Bresk innflytjendalög hert verulega
www.framfarir.net

Breska ríkisstjórnin ætlar að herða innflytjendalöggjöf Bretlands all verulega og gera innflytjendum til landsins að uppfylla mun ríkari skilyrði fyrir veitingu landvistarleyfa og bresks ríkisborgararéttar en hingað til hefur verið gert.

Meðal þeirra skilyrða sem innflytjendur til Bretlands munu nú þurfa að uppfylla er að geta sannað að þeir ráði yfir lágmarksfærni í ensku, hafi a.m.k. einhverja þekkingu á lögum og stjórnskipan Bretlands og grundvallargildum og hefðum þjóðfélagsins. Auk þess verður innflytjendum síðan gert að sverja eið þess efnis að þeir heiti því að sinna skyldum sínum við þjóðfélagið og sýna ríkinu hollustu vilji þeir sækja um breskan ríkisborgararétt.

David Blunkett, innanríkisráðherra Breta, fjallaði m.a. um þessar aðgerðir ríkisstjórnarinnar í grein sem hann ritaði í dagblaðið Sun fyrir skömmu síðan. Þar sagði hann ennfremur að til stæði að grípa til róttækra aðgerða til að koma í veg fyrir svokölluð “hentihjónabönd”, sem stofnað væri til í þeim tilgangi að öðlast landvistarleyfi og/eða ríkisborgararétt, en slíkt væri stöðugt vaxandi vandamál í Bretlandi. Sömu sögu væri síðan að segja um svokölluð “nauðungarhjónabönd” þar sem konur væru neyddar til að ganga í fyrirframákveðin hjónabönd.

Heimild:
“Bresk innflytjendalög hert”. Morgunblaðið. 8. febrúar, 2002.
Fréttir Ríkissjónvarpsins 8. febrúar, 2002 - www.ruv.is<br><br>Með kveðju,

Hjörtur J.

<A HREF="http://www.framfarir.net“>www.framfarir.net</A>

”And to preserve their independence, we must not let our rulers load us with perpetual debt. We must make our election between economy and liberty, or profusion and servitude." -Thomas Jefferson
Með kveðju,