Á aðfaranótt sunnudags gekk ungur maður á leið úr innbroti og undir áhrifum fíkniefna fram á mann um fimmtugt sem var á leið heim úr vinnu. Þessi ungi maður virðist hafa að ástæðulausu ráðist á manninnn með kjötöxi og hnífum og skilið hann eftir í blóði sínu á gangstéttinni. Eins og alþjóð veit, lést þessi maður og fannst ekki fyrr en við dögun.
Allar líkur eru á því að þessi ungi maður verði dæmdur fyrir manndráp og dæmdur til 8-12ára fangelsis. En það er ekki sá tími sem hann þarf að dúsa inni. Ó nei. Hann sleppur líklega eftir 5-6 ár.
Afhverju eru menn ekki látnir sitja það sem þeir eru dæmdir til? Það er gjörsamlega útí hött að vera að hleypa svona mönnun aftur út á götuna, einungis vegna góðrar hegðunar eða einhvers slíks.Er rétt að menn sem drepa aðra miskunarlaust og að ástæðulausu með köldu blóði fái mest 12 ára dóm? Að mínu mati ætti að stækka refsirammann og þyngja dóma mjög, í fyrsta lagi yfir mönnum sem þessm og í öðru lagi á fíkniefnasölum og neytendum. Já, líka á þá sem “aðeins” nota fíkniefnin. Að mínu mati eru þeir allveg jafn hættulegir og þeir sem selja.

Segjum sem svo að fíkniefni væru ekki til. Þá hefðum við aldrei heyrt um 80% þeirra morða sem framin hafa verið á íslandi undanfarin 10ár.

Hvernig á þá að dæma t.d fyrir eins brutal morð og nefnt er að ofan? Ef ég fengi að ráða þá væri möguleiki á lífstíðarfangelsi. Síðan væri hægt að dæma allt frá 25 árum til lífstíðar. Enginn moringi myndi sitja minna en 25ár og ekki deigi styttra. Engin möguleiki á lausn. Svo færi það eftir atvikum hve lengi hann yrði dæmdur. Rétt fyndist mér að dæma þann sem miskunarlaust myrðir eins og gerðistí vesturbænum á aðfararnótt mánudags, til 50 ára í jailinu.

Svipað væri með fíkniefnasala/neytendur. Þar finnst mér eins og margfalda ætti alla dóma með 10. Fólk gæti átt möguleika á að sitja inni í allt að 20ár fyrir stórfelt smygl eða sölu. Neytendur fíkniefna yrðu dæmdir til fangelsisvistar sem inniheldi meðferð. Þetta yrði stuttir dómar., 2 mánuðir - 1 ár, eftir því hve oft vbiðkomandi hefði gerst brotlegur. Sannleikurinn er bara sá að fíkniefni skaða ekki bara neytendann sjálfan heldur þjóðfélagið í heild. Allflestir glæpir á íslandi tengjast á einhvern hátt fíkniefnum.

Hvers virði er eitt stykki mannslíf ?
Af hverju eru menn ekki látnir gjalda gjörða sinna ?
Afherju virðist sem það sé lækkaður dómur ef menn eru undir áhrifum. Er það ekki bara tvöfaldur glæpur?
Afhverju er fólk ekki handtekið og dæmt þegar það er tekið með lítið magn fíkniefna?

Hugsið aðeins málið. Hvað ef einhver myndi drepa t.d móður eða föður þinn. Úti í samfélaginu er alltaf einhver sem er að missa, förður, móður, vin, son, ættingja eða systur þegar morð eru framin. Sem er allt of oft!

Hvað finnst þér ?
Magnus Haflidason