Þetta er að gera mig bóksaflega brjálaða.
Ég fór í kringluna af því að veðrið er ekki uppá sitt besta og ætlaði að fara að kaupa peysur á stelpuna mína því hún er vaxin uppúr nánast öllum peysunum.
En hvað ég fór í hagkaup og það var nánast ekkert til og það litla sem var til í stærð 86 var blátt og svo strákalegt að ég fór aftur út tómhent og fór að skoða aðrar búðir fyrst ég var komin þangað og mér blöskraði hvað ein peysa kostar 2000 kr. að minnst kosti. Í einni búðinni var ekkert sérstök peysa en kostaði 2995 kr. og ég snéri strax við og fór út. Þetta kalla ég ekki munaðarvöru en samt er þetta svona dýrt.
Fólk á sjálfsagt eftir að segja að ég sé nísk en barnið notar þetta bara í svo stuttan tíma að maður tímir ekki að eyða heilu þúsundköllunum í þetta.
Hvað finnst ykkur um verðlag á barnafatnaði?
Kveðjur,
Krusindull