Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Halló Pernilla

í Börnin okkar fyrir 23 árum
Ég held að það sé átt við að t.d allur matur er lífrænt ræktaður (økologiskur), það er ekki mikið um hefðbundinn útileikföng eins og kastala, rólur, vegasölt o.s frv. Meira um náttúruna (tré og svoleiðis) í staðinn eru t.d gamlir bátar, trébolir, dýr (hænur og svoleiðis), hólar og brekkur og fleira. Börnin eru mikið úti og fara mikið í “túra” eins og skógartúra, gönguferðir um miðbæinn og fleira. En ég hef einhvers staðar rekist á auglýsingu um náttúruleikskóla (eða naturbørnehave/vuggestue)...

Re: Halló Pernilla

í Börnin okkar fyrir 23 árum
Það er frábært. Búið að vera hátt í 30 stiga hita í rúmlega viku en núna er aðeins byrjað að rigna. Ég held að flestir hafi nú verið fegnir því, allavega ég, brunarústin :) Strákurinn minn notaðist við hæsta sólarvarnarstuðul en samt brenndist hann en ekkert illa. Ég ætlaði nú að vera búin að pósta hérna grein um uppeldisaðferðir í Danmörku (sem ég er ekki alltaf sátt við)en við erum að skipta yfir í stærri íbúð þannig ég hef ekki mikinn tíma eins og stendur. En ég reyni allavega að kíkja...

Re: Neðsta sæti í Eurovision

í Deiglan fyrir 23 árum
Þessi örfáu stig sem við fengum frá “frændum” okkar eru örugglega tilkomin útaf því hversu margir Íslendingar búa í Danmörku og Noregi og þeir hafa séð sóma sinn í að hringja inn og hvetja landið sitt. Ég gat ekki kosið af því Danirnir leyfðu bara þeim sem voru með 6 sem endatölu í símanúmerinu að hringja inn. En ég hefði örugglega EKKI kosið Two Boring!!

Re: Neðsta sæti í Eurovision

í Deiglan fyrir 23 árum
Ég gleymdi líka að segja að Eistarnir minntu mig á Tom Jones og Damon Albarn. Ekki að þetta skipti einhverju máli, fann bara þörf hjá mér að tjá ykkur um þetta…:) Kv, P.

Re: Neðsta sæti í Eurovision

í Deiglan fyrir 23 árum
Persónulega fannst mér öll lögin þarna viðbjóðslega leiðinleg. Allt lélegar eftirlíkingar/wanne be´s. T.d rússnenska lagið, þessi hljómsveit er voða fræg í heimlandinu en þeir voru að reyna að stæla þessar frægu hljómsveitir eins og The Verve, Blur og fleiri. Sænska lagið var nú bara ABBA út í gegn! Önnur söngkonan ljóshærð og hin dökkhærð, sami taktur og örugglega danshreyfingarnar líka. Franska lagið var nákvæmlega eins og eitthvað lag með Celine Dion, Litháen var með krullhærða söngkonu...

Re: Margmiðlunarskólinn

í Vefsíðugerð fyrir 23 árum
Ég ætla að koma með eina tilgangslausa leiðréttingu til Jant: Það fær ENGINN Íslendingur gefins 30,000 kr að vera í skóla í Danmörku. Þú ert örugglega að tala um S.U styrkinn sem Danir fá nánast undantekningalaust en útlendingarnir geta sótt um þetta eftir 2ja ára dvöl (og þú verður að hafa unnið í þessi 2 ár). Maður getur fengið hæst 40,000 ÍSL á mánuði og þetta er greitt út líka á sumrin. Með þessu getur þú fengið S.U lán en ef þú ert á S.U styrknum þá færðu væntanlega ekki frá LÍN líka....

Re: Bróðir Phoebe

í Gamanþættir fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Hann hefur alveg örugglega ekki átt að vera bróðir hennar. Þeir sem sjá um casting hjá Friends virðast alltaf nota sömu aukaleikarana í mismunandi hlutverkum (dæmi: Estelle; umboðskona Joeys og ljósmóðirin þegar Ben fæddist og ég er nokkuð viss um að hún hefur leikið fleiri hlutverk). Kveðja, P.

Re: Leikir barna

í Börnin okkar fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Ég held að mín kynslóð hafi verið síðasta útileikjakynslóðin (ég er fædd 1979). Við lékum okkur flest öll sumarkvöld í brennó, teygjó, fallin spýta, yfir, löggur og bófar og fleiri leikjum. Við fórum líka í þessa leiki í frímínútum alveg fram í 7.bekk. En með tilkomu leikjatölvunnar þá velja krakkarnir frekar hana heldur en að vera úti á sumarkvöldunum (ekki nema þau fari á ímyndunarfylleríi eða eitthvað). Reyndar átti ég Amstrad tölvu en hún telst nú ekki beint til líkingar við Playstation…...

Re: Vinir í nýjum myndum

í Gamanþættir fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Smá tilgangslaus viðbætir: Jennifer Aniston leikur ólétta konu í þessari mynd, kannski að sögur um að hún sé ólétt hafi sprottið upp vegna þessa? Kveðja, P.

