Einhverjir góðhjartaðir þarna úti? Nú sit ég með sárt ennið því það vill svo til að ég verði að láta Kisu mína frá mér.
Hún býr hjá foreldrum mínum í Garðabænum eins og er (og ég reyndar líka, en er að fara út í nám erlendis og þau geta ekki séð um hana á meðan), en gott væri ef ég fyndi henni heimili ekki seinna en í byrjun Ágúst. Langar mig mest að öllu að hún komist bara í sveit svo hún geti átt gott líf þar. Ég vil allavega síður að hún fari á eitthvað heimili miðsvæðis í Reykjavík því hún er útikisa en er mjög hrædd við bílaumferð.

Kisan mín fékk nafnið Leló en hún svarar manni þegar hún er kölluð Kisa.
Þessi elska var fædd í Garðabæ í desember 2003 og er því 1 1/2 árs gömul. Hún er svört að lit með smá hvítt ör á vinstra framfæti.
Hún er rosalega ljúf og góð og aldrei nein læti í henni, en henni finnst æðislegt þegar einhver nennir að leika aðeins við hana. Svo finnst henni alltaf mjög gott að láta klappa sig í svefn og er hún vön því að sofa á teppi í þvottabala, ein í þvottahúsinu.

Hún Kisa mín er eyrnamerkt, bólusett og ormahreinsuð (fyrsta sprauta) en fer ég með hana núna í vikunni aftur í bólusetningu og ormahreinsun.
Svo hefur Kisa farið í ófrjósemisaðgerð, en hún var gerð fyrir ári síðan (Júní 2004).
Með henni Kisu fylgir sandkassinn, matarskálarnar hennar, teppið hennar og smá af dóti sem hún á.

Mikið rosalega þætti mér vænt um ef einhver þarna úti gæti tekið hana að sér inná gott heimili því mikið sárnar svo mikið við tilhugsunina að þurfa kannski að lóga henni.

Áhugasamir hafið samband við Jónu í síma 6975662.