Sæll, Þetta með að segja opinberlega eitthvað um menn vegna kynþáttar þeirra o.s.frv. er samt smá á gráu svæði held ég. Það segir í Almennu hegningalögunum: 233. gr. a. Hver sem með háði, rógi, smánun, ógnun eða á annan hátt ræðst opinberlega á mann eða hóp manna vegna þjóðernis þeirra, litarháttar, kynþáttar, trúarbragða eða kynhneigðar sæti sektum eða fangelsi allt að 2 árum. Þetta er auðvitað svo almennt orðað að það virðist ná yfir flest allt neikvætt, en samt er tekið fram á hvern hátt...