Sæl öll,

Dagur B. Eggertsson, borgarfulltrúi R-listans sem var sérstaklega tilnefndur í starfið af Ingibjörgu Sólrúnu, sagði eftirfarandi í grein í Morgunblaðinu þann 7. september 2002:

“Ástæða þess að ég tel nær útilokað að Ingibjörg Sólrún fari fram til Alþingis er einföld. Skýrar yfirlýsingar hennar um hið gagnstæða í borgarstjórakosningunum í vor. Það eru ekki aðeins pólitískir andstæðingar sem vilji höggva í trúverðugleika hennar sem spyrja hvort þær yfirlýsingar standi ekki heldur einnig margt af harðasta stuðningsfólki hennar. Þessi spurning skiptir lykilmáli þar sem pólitískur styrkur Ingibjargar Sólrúnar byggist ekki síst á trúverðugleika.”

Nú virðist hins vegar sem Degi hafi snúist hugur og styðji framboð Ingibjargar til Alþingis, þvert á fyrri yfirlýsingar sínar (ætli þetta sé smitandi?). Trúverðugleikinn sem öllu máli skipti í byrjun september virðist ekki skipta neinu máli núna.

Sjá nánar á: http://www.andriki.is/scripts/prenta.asp?url=20122002<br><br>Með kveðju,

Hjörtur J.
Með kveðju,