Ég ætti kannski frekar að segja íslensk æska … svona upp í 25 ára gamalt fólk. En hvað um það, það sem ég vildi vekja athygli á er þessi óþolandi, yfirþyrmandi notkun á enskri tungu. Þið eruð íslensk þjóð og hví ekki nota íslenska tungu þá í staðinn fyrir að tjá ykkur í stökum setningum og litlum stikkorðum. Afhverju í andskotanum kunna yngstu kynslóðir Íslands ekki að tjá sig á almennilegri, rétt stafsettri íslensku ?! Hefur fólk enga tilfinningu fyrir því sem það er að segja? Eigum við ekki bara að láta okkar sérstæða og yndislega mál að deyja út? Ekki hæðast að þessu því að ef þetta heldur áfram þá mun mál okkar hljóta óbættanlega skaða .

Ég er ekki þjóðernissinni, ég er ekki kynþáttahatari og ég tala ensku mjög vel þar sem ég bjó í Canada í fjögur ár.

Hversu margir unglingar þarna úti hafa lesið hálfa bók án þess að vera skyldug til þess?
Þetta er bara komið gott. Notum íslensku. Hvernig væri það svona til tilbreytingar?