Um upphaf hluta Ég gæti komið þessu öllu frá mér með eini spurningu: Hvernig verða hlutir til? En samt sem áður ætla ég að teygja lopann svolítið.

Árið 2001 er x ekki til. Svo er það fundið upp árið 2010, og þá er það til. En ef ég get talað um x árið 2001, er það þá ekki til? Í hausnum á mér jú, en þegar x verður framleitt í verksmiðjum þá mætti segja að það væri loksins orðið til. En frumgerðin mun samt alltaf verða til í hausnum á mér.

Þetta minnir óneitanlega á heimspeki Platons, þetta með frummótin, og skynheimurinn okkar er bara “piparkökur” sem eru afrit af einhverju, meðan mótið sjálft er í frummyndaheiminum. En ef að Platon(Platon eða Plató?) kallinn hefur verið svolítið klikk, sem ég held að hann hafi verið með því að halda því fram að frummyndirnar væru raunverulegri heldur en hin ófullkomnu afrit af þeim. Reyndar held ég sjálfur að þetta sé eins konar “meðaltal” af öllum afritunum sem við sjáum. Því ef að x á eftir að verða til, er þá frumgerðin af x ennþá til í frummyndaheiminum? Þá hefur x alltaf verið til, sem er nokkuð ruglandi, og sennilega óhugsandi.
En svo ég haldi áfram og vindi mig úr þessum stóra útúrdúr, þá ræði ég um frumgerðirnar. Þegar fyrsta eintakið af x rennur úr úr verksmiðjunum, þá má segja að það sé <i>hið fullkomna eintak.</i> Og allt það sem verður framleitt eftir því, verður þá ófullkomið.
En varð x ekki nokkurnveginn til þegar efnið sem notað var í hið fyrsta x varð til? Kannski og kannski ekki, en það sem gerir hlutinn að því sem hann er er <i>hugvitið</i> á bak við hann. Hvernig hann er samansettur. En kannski fyrir algera tilviljun þá varð þegar, segjum miklihvellur varð, þá sameinaðist allt það efni sem notað var í fyrsta x-ið saman í eitt x. Svolítið ótrúlegt, en samt sem áður mögulegt.
Varð þá x til?
Það er hægt að segja að orsakirnar fyrir því að x varð til sé höfundurinn. Allt sem hann hefur séð í gegnum æfina, varð til þess að heilinn notaði “copy-paste” aðferðina, og klippti til hluti og límdi þá saman aftur svo út kom x. Þá tengist þetta allt saman sterkum böndum. Rétt eins og englar, þeir eru gott dæmi um uppfinningu sem heilinn hefu notað copy paste aðferðina. Hann tók mann, og fugl, klippti vængina af fuglinum og límdi þá á manninn og voila! Úr kom engill.
Fann þá einhver upp manninn? Kannski Guð, en ef hann hefur bara skapað heiminn hefur hann ekki fundið upp mennina. Við erum semsagt bara lausaleikskrógar í heiminum,enginn fann okkur upp, enginn ól okkur upp. Svolítið spælandi, ekki satt?

Hvað um það, ég held ennþá áfram að spekúlera í þessu…
og vona að gthth komi með einhverja heimspekinga og einhverjar kenningar um þetta mál. Heimspekiáhugamálið væri tómlegt án hans.
Takk fyrir
Hvurslags.