Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Diffrun í veldi

í Skóli fyrir 14 árum, 5 mánuðum
svo er náttúrulega líka hægt að reikna út úr sviganum: x(2x-3)^3 = x*(2x-3)(2x-3)(2x-3) = 8x^4 - 36x^3 + 54x^2 - 27x það er barnaleikur að diffra þetta :) Það oft gott að kunna fleiri en eina aðferð svo maður geti notað báðar og borið saman svörin (þau eiga að vera eins).

Re: Rafiðngreinar

í Skóli fyrir 14 árum, 5 mánuðum
Ef maður menntar sig núna, þá hefur maður menntunina þangað til maður deyr. Kreppunni lýkur vonandi töluvert áður en að það kemur að því. :) Þetta er að mínu mati mjög góður tími til að mennta sig, því það er ekki um auðugan garð að gresja við að fá atvinnu (og það á öllum líkindum eftir að breytast).

Re: javac vesen

í Forritun fyrir 14 árum, 5 mánuðum
1. próaðu að skrifa “javac -version” í terminal. ef þú ert ekki með 1.5 eða nýrra þá held ég að scanner klasinn virki ekki. (ég er með java 1.6.0_15 í Snow Leopard) 2. Ef það er ekkert javac í tölvunni þarftu að installa developers tools (eða xcode man ekki hvort að heitir) af mac os x install disknum. (mögulega geturu sótt það ef netinu, mögulega með fink eða mac ports). 3. .java skráin heitir verður að heita það sama og aðal klasinn í skránni. Ég gat compilað og keyrt eftirfarandi kóða sem...

Re: Hvar er best að fara á byrjendanámskeið í Karate?

í Bardagaíþróttir fyrir 14 árum, 5 mánuðum
Takk kærlega fyrir þessa ábendingu. Ástæðan fyrir að ég spurði bara um þessi tvö félög var að þangað var styst að fara, og nennti ekki að ferðast lengra.

Re: Nafnasamkeppni fyrir mma gym ármúla 1

í Bardagaíþróttir fyrir 14 árum, 6 mánuðum
Múla MMA (MMMA) eða Mega Awesome MMA (MAMMA) annars finnst mér „Bardaga Félagið“ líka svolítið töff.

Re: Berklee College Of Music

í Hljóðfæri fyrir 14 árum, 6 mánuðum
Ég veit að margir af kennurunum í FÍH hafa lært þar.

Re: Pæling með gítar

í Hljóðfæri fyrir 14 árum, 7 mánuðum
Það er nú ekki það mikið mál að skipta um strengi í floyd rose, þó það sé meira mál en venjulega. Maður þarf að klippa bullettið af strengnum, losa skrúfuna í endan, koma strenginum fyrir og herða skrúfna svo aftur.(í staðin fyrir að draga strenginn bara í gegn). Maður þarf ekkert að fikta í gormunum eða neitt þannig. (ekki nema önnur floyd rose séu flóknari en það sem ég á, (floyd rose classic minnir mig að það heiti)).

Re: Leikjaforritun C++ / C#

í Forritun fyrir 14 árum, 7 mánuðum
Eve er líka að hluta til skrifuð í C++ (ásamt python) C++ er gott forritunarmál sem þú átt örugglega ekki eftir að sjá eftir að hafa lært. python er líka rosalega gott og þægilegt forritunarmál en ekki jafn hraðvirkt (en það skiptir ekkert alltaf svo miklu máli eins og var búið að segja). pygame ( http://www.pygame.org/ ) er kannski eitthvað sem er vert að tékka á þegar þú ert búinn að ná tökum á málinu, sjálfur hef ég enga reynslu af pygame (en slatta reynslu af python).

Re: Síðustu metrar Gunnars Nelson að svarta beltinu

í Bardagaíþróttir fyrir 14 árum, 7 mánuðum
Hann þarf bara að æfa sig betur í hlutkesti og þá er hann kominn með þetta.

Re: Tölvunarfæði við HÍ

í Forritun fyrir 14 árum, 7 mánuðum
Eins og þú segir, þá er mælt með því að taka 21 einingu í stærðfræði og það er ekki af ástæðulausu. Ef þú ert bara með 5 eða 6 einingar í stærðfræði er ekki einu sinni víst að þú fáir inngöngu í háskóla í tölvunarfræði. Gætirðu ekki skipt um braut eða kjörsvið eða valið stærðfræði í val eða eitthvað? (jafnvel skóla, ef þú ert í bekkjarkerfi og það er of seint að skipta um bekk) Það væri örugglega ekkert vitlaust að spjalla við námsráðgjafann í skólanum þínum og segja að þú hafir áhuga á að...

