hlutskipti Þjóðverja í WW2
Það voru Þjóðverjar sem hófu stríðið með því að ráðast inn í Pólland þann 1.september árið 1939. foringi þeirra, Adolf Hitler, var með þessu að hefna sín fyrir fyrri heimstyrjöldina og niðurlægingar Versalasamninganna og fá þau landsvæði til baka sem tekin höfðu verið af Þjóðverjum. Vesturveldin, Bretland og Frakkland, gengu lengi vel að kröfum Hitlers því vænlegra þótti að halda friðinn, þar sem Bretar voru ekki undirbúnir fyrir stríð, en með innrás Þjóðverja í Pólland var teningnum kastað og tveimur dögum síðar lýstu Vesturveldin stríði á hendur Þýskalandi.

Í Þýskalandi voru lífskjörin mjög slæm á kreppuárunum og margar milljónir þjóðverja urðu atvinnulausir og bjuggu við mikla neyð. Þessar aðstæður voru kjörinn jarðvegur fyrir sterka þjóðernishyggju sem smám saman efldist á fjórða áratugnum í Þýskalandi. Leiðtogi nasista, Adolf Hitler, komst til valda árið 1933 þegar hann tók við embætti kanslara Þýskalands. Hann lofaði þýsku þjóðinni að binda endi á atvinnuleysið og óréttlæti Versalasamninganna.

Þegar Hitler og nasistaflokkurinn höfðu tekið einræðisvald í Þýskalandi þurfti hann að efna kosningaloforð sín við þýsku þjóðina um að vinna bug á atvinnuleysinu. Þetta tókst honum á fáeinum árum með því að auka verulega opinberar framkvæmdir og síðar hergagnaframleiðslu. Þetta hafði mikil áhrif á fólkið í landinu sem hafði glatað frelsinu en fengið vinnu í staðinn og það þótti þess virði. Á þessum tíma litu margir, bæði innanlands og utan, á Hitler sem meiriháttar stjórnskörung.

Hitler kappkostaði þegar kom að því að leiðrétta það sem þjóðverjum fannst vera ranglátt í Versalasamningnum. Hann innleiddi herskyldu að nýju og hóf hervæðingu af kappi. Þó þetta stríddi gegn Versalasamningnum létu Vesturveldin sér nægja að mótmæla. Innan tíðar var Þýskaland orðið eitt öflugasta herveldi heims.

Hitler gerði nú bandalag við Ítalíu og Japan, nefnt þríbandalagið, þar sem löndin hétu hvert öðru liðsinni í stríði. Að því loknu var hann tilbúinn í landvinningastríð. Samkvæmt kenningu foringjans vantaði þýsku þjóðina “Lebensraum” eða lífsrými.

Í fyrstu sagðist Hitler aðeins vilja þau landsvæði þar sem þýskt fólk byggi því hann vildi sameina alla Þjóðverja í eitt ríki. Síðan fór hann að seilast eftir öðrum landssvæðum. Vesturveldin gengu lengi vel að kröfum Hitlers. Ófriðablikur voru á lofti og vænlegast þótti að halda friðinn.

Meðan á friðkaupastefnu Vesturveldanna stóð innlimaði Hitler Austurríki í þýskaland. Næst krafðist Hitler þeirra héraða Tékkóslóvakíu þar sem þýskumælandi fólk bjó. Bretar og Frakkar samþykktu kröfur hans án þess að spyrja Tékka álits. En þegar Hitler hernam afganginn af Tékkóslóvakíu vorið 1939 ákváðu Vesturveldin að láta hart mæta hörðu. Þegar Hitler gerði tilkall til pólskra landsvæða gerðu Vesturveldin honum ljóst að þau hygðust ábyrgjast óbreytt landamæri Póllands.

Þann 9. apríl 1940 réðust Þjóðverjar á Noreg sem var hlutlaust land, nánast fyrir framan nefið á Bretum. Samtímis hernámu þeir Danmörku. Í Noregi komu þeir upp mikilvægum kafbáta- og flughersstöðvum í baráttunni um yfirráð á Atlantshafinu.

Þann 10. maí 1940 ruddust Þjóðverjar inn í Holland og Belgíu. Frakkar og Bretar fóru strax af stað löndunum til hjálpar en Þjóðverjum tókst að kljúfa heri þeirra.

Hitler vonaðist til að Bretar myndu semja frið og ganga að skilmálum hans en ekki rættist sú von. Honum tókst ekki að brjóta niður her Breta.
Vorið 1941 braut Hitler undir sig Balkanskaga og í júní sama ár lét hann til skarar skríða gegn Sovétríkjunum. Sú árás varð honum þung í skauti þar sem Sovétmenn vörðust vel. Þjóðverjar misstu undirtökin í stríðinu með inngöngu bandaríkjanna í Vesturveldin eftir árás Japana á Pearl harbour. Nú var skollin á alvöru heimstyrjöld.

Sumarið 1942 virtist stríðsgæfan algerlega hafa yfirgefið Bandamenn en þríveldunum gekk hinsvegar flest í hag. Veldi þeirra náði hámarki þetta sumar. Þjóðverjar náðu aftur undirtökum í stríðinu við Sovétmenn og sóttu fram til hinnar mikilvægu borgar
Stalíngrad.

Þýskaland gafst upp án skilyrða hinn 7. maí 1945 eftir að Japanir og Ítalir höfðu gefist upp.
Adolf Hitler fyrirfór sér á lokadögum stríðsins.


Heimildir: Stríðsárin á Íslandi eftir Jenny Björk Olsen & Unni Hrefnu Jónsótti