ánna Thames!

Heimurinn þarf að vakna af þessum vonda draumi og virkilega finna fyrir því hvernig heimurinn er!