Re: Gunni Nelson fær svarta beltið frá Renzo Gracie

í Bardagaíþróttir fyrir 14 árum, 7 mánuðum
Hann hefur allavega líklegast fengið einhvern pening fyrir námskeiðin sem hann hélt í Mjölni fyrir stuttu :)

Re: Enn hrakar Ólympísku Júdoi

í Bardagaíþróttir fyrir 14 árum, 8 mánuðum
Eru öll júdófélög keppnismiðuð og æfa ólympískt keppnis júdó eða eru þau mis keppnismiðuð? (svipað og karatefélög eða japanskt ju jitsu félög, þar sem sum félög hafa meiri áherslu á sport karate eða sport ju jistu heldur en önnur). Mig hefur svolítið lengi langað að prófa að æfa júdó, en hef ekkert voða mikinn áhuga á keppnismiðuðum æfingum.

Re: DIY hljóðfæratengt dót

í Hljóðfæri fyrir 14 árum, 9 mánuðum
ég hef smíðað big muff clone og marshall guvnor klón. báðir virka vel

Re: Forritunar keppni 1

í Forritun fyrir 14 árum, 11 mánuðum
Tek undir þetta. Hvernig fór þetta? Var bara ég sem skilaði inn lausn? Væri kannski ágætis hugmynd að lengja frestinn til að skila inn lausn, bæta við ca mánuði (það er mánuði frá því að það er ákveðið að lengja frestinn) og kannski pósta þessu upp á nýtt eða vekja einhvernvegin athygli á þessu aftur? Ég gæti alveg trúað að fleiri hafi haft áhuga en ekki ráðið við tímamörkin (t.d. sökum anna, eða sökum þess að þeir sáu þetta ekki nógu snemma).

Re: Hvernig skal gera Netvafra í Visual Basic

í Forritun fyrir 15 árum, 1 mánuði
Við hverju öðru er hægt að búast frá notenda sem kallar sig billgates heldur en grein um microsoft hugbúnað. :)

Re: ,,The Corbomite Maneuver

í Sci-Fi fyrir 15 árum, 1 mánuði
Ég hef einmitt pælt í þessum „Beam me up scotty“ og man ekki eftir að hafa heyrt þau oft.. Ég man eftir að kirk eða spock sagði einu sinni. Beam us up Mr. Scott. (kannski beam me). En mig minnir að í fjórðu myndinni hafi línan „Beam me up Scotty“ (eða beam us) komið fyrir.

Re: Lausn á atvinnuleysinu

í Deiglan fyrir 15 árum, 1 mánuði
Tilvitnun: Ég held að það sé nærri lagi að þetta tryggi að 95% fólksins fá aðeins hærri laun meðan hin 5% verða atvinnulaus. kjaftæði, nú ertu að reikna með því að 95% þjóðarinnar séu að vinna láglaunavinnu. Það er alls ekki staðan. Flestir Íslendingar eru að vinna fyrir laun sem eru LANGT yfir lágmarkslaunum. Lestu aftur það sem kom beint á eftir þessari tilvitnun. Ég biðst afsökunar á að hafa gleymt að loka sviganum en hér er það sem ég sagði á eftir þessari tilvitnun feitletrað: Ég held...

Re: Lausn á atvinnuleysinu

í Deiglan fyrir 15 árum, 1 mánuði
Tilvitnun: árin ca 2004-2007 [...] voru ekki margir sem sóttu um störf á leikskólum á Íslandi á því tímabili. Hækkuðu laun leikskólakennara? Nei, en mannekla varð alvarlegt vandamál á leikskólum. Enda eru þeir flestir Ríkisreknir. Og það er einmitt ríkið sem borgar rosalega mörum lágmarkslaun… Tilvitnun: Lágt atvinnuleysi er þegar atvinnulaustfólk sem vill fá vinnu fær vinnu sæmilega auðveldlega, og hátt atvinnuleysi sé þegar það er mikið af atvinnulausu fólki sem vill fá vinnu á mjög erfitt...

