Það er “sannað” í dag að atómin sem eru byggingarefni alls sem er, eru 99,9999999999…..% tómarúm?????? Ha?? Þar af leiðandi eru 99,999999…….% af öllu sem er (okkur líka) tómarúm. Fólk sem veltir fyrir sér tilveru Guðs, og er að reyna að sanna tilvist Hans notar þetta óspart. Ég hef lesið nokkrar greinar hérna þar sem höfundar efast um tilvist Guðs. Og í því samhengi sem þeir hugsa í er það vel skiljanlegt. Aftur á móti hafa þeir sem “lengra eru komnir” allt öðruvísi hugmyndir um Guð heldur en flestir hér hugsa um. Ég skal útskyra og segja frá nokkrum hugmyndum (sem ég á reyndar eitthvað í):

Guð er allt sem er. Allt sem er í heiminum er gert úr Guði, vegna þess að Guð er atómin sem byggja allt sem við þekkjum sem efnislegan heim. Hann er við líka. Hann er ekki einhver gaur sem situr á himnum og dæmir allt og alla, sú hugmynd bendir til þess að Guð sé eins og maður og það er reyndar bara fáranleg þröngsýni. Vegna þess að ef Guð dæmdi eitthvað væri hann á móti sínu eigin sköpunarverki og það stenst engan veginn neinar, rökfærslur.
Guð elskar ALLT skilyrðislaust, sem þýðir að Hann dæmir ekkert, né tekur eitt eða einn fram yfir annað eða annan. Guð er algjörlega óendanlegur, en samt er hann ekkert, hann er tími og rúm, en samt er það bara okkar uppfinning, sem hann hjálpar okkur að viðhalda, á meðan við viljum halda það. Guð upplifir engan tíma, né fjarlægðir, vegna þess að án tíma, eru ekki til neinar fjarlægðir. Hann er allstaðar á sama tíma, hann er fyrir innan og utan. Hann er allt sem er. Hann hefur vitund, en ekki persónuleika, hann er orka, og hans einu takmörk eru að hann getur ekki hætt að hreyfast, í efnisheiminum allaveganna. Það er sannað að atómin eru á stöðugri hreyfingu, og geta alls ekki stöðvast. Andlegi þátturinn er soldið erfiðara að útskýra, en endilega komið með humyndir eða spurningar ef ykkur finnst þetta áhugavert umræðuefni.

Daniel