Ég ákvað að rjúfa þögnina á þessu áhugamáli.

Margmiðlunarskólinn er útkoman úr samvinnu Rafiðnaðarskólans og Prenttæknistofnun. Ég var einn af fyrstu nemendunum í þessum skóla og var á eins árs brautinni. Einungis 4 mánuðum eftir að við byrjuðum var boðið upp á ennþá betra og stærra námskeið í þessu. Við vorum eins og tilraunadýr sem sköffuðum pening svo að skólinn gæti byrjað af alvöru.

Námið var misjafnt og sama gildi um kennarana. Námið er frekar basic og fer mjög grunnt og þegar ég meina grunnt þá meina ég grunnt. Bækurnar voru textbook examples af dæmigerðum textbooks. Bækurnar komu frá framleiðenda forritsins og voru þess vegna ekki mjög hlutlausar bækur. Man eftir að við fengum ljósrit af Photoshop bókinni en ekki bókina sjálfa. það var ekki fyrr en 3/4 af námskeiðinu var lokið að við fengum alvöru bókina. Macromeda bækurnar voru ágætar en til dæmis director bókin fór mjög grunnt í Lingo sem er forritunarmálið í Director. Þetta voru eintómar æfingar, þannig að maður lærði í raun ekki neitt fræðilegt, heldur bara hvernig átti að gera ákveðna hluti. Sumir kennararnir voru hræðilegir en aðrir voru afburðagóðir. Ekki ætla ég að nefna nöfn nema á þeim sem á heiður skilið, en það er hann Gísli, tækniteiknari, hjá Onno(<a href="http://www.onno.is“>Onno.is</a>) Hann var góður og hress kennari sem vildi bara það besta. Margir í mínum bekk eru meira en sammála mér um þennan hlut.

Oft fengum við verkefni sem við áttum að klára fyrir ákveðinn tíma, en oftast var ekki hægt að gera verkefnin nema á vélum í skólanum. Ósveigjanlegur opnunartíminn var óþolandi og efast ég ekki að margir hafa tekið sér og náð í warez útgáfur til að klára á tíma.

Vélbúnaðurinn var misgóður. Skjárinn var fínn, örgjörvinn, vinnsluminnið, harði diskurinn(SCSI) og það var fínt en þeir notuðust við TNT 1 með 16 mb vinnsluminni sem er í raun algjört bull. Klippikortið var fínt en forritið sem fygldi með var frekar leiðinlegt. Hljóðkortið var hin hreinasta skömm og svo headphoninn sem maður var að vinna með voru enn verri. Músin og músarmotturnar voru það lélegar að maður barðist við þær talsvert mikið. Einhverjar drasl mýs úr tæknival sem þeir hafa fengið meðfylgjandi. Sama gildir um lyklaborðin en þau voru fáránlega sveigjanleg. Eitthvað plasthelvíti sem var mjög lélegt. Það var ekki fyrr en 1-2 mánuður var eftir að við fengum optical mýs(microsoft) en þær voru frekar lélegar(eflaust ódýra útgáfan).

Ég fékk eitt sinn póst á huga frá manni sem hafði áhuga á þessum skóla, eftirfarandi var svarið mitt þá:
</i>
Ef þig langar í ”highly professional“ þekkingu, þá er þessi skóli ekkert rosalega spes. Að vísu skal ég nefna að ég tók eins árs námið, námið sem var áður en sem er núna. Ég var í svokallaða prufuhópnum og var ýmislegt sem hefði mátt vera betur. Ég var 3 daga vikunnar í námi. Núna er það 5 daga vikunnar og gjaldið og tímabilið hefur tvöfaldast.

Kennt var á:
Photoshop: sæmileg kennsla, en það var ekki mikið farið í atvinnulegu hliðina. Fólk var látið í raun fara í gegnum tutorials í bókinni ”adobe Photoshop, classroom in a book“ ef ég man rétt.

Freehand:
Við fengum Macromedia Freehand Authorized og var farið í gegnum hana eins og páfagaukalærdóm. Ekkert einstakt við það.

3D Studio Max:
Skásti parturinn af öllu. Ekki er farið í ýtarlega módel gerð en grunnurinn er kenndur og það hjálpar manni gífurlega seinna meir. Kennarinn hét Gísli og var einstaklega skemmtilegur og mjög fínn kennari.

SoundForge:
Einn tími og var í grunnatriðum bara fikt.

Speed Razor: Illa farið í allt og leiðinlegt forrit.

Adobe After Effects:
Allt í lagi en það var einungis farið í fyrstu 3-4 æfingarnar í bókinni. Mjög takmarkað.

Macromedia Director:
Farið í grunnatriðin en kennslan varðandi Lingo(forritunarmálið í Director) var mjög takmarkað.
</i>


Ég var auðvitað í byrjunarnáminu sem kostaði ”einungis" 560.000 spírur. Mér var boðið að halda áfram með afslætti en afþakkaði það. Mig langar í professional þekkingu en ekki titill sem gerir mér ekkert gagn.

Þetta er auðvitað mín skoðun og gaman væri að heyra skoðun annarra sem eru jafnvel í 2 ára náminu núna. Eitt verð ég samt að vara við og það eru þessar svokölluðu breytingar. Skólinn er alltaf að lofa breytingum en þær koma hægt og aldrei nógu fljótt. Eftir nokkur ár mun þessi skóli vera búinn að öðlast sæmilega þekkingu til að geta kennt á samkeppnishæfan máta.
[------------------------------------]