Re: Lausn á atvinnuleysinu

í Deiglan fyrir 15 árum, 1 mánuði
Þau ættu bara að semja við sinn atvinnuveitanda eins og hver annar. Þetta tryggir fólki ekkert ákveðin laun. Lágmarkslaun og kjarasamningar eru einmitt til þess að fólk þurfi ekki að hafa áhyggjur af því að semja um launin sín sjálft. Hvor heldur þú að sé betri í að semja um laun og hafi betri samningsstöðu, atvinnulaus manneskja eða einstaklingur sem vinnur við að semja um laun? (það er að sjálfsögðu sá sem vinnur við að semja um laun ef það er ekki augljóst). Það er hægt að líta á...

Re: Lausn á atvinnuleysinu

í Deiglan fyrir 15 árum, 1 mánuði
Við fyrrihlutanum: Framboð og eftirspurn eru þau öfl sem segja til um verð á markaði. Ef að peysa kostar 10.000 kr þá þarf það ekki endilega að vera verðmætasköpun þess sem prjónar hana. Ég var ekki að sýna fram á hvert væri markaðsverð peysunar útfrá verðmætasköpun þess sem lagði vinnu í hana. Ég var að sýna fram á hvernig mætti meta verðmætasköpun vinnumannsins væri út frá markaðsverðinu á afurðinni sem hann framleiddi (sem ég gaf mér að væri 10 000 kr. sem dæmi). Framboð og eftirspurn...

Re: Lausn á atvinnuleysinu

í Deiglan fyrir 15 árum, 1 mánuði
Ég skal vera sammála þér að ef lágmarkslaun yrðu afnumin þá myndi atvinnuleysi að öllum líkindum minnka svo um munar. Hinsvegar finnst mér það vera full hátt verð fyrir þann ávinning. Ég held að þú verðir að skoða þetta í aðeins víðara samhengi. Þú ert þarna búinn að sjá stóran galla sem fylgir lágmarkslaunum og til að verða ekki fyrir áhrifum þessa galla villtu afnema þau. Mér finnst það soldið svipað og að fatta að rafmagnsnotkun hefur í för þann galla að maður verður að borga...

Re: Forritunar keppni 1

í Forritun fyrir 15 árum, 1 mánuði
Mín lausn nær slatta meira 90 milljón cell á sek, en það er á 3 ára tölvu en ekki 450 MHz pentium3. Ég sá ekki þessa keppni fyrr en á laugardaginn og sendi því ekki inn lausnina fyrr en í gær :(

Re: Lausn á atvinnuleysinu

í Deiglan fyrir 15 árum, 1 mánuði
Tilvitnun: Það eru samt ekki öll störf þannig að það sé auðvelt að setja verðmiða á verðmætasköpun. Markaðurinn setur verðmiðana. Þú þarft ekki einu sinni að hafa áhyggjur af þessu. Umönun og kennsla er þjónusta rétt eins og hver önnur, þar er greiðandi eins og alls staðar annars staðar og það er verð sem þarf að borga, rétt eins og alls staðar annars staðar. Helduru að skóla og heilbrigðiskerfið sé ókeypis? frítt? Þetta er risastórt batterý sem er rándýrt í rekstri. Tilvitnun: Hvernig...

Re: Lausn á atvinnuleysinu

í Deiglan fyrir 15 árum, 1 mánuði
Það eru samt ekki öll störf þannig að það sé auðvelt að setja verðmiða á verðmætasköpun. Það eru ekki öll störf þannig að þau framleiða vöru (eða þjónustu) sem er á endanum seld til kaupanda sem greiðir ákveðið markaðsverð fyrir vöruna. Mikið af lágmarkslaunastörfum eru t.d. ummönnun aldraðra og þroskaheftra og kennsla barna. Hvernig ætlaru að setja verðmiða á hversu mikil verðmæti leikskólakennari býr til á klukkustund? Síðan eru lágmarkslaunum auðvitað stýrt með hliðsjón af...

Re: Vantar sínus, cósínus og tangens tutorial

í Forritun fyrir 15 árum, 2 mánuðum
skoðaðu http://www.cplusplus.com/reference/clibrary/cmath/ föllin reikna cos, sin og tan af radiönum en ekki gráðum. math.h skilgreinir líka fullt af föstum sem þú getur notað (getur séð þá í sjálfri math.h skránni) #define M_E 2.71828182845904523536028747135266250 /* e */ #define M_LOG2E 1.44269504088896340735992468100189214 /* log 2e */ #define M_LOG10E 0.434294481903251827651128918916605082 /* log 10e */ #define M_LN2 0.693147180559945309417232121458176568 /* log e2 */ #define M_LN10...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok