Líf á annarri plánetu, raunsætt? Nú eru vísindamenn í óða önn að uppgötva nýjar plánetur í öðrum sólkerfum, þó að allar þessar plánetur líkist á engan hátt Jörðinni þá segja vísindamenn að það styttist í þeir finni plánetu í öðru sólkerfi sem líkist Jörðu, þ.e. í svipaðri stærð, svipuðum efnasamböndum og í svipaðri fjarlægð frá sólu.

Þeir (vísindamennirnir) eru e.t.v. að tala um 5-20 ár, en það veltur á því hve fljót tæknin er að þróast hve lengi þeir eru að finna systur plánetu Jarðar. Athyglisverðast er að þeir tala um hvenær þetta gerist, ekki hvort þetta gerist.

Bara spurning um að komast þangað til að rannsaka :)