,,The Corbomite Maneuver ,,Captains log: Stardate 1512.2"

Stutt lýsing á atburðum þáttarins ( VARÚÐ, VÆGIR SPOILERAR ):
The Corbomite Maneuver er annar þátturinn af upprunalegu Star Trek þáttunum (ég tel fyrsta pilotinn ekki sem þátt nr.1). Hann byrjar á mjög hefðbundinn Star Trek máta, Enterprise hefur verið skipað á svæði sem ekkert annað skip frá jörðinni hefur áður ferðast og þetta svæði á að kortleggja. Allt í einu nálgast óþekktur hlutur skipið, ferhyrningslagaður og mjög litríkur. Kubburinn fer í veg fyrir skipið og hindrar það á leið sinni í hið óþekkta, kaptein Kirk lýst ekki á blikuna en reynir að útkljá málið friðsamlega. Ekkert vitsmunalíf virðist vera inni í kubbinum til þess að bregðast við Kirk. Kapteinninn ákveður að vaða áfram og láta þetta drasl ekki stöðva sig en kubburinn eltir skipið og sendir út hættulega geislun á Enterprise með hverri hreyfingu sem það gerir. Kirk hafði engan kost nema að skjóta fösurunum á kubbinn og sprengja hann upp. Ekki líður langur tími þangað til að miklu stærra skip mætir Enterprise og í þetta skipti mannað. Þetta skip hefur margfalt meiri eyðileggingarkraft en Enterprise og ekkert þýðir fyrir Kaptein Kirk að sýna mótstöðu í þetta skipti ef hann vill halda fólki sínu á lífi. Óvinaskipið tilkynnir Enterprise að mannkynið sé alltof frumstætt og hættulegt til þess að vera skilið eftir á lífi í geimnum, hann segir Kirk að hann og fólkið á Enterprise hafi 10 mínútur til þess að kveðja heiminn. Þrátt fyrir allar tilraunir Kirk til að útskýra fyrir óvinakapteininum Balok að manneskjur hafi þróaða og meðvitaða siðferðiskennd breytist ekkert og tíminn styttist í eyðileggingu skipsins. Þegar tíminn er nálægt því að vera liðinn bendir Mr. Spock Kirk á að eftir að leikmaður hefur verið mátaður í skák sé leikurinn búinn og það sé ekkert sem þeir geti gert. Kirk er ekki sammála og segir skák ekki vera rétta leikinn… heldur póker. Kirk sendir frábærlega blekkjandi skilaboð til Balok sem fær hann til þess að hugsa tvisvar um að ráðast á Enterprise. Balok ákveður að í stað þess að eyða Enterprise þá muni hann gera skipið upptækt og handsama áhöfnina, til þess sendir hann smærra skip til þess að draga Enterprise til heimaplánetunnar með hjálp dráttargeisla og stærra skipið fer í burtu, hann varar þó við að litla skipið sé með jafnmikinn eyðileggingarkraft og stóra. Á meðan skipið togar Enterprise áfram tekur Spock eftir því að mikið álag er á vélum skipsins til þess að draga það. Kirk ákveður stýra skipinu í öfuga átt í von um það að geta losnað frá skipinu. Eftir mikil erfiði tekst þeim að losna frá dráttargeislanum en taka eftir því að álagið sem þeir settu á litla skipið skildi það eftir í mjög slæmu ástandi, þau nema skilaboð frá því sem var beint til móðurskipsins sem segir að það þurfi nauðsynlega á hjálp að halda og að lífkerfin séu að bregðast. Samskiptarkona skipsins, Uhura segir Kirk að ólíklegt sé að móðurskipið hafa numið skilaboðin vegna þess hversu veik þau voru. Kirk ákveður í stað þess að flýja burt að fara til skipsins og hjálpa þeim sem þar eru til þess að víkja ekki frá þeim gildum sem hann sagði að mannkynið hefði þróast til að lifa eftir. Kapteinn Kirk, Dr. McCoy og Hr. Baily fara yfir á óvinaskipið þar sem þeir sjá margt óvænt.

