Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

radical
radical Notandi frá fornöld 46 ára karlmaður
588 stig

Re: Börn samfélagsins

í Deiglan fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Ég legg ekki til að fólk verði þvingað til þess að hjálpa. Það er alveg jafn siðlaust og hjálpa ekki þeim sem á í vanda og líklega enn verra, hefur ekki góðar afleiðingar. Kallast frelsissvipting. Ef fólk fær ekki að ráða í hvað afrakstur vinnu sinnar fer í hver á þá að ráða því? Meirihlutinn kannski? Fyrirtæki í mibænum vilja ekki hafa “þetta fólk” á vappi í kringum búðarnar sínar. Mér sýnist hagur þessara fyrirtækja liggja í því að greiða í samtök sem hjálpa “þessu fólki” að koma undir sig...

Re: Friður

í Stjórnmál fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Foreldrar barna eiga að halda utan um hag síns barns, ekki ríkið. Hugsaðu um eitt atriði. Allir eru skyldaðir í skóla, hvort sem þau vilja vera í skólanum eða ekki. Það að skylda fólk í skóla er ekki það sama og þau fái menntun. Fyrir utan að þeir sem vilja ekki vera í skóla hafa truflandi áhrif á þá sem vilja vera í honum. Ef það brýst einhver inn til þín og ætlar að ræna þig, jafnvel nauðga eða drepa þig, hvað tekur langan tíma fyrir þig að hringja í lögregluna og fyrir hana að komast á...

Re: Börn samfélagsins

í Deiglan fyrir 22 árum, 4 mánuðum
“Þetta er grundvallar Vinstri og Hægri stefna sem við erum að tala um hérna. Þú telur að einkaaðilar geta betur séð um fíkniefan sjúklinga en ríkið sjálft.” Aðilar með reynslu eru best til þess fallnir að hjálpa fólki. Sem sagt, maður sem veit hvernig það er vera háður efninu og veit hvernig líðanin er er hæfari til að hjálpa fíkil heldur en maður sem hefur ekki hugmynd um það. AA samtökin eru mjög gott dæmi um samtök sem sérhæfa sig í þessu. Aðalmálið er samt sem áður alltaf að fólk verður...

Re: Börn samfélagsins

í Deiglan fyrir 22 árum, 4 mánuðum
“Afhverju er ríkið að gefa þessu fólki pening þegar það veit að það er óhæft að fara með hann.” Þetta fólk er skattgreiðendur alveg eins og allir aðrir í þessu landi. Maður borgar skatt þegar maður kaupir pylsu og kók, maður borgar skatt þegar maður fer í bíó, maður borgar skatt þegar maður kaupir áfengi. Allir eru skattgreiðendur í sama kerfinu, allir eiga sama réttinn. Hver og einn á að fá framfærslu. Ríkið má ekki skipta sér að því hvernig hver og einn eyðir þeirri framfærslu. Nema að við...

Re: Börn samfélagsins

í Deiglan fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Allir sem kaupa áfengi borga skatta. Og þó þeir gerðu ekkert nema að kaupa áfengi þá er það samt nóg til að eiga rétt á allri þeirri þjónustu sem ríkið býður upp á. Því er kannski ekkert skrýtið að það heimti rétt sinn þegar kemur að ríkinu. Ef það fær ekki sinn rétt sinn þá mun það stela því sem það þarf. Og hverjum er það þá að kenna? Ríkinu sem viðurkennir ekki rétt þeirra sem skattgreiðendur það eða þeim sjálfum? Það er nefnilega mjög auðvelt að kenna ríkinu um allar ófarirnar. Ef þetta...

Re: Friður

í Stjórnmál fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Sæl gmaria …og aðrir sem kunna að lesa þetta. Hverjir eru kostirnir við þetta samfélagsskipulag? Hverju þarf að fórna fyrir það? Og eru allir sáttir við þá fórn? Þegar bókhaldið verður opnað þá munu mörg fyrirtæki án efa hætta að styrkja flokkana. Flokkanir munu þá líkalega verða sammála um það að taka ákveðnar upphæðir í ríkissjóði til að vega upp á móti, því flokkar þurfa peninga til að geta starfað og breytir engu hvaðan þeir koma. Mig minnir að allir flokkar hafi verið sammála um að...

Re: Veistu hvað þú vilt?