Re: Heimskuleg könnun

í Börnin okkar fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Svo ekki nóg með að þetta er heimskuleg könnun, heldur er hún morandi í villum. Ég tel mig nú semja ágætis kannanir en samt hafa þær ekki allar verið samþykktar. Ég er þó með stafsetningu og málfar í lagi og geri aldrei sömu kannanirnar (svo dæmi séu tekin: Djammið; þar eru þær allar eins bara misjafnlega orðaðar). Ég skil ekki þessa ritskoðun af því þetta er ekki eina rugl könnunin sem send hefur verið inn. Kveðja, P.

Re: Ross og Rachel að eignast barn?

í Gamanþættir fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Ég las um þetta líka og það sást til hennar vera að kaupa þungunarpróf og antikskiptiborð einhversstaðar (hver færi að kaupa skiptiborð og þungunarpróf í sömu ferð???). Reyndar er hún að fara að leika í mynd sem ég man því miður ekki nafnið á, en hún á að leika ólétta konu þar…ætli hún lifi sig ekki bara svona inn í hlutverkið? Í viðtali við Brad Pitt í janúar sl. sagðist hann ekki vera tilbúinn fyrir föðurhlutverkið og það væri ekkert á döfinni hjá þeim að fjölga mannkyninu en Jennifer...

Re: Nýja tískan er ljót

í Tíska & útlit fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Mér finnst 80´s tískan ljót og hallærisleg en ég dýrka 70´s tískuna. Það mætti samt minnka þetta glans og glimmer dótarí örlítið. Það er líka rosalega mikið um boli með glimmerstöfum og fáranlegum setningum á og einnig virðist England vera mikið í tísku núna (bolir, vesti og peysur sem líta út eins og breski fáninn). En það er hérna í DK, ég veit ekki hvernig þetta er á Íslandi. Gallaefnin eru líka mikið í tísku hérna og mér finnst það fínt, og mér finnst allt beige og gyllt í fatnaði...

Re: danspistill

í Djammið fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Ég myndi bara halda mig við Thomsen. Þeir eru duglegir við að flytja inn DJ´s og ég las á reykjavik.com að næturklúbburinn Cream ( einn stærsti og virtasti klúbbur Evrópu-staðsettur í Liverpool UK) kemur til með að halda viðburði annaðhvert föstudagskvöld á Thomsen í sumar og ef vel gengur þá efast ég ekki um að það verði meira. Það er búið að staðfesta að plötusnúðarnir Paul Bleasdale, Steve Lawler, Paul Kane, Seb Fontaine, Tall Paul og Timo Maas koma til með að spila á Thomsen. Kíktu bara...

Re: Munurinn á konum og körlum í sturtu!

í Húmor fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Vá, hvað þetta var skrýtið. Ég fékk þetta sent í pósti í gær og var einmitt að senda þetta áðan en tölvan hrundi bara og ég held að þetta hafi ekki komist í gegn (vona ekki-þá halda allir að ég sé eins og hulda stigasafnari :) En þetta er samt snilld og ég hló eins og vitleysingur þegar ég las þetta þegar kallarnir fara í sturtu en mér finnst hitt ekki alveg jafn fyndið þrátt fyrir að ég sé kona.. Kveðja, Pernilla

Re: Hverjum ertu líkastur ?

í Gamanþættir fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Ég tók prófið og ég líkist litla kjúklingnum sem Joey keypti þegar hann var í ástarsorg… Svona ykkur til fróðleiks þá er þessi Zulu stöð eins konar Skjár1 hérna í Danmörku, allavega að mínu áliti. Bara að fræða ykkur! Kveðja, Pernilla

Re: Stelpur og tölvuleikir ...fordómar eða?

í Tölvuhlutverkaleikir fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Ég spila nú bara Sims..og Championship Manager…í PC náttúrulega en svo dýrka ég Playstation tölvuna mína og þar hef ég malað margan manninn í leiknum Tekken (gömlu og nýjasta leiknum). Svo finnst mér Warcraft og Age og Empires ágætir en hef því miður ekki náð nógu góðum tökum á þeim ennþá til að geta malað kærastann minn! Kveðja, Pernilla

Re: Ösku(r)dagur, þakkargjörðardagur ofl....

í Deiglan fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Þessi siður er reyndar danskur og hefur verið í mörg ár á Íslandi. Dagurinn kallast Fastelavn og snýst um að slá köttinn úr tunnunni og flengja alla og éta bollur með rjóma/sultu/súkkulaði. Danir eru reyndar svo sniðugir að hafa daginn á sunnudögum (öskudag ber alltaf upp á miðvikudag)því þá eru flest fyrirtæki lokuð í DK. Krakkarnir syngja alltaf sama helv..lagið “Fastelavn er mit navn” og klæða sig upp í búninga og útbúa dunka sem þau heimta að fá nammi eða smápeninga. Yfirleitt fá þau...

Re: Pfeiffer sjúkdómur!!

í Börnin okkar fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Æi, ég sá myndina af honum á mbl.is Litla greyið og svo er þetta svo erfitt líf fyrir hann og svo auðvitað foreldra hans líka. Þau vísuðu á síðu um litla stelpu í USA sem hefur þennan sjúkdóm en ég komst ekki inn á hana. Það kemur bara að hún sé ekki til. Hefur þú kíkt á hana? En myndin af honum snerti mig óskaplega, hann er með vatnshöfuð, útstæð augu, klofinn hrygg, samvaxna höfuðkúpu, augn-og heyrnartaugar eru klemmdar og svo eru öndunarvegir svo þröngir að hann á erfitt um andardrátt....

Re: Öskudagur - kennum börnunum

í Börnin okkar fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Þessir siður er komin frá Danmörku og þar var hann haldinn sl. sunnudag (25.feb). Hann kallast Fastelavn og það snýst mikið um að slá köttinn út tunnunni. Síðan búa allir til Fastelavn skraut s.s trjávendi og skreyta þá með nammi, pappír o.fl eða nota bara gamla góða rykvöndinn. Krakkarnir klæðast upp í búninga, mála sig og búa sér til bauka og/eða dollur. Fastelavn sem er svartur köttur er tákn dagsins. Bakaðar eru bollur með rjóma, súkkulaði og sultu og krakkarnir fara síðan í búningunum...

Re: Perry aftur í meðferð

í Gamanþættir fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Ég held að þetta sé nú satt, ég rakst á þessa grein á mbl.is í dag: Háður verkjalyfjum? Vinurinn Matthew Perry, sem fer með hlutverk Chandlers Bings í sjónvarpsþáttaröðinni Friends, hefur skráð sig inn á meðferðarstofnun að læknisráði. “Matthew ætlar sér að klára meðferðina til þess að hann geti haldið áfram að uppfylla þann draum sinn að skemmta fólki og framkalla hjá því hlátur,” sagði Lisa Kasteler, talsmaður leikarans. “Hann kann að meta umhyggjuna og þakkar fyrir að fá að vera í næði.”...

Re: Staðreyndir um kvenfólk og karlmenn!

í Rómantík fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Kæri Stefanov! Að sjálfsögðu þekki ég öðruvísi fólk en þú, við erum ekki öll eins. Ég verð nú bara að segja að ég dáist að þér fyrir að vera ekki eins og allir karlmennirnir sem ég þekki. Reyndar hef ég sjálf áhuga á fótbolta og ætla mér meira að segja að skreppa á Old Trafford í haust en það er ekki til umræðu hérna og kemur málinu ekkert við. Karlmennirnir í lífi mínu (vinir, fyrrverandi kærastar, unnusti, pabbi og bræður) hugsa um ekkert nema fótbolta, Liverpool og Man Utd. Þeir grenja...

Re: Apinn Marcel

í Gamanþættir fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Til þeirra sem geta ekki látið vera að bögga allar greinar sem eru þeim ekki að skapi! Því miður er ég ekki skyggn og get því ekki lesið hugsanir fólks. Mér fannst bara vanta einhverja aðra umræðu heldur en hvað þættirnir eru orðnir leiðinlegir, hvað allt þetta brúðkaupsbasl er mikið vesen og hvað Monica sé pirrandi, Chandler breyttur í útliti, Joey og Pheobe heimsk, hárið á Rachel og Ross.. ja er bara Ross. Greinin hafði skýran titil: Apinn Marcel og þið hefðuð náttúrulega getað látið vera...

Re: Staðreyndir um kvenfólk og karlmenn!

í Rómantík fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Þessa grein ber ekki að taka mjög hátíðlega. Ég sagði hvergi né það stóð í greininni að ALLIR karlmenn væru svona. Reyndar ert þú einsdæmi í mínum huga af því flestir karlmenn sem ég þekki elska fótbolta og vita varla hvað tilfinningar eru (ekki nema þá hin fræga sælutilfinning=fullnæging). Ef þú hefur séð Hellisbúann þá myndir þú fatta hvað þessi grein er um!! Pernilla

Re: Spurning til mæðra og verðandi mæðra..

í Börnin okkar fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Ég held að Þumalína (í Pósthússtræti 13) selji svoleiðis en það er allavega ein búð í miðbænum sem sérhæfir sig í fatnaði fyrir óléttar konur en endilega leiðréttið mig ef þetta er rangt (það er svolítið síðan ég var á Íslandi :). Gangi þér vel, Pernilla

Re: Pirrandi

í Börnin okkar fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Ég er svo sammála þér, Krusindull. Og það eru ekki bara fötin sem eru dýr, heldur líka barnaskórnir, t.d keypti ég kuldaskó á strákinn minn um daginn í Magasin (þið munið að ég bý í Danmörku :) og það er mjög vönduð en dýr búð (þetta er svona deildabúð á 5 hæðum) og þeir voru á útsölu á 2990 ÍSK en áttu að kosta 5390 ÍSK. Þið hugsið eflaust hvað ég hefði verið að hugsa að fara í dýrustu búð bæjarins en málið var að þeir auglýstu 30-70 % afslátt af ýmsum vörum og ég hélt náttúrulega að ég...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok