Mig langar á byrjenda námskeið í karate og er að spá í hvort ég eigi að fara hjá Þórshamri eða Karatefélagi Reykjavíkur.

Þetta er það sem ég hef komist að:
Þórshamar er örlítið nær þar sem ég bý.
Námskeiðisgjöldin eru svipuð hjá báðum félögunum.
Hjá Karatefélagi Reykjavíkur fylgir galli með æfingagjaldinu.
Þórshamar er með æfingar þrisvar í viku (fyrir byrjendur allaveg) en Karatefélag Reykjavíkur tvisvar.
Í stundatöflu KFR eru lyftingasalstímar.
Svo skilst mér að félögin kenni ekki sama stílinn.

Hefur einhver einhverjar ráðleggingar um hvort félagið maður ætti að velja?