Efirfarandi grein er að miklu leiti þýðing á grein eftir Harry Browne af www.harrybrowne.org, vinsamlegast afsakið ritstuldin en takið mark á innihaldinu;

Þegar stjórnvöld tala um stríð er það oftast í þeim tilgangi að draga dulu yfir augu okkar um hvað stríð er í raun og veru. Við ímyndum okkur ungar hetjur marserandi sigursælar, lýðræðinu og frelsinu til vegsemdar.

En stríð er e-ð allt annað en það.

Stríð er þegar börnin þín deyja langt fyrir aldur fram, verða sködduð á sál og líkama um allan aldur og horfa upp á félaga sína missa líf og limi. Stríð er þegar bræðrum þínum og systrum er kennt að drepa og hata manneskjur, engu öðruvísi en ég og þú.

Stríð er hundruð þúsunda manna sem deyja langt fyrir aldur fram. Það er þegar milljónir munu aldrei aftur hitta ástvini sína aftur.

Stríð er eyðilegging heimila sem fólk hefur unnið brottnu baki fyrir árum saman. Það er þegar framtíðaráætlanir fólks eru endanlega lagðar í rúst.

Stríð þýðir mikla skatta á þig og aðra skattgreiðendur, skattar sem endast mun lengur en stríðið sjálft. Stríð hefur í för með sér bælingu á málfrelsi og fangelsun á andstæðingum ríkistjórnarinnar.

Stríð er þrælahald, þegar ungir menn eru neyddir til að gegna herþjónustu.

Stríð er þegar almenningur er blekktur til að hata erlendar þjóðir og kynþætti, hvort sem þeir eru Arabar, Japanir eða Rússar, til þess að deyfa okkur gegn þeim hryllingi sem þær verða fyrir.

Stríð eru faganaðarlæti yfir fréttum af erlendum flugmönnum sem drepnir eru í vélum sínum, af ungum mönnum sem sprengdir eru í tætlur í skriðdrekum sínum, af sjómönnum sem drukkna á sjó úti.

Stríð er þjóðarmorð, pyntingar, illska, áróður, óheiðarleiki og þrælahald.

Strið er versti glæpur sem stjórnvöld geta gert þegnum sínum. Í samanburði verða aðrir opinberir glæpir s.s. spilling, mútur og óheiðarleiki að smáatriðum.

Fleirri harmleiki fylgja óneitanlega í kjölfarið; sannleikurinn fer forgörðum og stjórnmálamenn ljúga meir en venjulega. Leynimakk verður regla í stað undantekningar og fjölmiðlar verða en óáreiðanlegri.

Ef ríkið hefur e-t hlutverk í utanríkismálum er það ekki að vinna stríð eða að tryggja að “rétta” fólkið stórni erlendum löndum.

Ef ríkið hefur e-t hlutverk í utanríkismálum, þá hlýtur það að vera fyrst og fremst að halda okkur út úr stríði, að ganga úr skugga um að enginn muni ráðast á okkur, að tryggja það að þú getir lifað þínu lífi hvernig sem Þú vilt án þess að átök erlendra ríkistjórna hafi nokkur áhrif á þitt líf.

Við sem trúum á frelsi einstaklingsins, vitum að stríð er fyrsta ráðið sem stjórnmálamenn grípa til, en það síðasta sem frjálsar manneskjur myndu ráðast í. Hlutverk ríkistjórnarinnar, ef eithvað, er að halda okkur út úr stríði og vernda okkur frá óvinum okkar, en ekki að búa þá til víðsvegar um heiminn.

En svona utanríkisstefna er ekki ákjósanleg í augum stjórnmálamanna, þeit líta á utanríkismál sem stökkpall til meiri frægð og frama, þeir sýna hugrekki sitt með þvi að fórna öðrum fyrir valdabrölt sitt og síðast en ekki síst þeir vita að stríð þýðir meiri afskipti og völd yfir einstaklingnum.

friður
badmouse