Það sem gerir þennan þátt af Star Trek merkilegan framyfir annað er að í raun að allar aðalpersónurnar sem ættu eftir vera áfram í þáttunum voru í þessum þætti og það tiltölulega vel settar fram. Hinn ungi ensign Pavel Chekov kemur ekki í fyrsta skipti fram fyrr en í 2. seríu þannig að það er erfitt að innihalda hann þegar ég segi að allar aðalstjörnur þáttarins hafi komið fram. Hin fallega Uhura sást í þessum þætti í fyrsta skipti, leikin af Nichelle Nichols. Eins og sést í þættinum þá klæðist hún gulu pilsi en í þáttunum sem á eftir þessum komu klæddist hún rauðu og það verður að segjast að rauði liturinn fer henni mun betur. Í fyrri þættinum var Sulu, leikinn af George Takei, eðlisfræðingur skipsins og klæddist blárri peysu en í þessum þætti var hann fluttur í hlutverk stýrimanns og settur í gula peysu. Uhura og Sulu eru svosem engin stór hlutverk í Star Trek, né gera þau mikið sem skiptir máli í söguþráðum þáttanna en þrátt fyrir það eru þau mjög mikilvægar persónur. Gene Roddenberry, skapari Star Trek, sá fyrir sér framtíðina án kynþátta- og kynjamismuna og í henni væru það fornar hugmyndir. Það er af þeim ástæðum sem honum fannst afar mikilvægt að fólk af báðum kynum og mismunandi kynþáttum mundi sjást reglulega í þáttunum. Mikilvægasta kynning á persónu í þessum þætti er óumdeilanleg, sú persóna er ekki tunglferðarstjórnandi heldur læknir… Hann er samviska og mannlegar tilfinningar holdguð, traustur vinur kapteinsins og oft á tíðum mjög andstæður skoðunum Spock í rökræðum… Hann er Dr. Leonard H. McCoy, leikinn af DeForest Kelley. Þessi úrilli læknir á fleiri slagara en nokkur önnur persóna í Star Trek:

http://www.youtube.com/watch?v=qJQwHwP0ojI
http://www.youtube.com/watch?v=xIHRGTSg3oY&feature=related
http://www.youtube.com/watch?v=bVhcB9ucmdg



Það er erfitt að gera upp milli þriggja meistaranna James T. Krik, Mr. Spock og Dr. McCoy og ég held ég geti ekki gert það en það er eitthvað ofursvalt við lækninn góða og hann heldur því út hvern einasta þátt og hverja einustu kvikmynd af Star Trek sem hann var í og það er eitthvað sem hvorki Leonard Nimoy né William Shatner gátu gert við sínar persónur, þá Spock og Kirk. Ég vil, áður en ég hætti að tala um Dr. McCoy lýsa yfir óánægju minni yfir almenna áhorfendanum og jafnvel hörðustu aðdáendum stöku sinnum fyrir það að skilja McCoy útundan, það er alltaf talað um tvíeykið Spock og Kirk en enginn virðist muna eftir þeirri snilldar persónu sem gerði svo mikið fyrir Star Trek, Dr. Leonard H. McCoy. Héðan í frá hvet ég alla til þess að tala um tríóið Kirk, Spock og McCoy en ekki tvíeykið. Ekki má gleyma skoska drykkfelda vélvirkjanum, Montgomery “Scotty” Scott, leikinn af James Doohan. Það er svosem ekki mikið um hann að segja en í þessum þætti fékk hann fleiri og skemmtilegri línur en í fyrri þættinum, auk þess var hann settur í rauða peysu. Flestir sem ekki hafa mikið horft á Star Trek kveikja örugglega á bjöllunni um hver þessi persóna er þegar þeir heyra: ,,Beam me up Scotty.“ (Það fyndna við það er samt að þetta hefur aldrei verið sagt nákvæmlega þessum orðum nokkurntíman í Star Trek en núna býður nú ellefta myndin uppá það). Persóna Kirk breyttist ekki mikið í þessum þætti en það virðist sem hann hafi verið látinn sýna áhorfendum betur hversu mikið mannkynið hefur þróast þegar komið er á 23. öldina. Persóna Spock er mun skárri í þessum þætti, hann hrópar minna (samt smá ennþá), augnbrýrnar líta mun betur út, hárið er flottara og síðast en ekki síst er hann kominn í bláa peysu sem gjörbreytir útlitinu hanns (til allrar hamingju ákvað Leonard Nimoy að brosa ekkert við túlkun hanns á Spock í þessum þætti).

Þátturinn var fyrst sýndur 10. nóvember árið 1966

Skrifaður af Jerry Sohl
Leikstýrður af Joseph Sargent
Framleiddur af Gene Roddenberry

,,What am I, a doctor or a moon shuttle conductor?”

Live long and Prospe