Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Íslenskir "nördar" og móðurmálið (155 álit)

í Deiglan fyrir 19 árum, 4 mánuðum
Ég ætti kannski frekar að segja íslensk æska … svona upp í 25 ára gamalt fólk. En hvað um það, það sem ég vildi vekja athygli á er þessi óþolandi, yfirþyrmandi notkun á enskri tungu. Þið eruð íslensk þjóð og hví ekki nota íslenska tungu þá í staðinn fyrir að tjá ykkur í stökum setningum og litlum stikkorðum. Afhverju í andskotanum kunna yngstu kynslóðir Íslands ekki að tjá sig á almennilegri, rétt stafsettri íslensku ?! Hefur fólk enga tilfinningu fyrir því sem það er að segja? Eigum við...

Eltingaleikurinn (1 álit)

í Ljóð fyrir 20 árum, 2 mánuðum
Allýstur hugarheimur sneiðir framhjá þér og mér Á flótta í frá sínum eigin hugarheim fastir í litlum eltingaleik Þeir stoppa samtímis og líta á hvorn annan Eltingaleikurinn hefst á ný Hraðar og hraðar elta þeir hvorn annan Uns þeir stopp aftur Tíminn verður að öðrum hugarheim og eltingaleikurinn hefst á ný.

niðurleið (0 álit)

í Ljóð fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Þú virðist tæmast aftur og aftur, kórónan þín dofnað og gleðin horfið úr augunum viljalaus ertu nú orðin allur máttur horfin úr höndunum fingurnir sitja eftir einir og hjálparlausir -af hverju ertu að bjarga mér ??

Rifrildið mitt (1 álit)

í Ljóð fyrir 20 árum, 9 mánuðum
fastur í margslungnu rifrildi við sjálfan mig um hvort að öðrum sé treystandi fyrir eigin sálarheilla ég er að hafa betur þegar nýjar staðreyndir koma í ljós og breyta stefinu á ný ……… ný ský myndast á gömlum himni ný sól fylgir gömlum farveg breytingar eru blekkingar örlög er kúgun ég sannfærðist skyndilega um að ég hafi unnið mig í þessum magnþrugna orðaflaumi en gerði mér svo grein fyrir tapinu sem fylgdi…… eymd og örbrigði flutu inn og flutu út aftur er blankur svipur tók við á ný -...

heimsveldi áletraða ermabola (3 álit)

í Ljóð fyrir 20 árum, 12 mánuðum
heimur vor er sá hinn sami er brosir við dögg sólar og horfir yfir eyðilandið stoltur og hreykinn af nýjustu nýlendu áletraða ermabola og gullhúðaða rúmlampa ritskoðuð sjálfsstæð hugsun leiðir blindan um hillur erlendra vína og hausa tóma af gapi Ginnunga bæjarfiflið nýtur sín með nokkra tonna rafmagnsstóll að sprengja fyrir frið er eins og að ríða fyrir meydóm

ég er hættur (3 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum
skynjun og vitund er ekki það sama og hinu seinlegu forlög einungis blekkingar traust á lífið fljótt að lama lemstraður einstaklingur hugsar til baka Bautasteinar hugar brjálæðings blautir, brotnir og blýfastir sitja eftir í sinnuleysi súr afleiðing úrsagnar úr mannkyninu glottandi framan í rest

-fibbl- (3 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum
Hvílíkan viðbjóð og óþverra hef ég aldrei borið að vitum mér þunglynd, villt og hrædd hugarbörn viðkvæmra diesel buxna og henson peysna sitja, gráta og spyrja hver tilgangur lífsins er hví heldur þú þig ekki bara í kringlunni ??

Við mundum vinna (1 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum
Ríki Ísalands Ríkið mitt Ríki elds og íss Hvílík samkoma hugarbarna skaparanna Hvílík fegurð Hvílíkt safn af dauðum rollum sem við gætum átt -ég held að okkar mundi vinna

Þegar hið góða sigraði (0 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum, 1 mánuði
Sorgarsvipir á andlitum krónublaða… tár renna djúpt niður vanga þess á meðan vindur segir fréttir af næstu hæð hver ert þú til þess að dæma okkur ?? hver er það sem hefur ákveðið örlög okkar?? hver gaf þér þennan rétt?? eins manns flugvélar sveima um loftin í leit að huggun og öryggi þær fluga hlið við hlið á leið í sömu átt … þær virðast ekki taka eftir hvor öðrum. fréttin berst um sveitir guð hefur unnið spurningar vakna - hvað verður þá um okkur???

Ég vildi að ég væri sjónavarpið þitt (3 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum, 1 mánuði
ef ég væri truflað sjónvarp þá myndi ég trufla þína tilveru gefa þér aðeins hljóð og ruglaða mynd sýna þér hvernig ætti að búa til ljóta ostaköku þú yrðir að horfa á mig og ég myndi stara á móti við yrðum föst í krónískri störu - ég vildi að ég væri sjónavarpið þitt

Hnefar á Holdi (1 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Kæfðir hljómar af hnefum á holdi grátur, hnekkir, ekkert loft Símar hringdu reglulega á Lögreglan kom að stöðva þokukennda sýn pabba - reiði, sorg Áfengi, öskur, bræði berst úr herbergi foreldra þeirra fyrsta vögguvísa - fyrsta sonar sviti, blóð, tár, sæði og romm renna, drjúpa niður veggi minningar af tættu andliti hvert mar, hvert högg, hvert brotið rif óma, glymja, hugur sonar seilist, yfir um, í átt að brúninni í hverju brosi, í hverju auga, á leið sinni Jón - til þjónustu reiðu- búinn...

nafnlaust (1 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum, 2 mánuðum
mig skortir tíma tíma til að hugsa tíma til að anda og horfa á sköpun og eyðileggingu í anda mannkyns stanslaust blaður, stanslausar störur beindar að þeim þeim sem eru öðruvísi þeim sem neita að hlæja með og enda þannig að hlæið sé að þeim

sjónvarpið (1 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum, 2 mánuðum
stöðugur þrýsingur að utankomandi sálum beiðnir og skipanir rekandi, öskrandi, biðjandi ákvarðanir teknar fyrir mína hönd og brosin laumast fram á varir mér hugsandi- leggja vegi, byggja brýr anda léttar, verða nýr -afsakið nafnið … mjög mikil einkahúmo

átök hugans (2 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum, 2 mánuðum
inni í hausnum á mér er lítill heimur fyrir sig með sínar þjáningar styrjaldir og gleði mér líður sem skapara og morðingja ert þú hluti af þessum heim ?? ertu hugarburður.. ?? … ertu til eða ertu flotholtið mitt mig er verkjar stöðugt … tárinn hætta aldrei blóðið og svitinn…….

þú og co. (2 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Tregir hálsar snúa höfða andvarpa og brosa glotta og ráfa í stefnuleysi sínu augun svört og dauf tómleg og einmana leitandi að eiganda án þess að blikka vafrandi án hugsunar eltandi drauma uns þeir skilja að örlög eru blekkingar rassalfu

Nýtt tímabil (0 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Við tár og öskur blóð og svita hefur hann ákveðið að líta við Með föðurlegan svip og móðurást í hjarta sér hann en gerir ekki neitt Hann grætur við sjón á því sem úr hefur orðið við þróun undir skýjunum Í hljóðlegu veini snýr hann baki og gengur á brott Nú hafa blóminn tekið við sér og sólinn eltir tunglið á nýjan leik en spurningar vakna - Hver hefur tekið við ??

andspænis heimnum (2 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Klisjur ætla að gera útaf við mig með hetjutónlist í eyrunum ætla ég að hrækja á þær en finn svo að einhver annar hefur hrækt á mig.

mæ fílings (2 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Maður situr og starir út í loftið situr og hugsar um hvernig menn elska, missa, gráta og sakna Manni svíður, brennir, klæjar og svitnar lífið sem þú eitt sinn þekktir flöktir fyrir þér þar til þú sérð blóðið á höndum þér Þú ælir, öskrar og vælir engist um í sársauka finnur til í hverju beini þar til þú ákveður að hætta að finna

Þegar heimurinn endaði (2 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Heimurinn tók á enda Það var ekkert sem ég gat gert Hann endaði bara Nú verða margir reiðir …..

Ég get alveg staðið einn (7 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Hættu og láttu mig vera Ég þarf þig ekki Ég hef engin not fyrir þig Fyrir mér ertu ímynd fyrir aðra Lélegt hugarfóstur einhvers Til að grípa í Til að halda sér á floti Hughreysta sig þegar Sálin er veik og Myrkrið hefur yfirhöndina Þú dóst fyrir eigin syndir … Ekki mínar……. Ég þarf þig ekki

Þegar kaldhæðninn náði mér (2 álit)

í Smásögur fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Ég gerði mér grein fyrir því afhverju barnið horfði svona á mig þegar ég fann vott og hlýtt blóðstreymið fara ofan í hálsmál …. ég ákvað að gera ekkert í því en lenti ósjálfráða í einhverskonar störukeppni við krakkann….. horfði svo á nokkrar feitar konur af elliheimilinu stíga inn í strætóinn og brosa síðan í átt að mér eins og hún hafði passað mig í fimm ár. Brosið breytist samstundis í fyrirlitningu við uppgvötun ástands míns. Ég taldi það best á þessum tíma að hóta limlestingum og morði...

Tindar og dalir (3 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Þegar þú gengur um hugan minn traðkar á mér og trítlar svo hljótt og sætt í burtu.. kemst ég ekki hjá því að sjá að ástin hefur sína kosti og galla……. ef það er sú ógnvænlega tilfinnig að vera bundin niður eins og fáviti eða þegar þú finnst þú svífa og ekkert, ekkert gæti eyðilagt það sem þú átt þá kemst ég ekki frá því að sjá að ástin hefur sína tinda og dali

Geðsveiflur (0 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Í hausnum mínum eru öflinn tvö að leika sér .. þeir kubba saman stóra turna og klessa þá svo niður með litlu bílunum sínum ákveða síðan að fara í eltingarleik og skiptast jafnt á að ver´ann hlaupa upp og niður .. detta, gráta og halda svo áfram Hvað gerist þegar þau verða fullorðinn ??

Þar sem ég sit (1 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Þar sem ég sit einn og velti fyrir mér hvað sé næst… rennur upp þessi kunnuglega tilfinning .. kuldi og yfirþyrmandi sorg … reiði einsemdin stendur fyrir framan mig og hún hæðist að mér og mínu hugleysi, flissar og bendir spyr mig hvort ég sé aumingi, eins og allir hinir spyr hún hvort ég sé eitthvað skrítinn……. loks ákvað ég að enda það…. spurningar, undankomur, einsemdina og tómleikan …… þar sem ég sit ákveð ég að binda enda á það sem aldrei passaði inní.. það sem enginn vildi þar sem ég...

Vaka ....... eftir dvalann (2 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Ég sit fyrir framan blaðið og græt tárum sem ekki sjást fyrir hluti sem höfðu brugðist … sem ekki höfðu verið mér til fótfestu á tímum þegar sálin var dauð … máttlaus eftir erfiðar samræður við dauðan og almættið. En ég lít útum gluggann og þegar ég sé hvar blómin rísa á ný og bros laumast fram yfir stífar varir sólarinnar veit ég að nýtt tímabil er að ganga í garð og risar fortíðarinnar hafa lagst niður…… ….. nú veit ég að hún sé vöknuð … og hún mun aldrei aftur sofna ….
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok