Lausnin: afnemum lágmarkslaun.

Lágmarkslaun er regla sem hljómar saklaus og í raun frekar falleg við fyrstu hugsun. Að allir hafi rétt á lágmarks upphæð fyrir sína vinnu.
En þó átta sig fæstir á því hvað þessi lög hafa í för með sér. Menn sjá sýnilegu, jákvæðu áhrifin, en ekki ósýnilegu neikvæðu áhrifin.

gefum okkur 10 einstaklinga sem eru 1000kr virði á klukkutíma, þ.e. að verðmætasköpun þeirra á einni klukkustund eru 1000kr.

Síðan setjum við lög sem segja að engin skuli vinna fyrir minna en 2000 kr.
þessir 10 einstaklingar okkar fagna því allir, og kjósa með þessum lögum því þeir sjá fram á mikla launahækkun, umfram raunvirði þeirra.

Nokkru síðar er þó önnur staða í þessu litla samfélagi okkar. Helmingur einstaklinganna er með 2000 kr á klukkustund en hinn helmingurinn er orðinn atvinnulaus.

Þetta dæmi er auðvitað skáldað og ekki er hægt að taka mark á tölunum í því, en það endurspeglar þó raunáhrif lágmarkslauna á samfélag.

Atvinnurekendur eru ekki að fara að borga ódýru vinnuafli háar tekjur, þeir einfaldlega reka það í staðinn. Því er ekki verið að auka tekjur hjá lægstustéttum landsins, heldur einfaldlega verið að taka tekjur frá ákveðnum hluta lágstéttanna og láta hinn hlutann fá og skapa þar með enn meiri ójöfnuð.

Þegar Ríkið setur reglur um það hversu lága upphæð menn mega selja sig fyrir þá verður fólk að átta sig á því að innifalið í þessum reglur er að þeir sem eru minna virði en lágmarkslaunin fá einfaldlega ekki að vinna.

Og hvernig á það að hjálpa þeim sem neðstir eru í samfélaginu, að banna þeim að vinna?

Afnemum lágmarkslaun svo fyrirtæki í landinu geti aftur ráðið til sín fólk
Við erum alheimurinn, vaknaður til vitundar um sjálfan sig