danspistill Hvað er þetta með íslenska djamm/dans menningu? Hefur fólk engann áhuga á því að fara á klúbbinn til að dansa eins og brjálæðingar.

Þetta virðist stija svo fast í íslenskri “hösl” menningu hérna að þáð má varla hreyfa sig á dansgólfinu því þá gæti hárgreiðslan farið í rugl. Shit, það er náttúrulega ekki nógu cool.

Ég stóð við dansgólifð á Astró um daginn og horfði yfir hreyfingarlaust fólkið á dansgóflinu í smá stund. Ég skildi ekki hvað fólkið var að gera þarna. Það stóð þarna… horfði vandræðilega á hvort annað og dillaði sér lítillega. Tónlistin? FM-957 frá A til Ö. Það væri alveg eins hægt að stilla á útvarpið og senda plötusnúðinn heim. Þegar tónlistinn var búin, sagði enginn neitt, heldur gengu allir rólega út, nokkuð sama um allt. Enda engin ástæða til að örvænta, þar sem vel flestir sekemmtistaðir á íslandi eru eins. Þegar einn lokar tekur annar alveg eins við.

Ég hef talsvert oft rambað inn á klúbba og dansútihátíðir erlendis. Verið vitni af ótrúlegu andrúmslofti. Þar sem fólk sleppir sér gjörsamlega. Ganga inn á skemmtistað, þar sem veruleikinn úti er bara gelymd minning. Það er hið eðlilegasta mál þegar maður flakkar um öll þessi blessuðu lönd í okkar Evrópu að skemmtistaðir eru svona. Framþróunin er mikil. Breytingarnar ári til árs. Metnaður í plötusnúðum. Ef þetta er svona í allri evrópu, af hverju er þetta ekki til hér. Næst þegar þið farið til t.d. Bretlands, reynið að finna einhvern Astró, Sportkaffi, Skuggabar, Café Viktor, Café Reykjavík og hvað þetta heitir allt saman. Reinið líka að finna hljómsveitir eins og verið er að troða í eyrun á okkur Íslendingunum.

Þegar ég tala við fólk um þetta þá virðist það vera hrætt við þetta. Þora ekki að fara inn á svona staði, þar sem ímyndin virðist vera að djöfullinn sé að þeyta skífum, og rauði púkinn með nálina bíði eftir manni inni á klósetti. Halda að þetta sá bara svona “underground” fyrir einhverja… ja… ég veit ekki hvað. Þvílíkir fordómar sem maður heyrir. Jæja, ég ætla að leirétta það núna. Það fyndnasta við þetta er að mjög mörk lög sem maður heyrir á þessum “reifum” sem maður fer á enda hér í útvarpinu. Allavega þegar mónó var og hét hér áður. Lög eins og Delerium - Silence, Darude - Sandstorm, Safri Duo - Played Alive (eða “trommulagið” sem er að gera allt vitlaust um þessar mundir) og mörg önnur.

Blade Theme anyone…?

Ég er búinn að fá mig full saddan af þessu veseni. Hvað segið þið um þetta mál? Er ekki markaður fyrir svona stað hérna?

P.s. ef þið vitið um svona stað, látið mig endilega vita.