Sæll, Þetta er samt álitamál. Stríðið hófst vissulega 1. september en það varð ekki að heimsstyrjöld fyrr en Bretar og Frakkar lýstu yfir stríði við Þjóðverja 3. september, enda þýddi það, einkum í tilfelli Breta (Brezka heimsveldið), að ríki í raun öllum heimsálfum heimsins voru orðnir þátttakendur í átökunum (T.d. Ástralía í Eyjaálfu, S-Afríka í Afríku, Kanada í Ameríku, Indland í Asíu og Bretland í Evrópu). Hefðbundna viðmiðuninn er engu að síður 1. september.<br><br>Með kveðju, Hjörtur J.