Sæll Vignir, Já, ef kenningin um að algert jafnvægi ríkti milli fólksfjölda, neyzlu og atvinnu, og því skipti engu máli hvað margir flytjist til landsins, sem sumir vilja halda fram, gengi upp væri sennilega ekkert til sem héti atvinnuleysi. Gallinn er bara að kenningin gengur ekki upp nema upp að vissu marki. Það er bara ekki neitt 100% jafnvægi þarna á milli. Það bregður alltaf eitthvað út af í því sambandi og þegar slíkt er farið að hlaupa á einhverjum prósentustigum í atvinnuleysistölum...