í Heimspeki fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Ég vil frið. Innan frá sem utan. friður potent

Re: Vinsamlegast lesið þetta þeir sem efast um heiminn

í Heimspeki fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Hverjir eru að blekkja hvern? Ert þú að blekkja aðra eða eru aðrir að blekkja þig? Eða ertu að blekkja sjálfan þig? Eða er þetta allt saman ein stór blekking? Hver veit? Í hverju fellst þessi blekking nákvæmlega? Geturu sannað að það sé ekkert líf eftir dauðann? Geturu afsannað tilvist Guðs? friður potent

Re: Svar um vangaveltur um Guð

í Heimspeki fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Sælt veri fólkið 'Hver bjó til/hvernig urðu' atómin til? Eins og í Matrix: “It is the question that drives us, it is the question that brought you here” var einhvern veginn svona… :P Ef ekkert sem við gerum hefur nein áhrif á eitt né neitt. Við lifum svo deyjum við, búið mál, af hverju er ég þá að borga skatta? Mig langar ekki að gera það. Kannski ég haldi mig við efnið… Tilgangur hefur mikla þýðingu hjá fólki. Hver er tilgangurinn með steini? Hver er tilgangurinn með hamri? Hver er...

Re: Enn og aftur breyta stjórnvöld mýflugu í úlvalda..

í Deiglan fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Það hlaut að vera ;) friður potent

Re: Stríð

í Deiglan fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Í stríði tapar fólk öllu sem það á, líka vitinu. Það hefur engu að tapa og það mun hefna sín… … þetta sanna dæmin. Réttlætið fýkur út í veður og vind, óréttlætið blómstar hjá báðum aðilum. Góð grein badmouse friður potent

Re: Friður

í Stjórnmál fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Sæl gmaria Þjóðin stendur saman þegar ýmis ógæfa kemur yfir fólk. Það hafa verið safnanir fyrir fólk sem hefur misst allt sitt í náttúruhamförum. Svo hafa verið safnanir fyrir hjartaveik börn o.s.frv. Hinsvegar þegar það kemur að hagsmunum þá er allt annað hljóð í fólki. Þess vegna höfum við þetta stjórnskipulag sem við höfum. Kvótakerfið, umhverfismál, menntamál, heilbrigðismál skattlagning, barnabætur, velferðarkerfið… …allir hafa hagsmuna að gæta, allir eiga “réttindi” og enginn vill láta...

Re: Bætur fyrir börnin?

í Stjórnmál fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Veit ekki alveg hvort að þetta er skot á mig og mínar skoðanir eða eitthvað annað. En í raun er það engin afsökun að það sé dýrt að eiga börn, að “þurfa” að klæða þau í “merkjaföt” eða borga íþróttagjöld, til að fara í vasa annara og taka þeirra peninga til eigin nota. friður potent

Re: Ósjálfstæðismenn

í Stjórnmál fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Já, þetta er vissulega rétt. Ég sé hinsvegar engan mun á sjálfstæðisflokknum og öðrum flokkum þegar kemur að svona málum. Sjálfstæðisflokkurinn er ekki eini flokkurinn sem setur sína meðlimi í ólar. Ég vorkenni öllum þeim sem halda að þessi flokkapólitík sem við höfum í dag muni leysa eitthvað yfir höfuð, ekki bara “sjálfstæðismönnum”. friður potent

Re: Röng lyfjagjöf, 1100 dauðsföll í Bretlandi .

í Stjórnmál fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Já, sjáum tölvugeirann. Þar ræður eignihagsmunasemin ríkjum. Veit ekki betur en í nákvæmlega þessum geira er þjónustan sem best, framþróun hröðust og tölvurnar verða sífellt ódýrari, einfaldari og hraðari. Þetta er greinilega slæm þróun, eða þannig. Er hugsunin við ríkisrekið heilbrigðiskerfi mannlegt? Er það einmitt svona sem fólk vill sjá heilbrigðiskerfið? Biðlistar, niðurskurður, mistök ofan á mistök [í Bretlandi allavega], fólk undir miklu vinnuálagi og fær litla sem enga peninga fyrir....

Re: Enn og aftur breyta stjórnvöld mýflugu í úlvalda..

