Nú hefur vísindunum tekist að einrækta mennskan fósturvísi. Fyrirtækið Advanced Cell Technology Inc sérhæfir sig í að rækta hvaða frumklasa (líffæri) sem er til að nota í “varahluti” handa mönnum. Fyrirtækinu hefur tekist að búa til fósturvísi sem lifði í nokkra daga. Fósturvísar sem eru búnir til á þennan hátt verða síðan notaðir til að búa til frumur og vefi fyrir sjúklinga sem þjást af sykursýki, parkisonveiki og öðrum sjúkdómum.

Margir hafa tjáð sig um þetta sé siðferðislega rangt, með því að búa til fósturvísi er búið að kveikja mennskt líf. Fósturvísir sé manneskja á fyrstu stigum þroska síns og fyrir sér að liggja að ganga í gegnum sammannlegan þroskaferil fái hún tækifæri til.

Hver er skoðun hugaverja á þessu, er þetta siðferðislega rangt, eða er kannski siðferðislega rangt að nýta sér ekki þessa leið til lækninga víst að hún er fær?