Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Hef reynt allt!! :(

í Kettir fyrir 18 árum, 9 mánuðum
Ég tók þennan kisa í fóstur og nákvæmlega núna liggur hann í fanginu á mömmu minni og malar eins og hann fái borgað fyrir það! :P

Re: Einhverjir góðhjartaðir þarna úti?

í Kettir fyrir 18 árum, 9 mánuðum
Ég á sjálf 8 ketti og er þekkt fyrir það að reyna alltaf að hjálpa heimilislausum kisum! :P Ertu búin að hafa samband við Kattholt? Ég skal athuga hérna á Akureyri.. það hlýtur að vera einhver sem getur tekið hana í pössun! það er nú ekki svo mikið mál! Hafðu samband

Re: Tveir frábærir kettlingar í leit að nýju heimili

í Kettir fyrir 18 árum, 10 mánuðum
Eru þeir komnir á heimili

Re: Hef reynt allt!! :(

í Kettir fyrir 18 árum, 10 mánuðum
Franur: Ég þekki mann sem getur drepið köttinn þinn fyrir þig. Það á að skjóta þann mann.. Djöfulsins viðbjóðu

Re: Hef reynt allt!! :(

í Kettir fyrir 18 árum, 10 mánuðum
Ertu búin að fá heimili fyrir þennan sæta kisustrák? Á Kattholti verður þeim ekki lógað strax og kettlingar eru alltaf vinsælir þar. Ég vildi svo að ég gæti hjálpað þér en ég má víst ekki hafa fleiri ketti. En það hlýtur að vera einhver.. ég skal svipast um eftir fólki sem vill kisu. Ert þú ekki í rvk?

Re: Wig Wam kemur aftur

í Söngvakeppnir fyrir 18 árum, 10 mánuðum
Já og þeir koma líka 7. október til að spila á Nasa… ;)

Re: dáinn

í Kettir fyrir 18 árum, 10 mánuðum
Oj barasta!!!! Ég yrði brjáluð ef þetta yrði gert við kisurnar mínar!!!

Re: Myndir af Wig Wam á Íslandi

í Söngvakeppnir fyrir 18 árum, 10 mánuðum
Gætirðu þá sagt mér linkinn á þær? Langar svo að sjá myndir frá þessu

Re: WIG WAM SÖKKA

í Söngvakeppnir fyrir 18 árum, 10 mánuðum
Þú sökkar sjálfur!

Re: 9 vikna kettlingar fást gefins;)

í Kettir fyrir 18 árum, 10 mánuðum
Er einhver þeirra kominn með heimili?

Re: 10 vikna halfur siams kettlingur fæst gefins erum á akureyri:)

í Kettir fyrir 18 árum, 10 mánuðum
Ertu búin að fá heimili fyrir kisustrákinn? Ég myndi hjálpa ef ég ætti ekki 8 ketti! hehe ;) Skal samt athuga hvort ég viti um einhvern sem vantar svona sætan kisa

Re: Bestu eurovison lög allra tíma

í Söngvakeppnir fyrir 18 árum, 11 mánuðum
Wig Wam eru náttúrulega miklu betri en heldur en Britney Spears!!!!!

Re: Britney feit!

í Fræga fólkið fyrir 18 árum, 11 mánuðum
Varðandi þetta með sílíkonið þá var ég einu sinni viss um að hún væri með sílikon en eftir að hafa séð hana í crossroads aþr sem þau voru ekki einu sinni stór þá held ég ekki. Annars hef ég ekki hugmynd og er svo sem alveg sama.. Hún má vera með sílíkon ef hún vill..!

Re: Kettlingar óska eftir ástúðlegum húbónda.

í Kettir fyrir 18 árum, 11 mánuðum
Er búið að gefa þá?? Ekki láta svæfa kisurnar.. farið með þær á kattholt.. það er alltaf hægt að finna eiganda þar fyrir kettlinga..

Re: Algjör Eurovision bömmer

í Söngvakeppnir fyrir 18 árum, 11 mánuðum
Þetta með að norska lagið sé stolið er nú að vissu leyti satt.. en mér er svo alveg sama því að mér fannst það snilld og ekkert annað! Wig Wam eru svo á leiðinni hingað að spila..

Re: Hvaða hljómsveitir vilt þú sjá koma til Íslands..

í Tilveran fyrir 18 árum, 11 mánuðum
Bon Jovi, Wig Wam, Queen (ef Freddie væri á lífi), AC/DC, Aerosmith, Metallica (AFTUR), U2, Goo Goo dolls, Black Sabbath, Kiss.. örugglega einhverjar fleiri sem ég man ekki eftir núna..