í Deiglan fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Góð grein badmouse Ég væri til í að sjá plagg upp á að stjórnmála menn séu með eins gott siðferði og þeir vilja láta af. Man ekki nákvæmlega hvar ég heyrði það en samkvæmt einhverjum rannsóknum sem hafa verið gerðar er hugsanaferli stjórnmálamanna ekki ólíkt glæpamönnum… það útskýrir margt. friður potent

Re: Bætur fyrir börnin?

í Stjórnmál fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Þarft að skrifa “health care” í leitargluggann sem er á forsíðunni. friður potent

Re: Bætur fyrir börnin?

í Stjórnmál fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Sæll Ég hefði mátt vera skýrari um mínar skoðanir gagnvart ríkinu til að byrja með, biðst afsökunar á því. “Þú getur ekki kallað meirihluta hagsmunahóp. Svo einfalt er það. Í orðinu hagsmunahópur felst að menn eigi hagsmuna að gæta”. Okkar ríki virkar þannig að við göngum til kosninga á fjögurra ára fresti til að ákveða hverjir fara með völdin í landinu það tímabil. Við kjósum milli flokka sem lofa öllu fögru og ætla að laga hitt og vernda þetta o.s.frv. Þetta er mismunandi eftir því hvaða...

Re: Bætur fyrir börnin?

í Stjórnmál fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Sæll potent@simnet.is friður potent

Re: Er ég að dreyma eða ekki ?

í Dulspeki fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Takk kærlega friður potent

Re: Er ég að dreyma eða ekki ?

í Dulspeki fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Getur bent á einhverjar góðar síður í sambandi við þetta? Þetta er áhugavert. friður potent

Re: Bætur fyrir börnin?

í Stjórnmál fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Sæll aftur Það er nokkuð öruggt að við værum ekki að ræða þessi mál ef ríkið væri að gera það sem það ætti að vera að gera. Og til að hafa það alveg á hreinu þá er ég ekki anarkismi. Ríkið er framlenging af rétti einstaklinga. Hlutverk þess er að vera hlutlaus aðili þegar kemur að deilum og lagasetningu. Í raun eiga lög einungis að útskýra fyrir fólki hvað sé rétt og rangt, en án þess þó að þvinga einhvern til að gera einhvað gegn hans vilja. Til dæmis er það siðfreðisleg skylda hvers og...

Re: Bætur fyrir börnin?

í Stjórnmál fyrir 22 árum, 4 mánuðum
“badmouse: Þú segir: ”Hefurðu ekki trú á einstaklingum til að gefa með sér?“ Því miður vinur, svar mitt er nei. Ástæða? Mannkynssagan. Lestu hana endilega (o.k. smá hroki er nú í lagi).” Hvaða mannkynssögu hefur þú verið að lesa? Það sem ég hef lesið úr mannkynsögunni er að stjórnvöld allra landa á öllum tímum hafa vaðið yfir frelsi einstaklinga. Styrjaldir og hörmungar vegna eiginhagsmuna kónga og keisara og allskonar ríkisstjórna sem fórna þegnum [þrælum] sínum fyrir eiginhagsmuni og...

Re: Bætur fyrir börnin?

í Stjórnmál fyrir 22 árum, 4 mánuðum
bar: Byrjum á byrjununni: “Þú verður að átta þig á því, að ef fólk væri ekki að borga skatta þá væri væntanlega ekki jafnmikil þörf á t.d. barnabótum. Flestir hefðu auðveldlega efni á því að eiga hrúgu af börnum ef þeir þyrftu ekki að borga skatta. Um það snýst ekki málið. ” Um hvað snýst málið þá? Er ekki helsta vandamál Vesturlanda að mati hagfræðinga að barneignir séu helsta vandamálið. Ef aflanging skatta gæti lagað það er það þá ekki fín lausn? Ég get ekki séð annað enda ég mikið á móti...

Re: Bætur fyrir börnin?

í Stjórnmál fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Ég er á móti styrkjum sem felast beint í því að taka peninga eins til að láta aðra fá, hvort sem sá sem á peningana og vann fyrir þeim vill láta þá af hendi eða ekki. Á meðan fólk er þvingað með valdi til þess að láta sína fjármuni frá sér þá verð ég á móti því. Ég er ekki á móti því að fólk styrki þá sem það vill styrkja, þvert á móti. Það er hinsvegar munur á því að hreinlega neyða einhvern til að borga þetta með sköttum eða hvort viðkomandi ákveður það sjálfur. Er til of mikils mæls að...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok