Staðreyndir um kvenfólk og karlmenn! Hérna kemur eitt dæmigert copy/paste dæmi en ég varð að leyfa ykkur að lesa þetta.
Þetta er bæði fyndið og dagsatt en ég veit að ég fæ örugglega árásir á mig fyrir að vera kvenremba eða eitthvað álíka en þetta er nú frjálst land!
Tekið af Speglinum á Visi.is:

Dagbók kærustuparsins

Kynjamunur er mikill. Þegar lagst er á koddann og hugsað er um afdrif dagsins endurspegla hugsanir konu og manns e.t.v. þann mun en hér fer lítið dagbókarbrot frá dæmigerðu pari sem sýnir þennan mun vel…
SIGGA:
Kærastinn minn var í dálítið furðulegu skapi þegar ég hitti hann á kránni og ég hélt það væri vegna þess að ég var dálítið sein, en hann sagði svo sem ekkert um það. Samtalið var erfitt og gekk hægt, svo mér datt í hug að fara á lítinn veitingastað svo við gætum talað einslega saman. Við fórum á mjög góðan veitingastað, en hann var enn frekar þögull og það var alveg sama hvað ég gerði til að hressa hann við. Ég var farinn að halda að það væri eitthvað að mér. Ég spurði hann, en hann sagði nei. En ég er bara alls ekki viss.

Jæja, í leigubílnum á leiðinni heim til hans, þá sagði ég honum að ég elskaði hann og hann bara setti handlegginn utan um mig. Ég veit ekki hvað það átti að þýða, því hann sagði ekki það sama við mig eða neitt. Loksins komumst við heim til hans og ég var farinn að halda að hann ætlaði að segja mér upp! Ég reyndi að spyrja hann um það, en hann kveikti bara á sjónvarpinu. Að lokum sagði ég að ég ætlaði að fara að sofa. Eftir svona tíu mínútur kom hann líka í rúmið og við elskuðumst.

En hann virtist samt dálítið annars hugar svo að eftir á langaði mig helst að fara bara. Ég bara lá þarna og var að velta fyrir mér hvað væri eiginlega að. Hef ég gert eitthvað sem fer í taugarnar á honum? Ætli ég sé bara farin að fara í taugarnar á honum? Ætli honum finnist ég hafa eitthvað fitnað? Ætli honum finnist ég vera leiðinleg og pirrandi? Æ, ég veit bara ekki lengur hvað hann er að hugsa. Ég meina, ætli hann sé farinn að vera með einhverri annarri?

JÓNAS:
Ferlegur dagur í vinnunni. Þreyttur. Fékk samt drátt.

Nokkur atriði sem aðeins konur skilja

… að það er nauðsynlegt að eiga fimm pör af svörtum skóm
… muninn á beinhvítu, kremuðu og “off-white”
… að það er gott að gráta
… að föt geta “fitað” mann
… að flestar baðvogir eru mjög vanstilltar
… að það getur verið mjög erfitt að finna góðan eiginmann en nánast vonlaust að finna góðan hárgreiðslumann
… hvers vegna símtal milli tveggja kvenna getur ekki verið styttra en tíu mínútur
Og síðast en ekki síst:
… aðrar konur!

Nokkur atriði sem karlmenn óska þess að konur gætu skilið:


… að grátur er mútur
… það þýðir ekki að gefa okkur eitthvað í skyn, biddu um það sem þig vantar
… láttu ekki klippa þig. ALDREI
… þú átt of mörg skópör
… ef þér finnst þú of feit, þá ertu það sennilega, en ekki spyrja mig
… Kristófer Kólumbus þurfti ekki að spyrja til vegar, ekki ég heldur
… þetta með klósettsetuna, lærðu að lifa með því, ef hún er uppi, sett´ana þá niður.
… já, eða nei eru svör sem henta mér ágætlega
… laugardagur=fótbolti


Þið vitið að þetta passar við okkur flest, ef ekki öll!
Kveðja,
Pernilla