Re: Maine Coon og Krummi

í Kettir fyrir 18 árum, 11 mánuðum
Æi en hvað kisurnar þínar eru mikil krútt!!! Æðislegt að sjá hvað þeim semur vel :) Ég vildi að það væri svoleiðis á þessu heimili ;)

Re: Úrslitin í Eurovision

í Söngvakeppnir fyrir 18 árum, 11 mánuðum
Minta, ég er svo sammála þér með Lettneska lagið, guð minn góður! Gaurarnir voru ekkert að halda lagi eða neitt.. ég var svo hissa á öllum þessum stigum sem þeir fengu. Annars hélt ég með Noregi eins og svo margir Íslendingar og hefði viljað sjá þá vinna. Wig Wam hafa meira að segja gefið út disk og mæli ég með laginu Crazy Things, bara svona að koma því að ;) Ef að fólki fannst In my dreams flott þá á það eftir að fíla Crazy things :D

Re: Banna ætti fóstureyðingar

í Deiglan fyrir 19 árum, 3 mánuðum
Sá sem samdi þessa grein er örugglega karlmaður! Eða hvað? Ég er algjörlega á móti því að fóstureyðingar séu notaðar sem getnaðarvörn en eins og komið hefur fram áður er stundum nauðsynlegt að fóstureyðing sé valkostur. Eins og t.d ef að um nauðgun er að ræða. Mér finnst alveg fáránlegt að greinarhöfundur skuli nefna það að barnið hafi ekki valið sér föður. Ég veit ekki með ykkur en ég held að þeim sem hafi ekki verið nauðgað geti ekkert sagt um það hvernig tilfinningin er. Auðvitað vitum...

Re: Hvernig er þetta orðið í dag ?

í Kettir fyrir 19 árum, 5 mánuðum
Djöfulsins fífl er fólk!! Guð hvað ég er reið núna!!!! Ég gat samt ekki séð myndina, kom bara error :( Vona að kisu líði samt vel…

Re: Yfirgangur "sumra" kattaeigenda

í Kettir fyrir 19 árum, 6 mánuðum
Ekki veit ég hvort þú þekkir til marga kattareiganda en kettirnir mínir fara árlega í kattafárssprautu og eru ormahreinsaðir, eins og dýralæknirinn segir að eigi að gera. Ég hef ekkert á móti hundum en skemmst er að minnast á hundana tvo sem drápu köttinn í Breiðholtinu.. Þar er dæmi um hunda sem eiga náttúrulega ekki að ganga lausir. Í mínu hverfi (er á Akureyri) er svo rosalega mikið af köttum að ég held að það hljóti að vera met ;) Sjálf á ég 6 stykki og 5 vikugamla kettlinga (sem voru...

Re: 10 áhrifamestu hljómsveitir sögunnar.

í Músík almennt fyrir 19 árum, 6 mánuðum
Hér kemur minn listi, ekki í neinni sérstakri röð. Queen (að mínu mati besta hljómsveit allra tíma) Black Sabbath Elvis Presley Johnny Cash (skipti miklu máli fyrir kántrýið) Iron Maiden AC/DC Michael Jackson (þoli manninn ekki en hann er nú samt konungur poppsins að marga mati) Led Zeppelin KISS Bob Marley

Re: Nafn óskast!

í Kettir fyrir 19 árum, 6 mánuðum
Ég átti yndislegan högna sem hét Sókrates.. því miður varð hann fyrir bíl :( Blámi er alltaf gott á svona grábláa ketti ;) Herkúles, Achilles, Legolas, Aragorn og fleiri svoleiðis nöfn eru flott en ekki eins algeng og mörg (nema þá Herkúles) Það er von á kettlingum á heimilið og ég er búin að spá mikið í þessum Lord of the rings nöfnum :) Mér finnst eiginlega að það vanti bara bók sem heitir: Hvað á kötturinn að heita? ;) ;) ;)

Re: Étinn köttur

í Kettir fyrir 19 árum, 7 mánuðum
Ojjjj!!! Ertu virkilega að segja satt?? Var þetta í fréttunum í kvöld eða?

Re: Of feit !!!

í Tíska & útlit fyrir 19 árum, 7 mánuðum
Ég veit alveg hvað þú ert að tala um, ég er alls ekkert of þung en ég er samt með smá bumbu og svoleiðis og vil endilega koma mér í betra form. Ég held að málið sé bara að hreyfa sig nóg og borða rétt. Láttu svo ekki álit annarra hafa áhrif á þig. Það eina sem skiptir máli er að þér líði vel með sjálfri þér…
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok