Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Skipulögð mótmæli?

í Bardagaíþróttir fyrir 22 árum, 2 mánuðum
Nei :) ég var bara voða góður strákur ! kannski eru þær bara orðnar leiðar á að svara alltaf sama bréfinu :) obsidian

Re: Skipulögð mótmæli?

í Bardagaíþróttir fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Hvernig er það, er ég eini maðurinn sem hefur ekki fengið nein svör frá þessum frúm? obsidian

Re: Úrslit úr NM 2002 í TKD Umfjallanir um...

í Bardagaíþróttir fyrir 22 árum, 3 mánuðum
(Flott að fá þetta allt saman inn. Ég set hina greinina hérna með og breyti linknum þannig að hann vísi á þessa grein framvegis, þá er þetta allt á einum stað. Ath. að gamla greinin er enn til staðar í “sjá meira” hluta mótakubbsins) obsidian ————- Eitt gull og tvö brons á Norðurlandamótinu í TKD 2002 (Texti og myndir: Erlingur Örn Jónsson, Taekwondo Ísland, grein frá www.taekwondo.is (20 Janúar 2002)) Í fyrsta skipti í sögu TaeKwonDo á Íslandi hefur Íslendingur afrekað að standa uppi sem...

Re: Skipulögð mótmæli?

í Bardagaíþróttir fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Ókei ég tók mig til og henti saman tillögu að bréfi. Endilega látið vita hvort þið erðu samþykk því að nota það og ef ekki hverju ykkur finnst að ætti að breyta. Athugið, þetta er tillaga, ekki byrja að senda bréfið strax. Hins vegar verðum við að gera það ekki seinna en í kvöld held ég því að þetta frumvarp er nú þegar komið vel á veg með umræður. Best að ná því sem fyrst. Svo legg ég til að allir taki málið upp í sínum félögum og pressi á að félögin sendi formleg mótmælabréf til þessara...

Re: Ritgerðin mín! :)

í Skóli fyrir 22 árum, 3 mánuðum
hmmm… mér sýnist þetta nú vera voða týpískt “ég-breytti-þremur-forsetningum-og-fimm-lýsingarorðum- og-skilaði-þessu-svo-inn-sem-mínum-eigin-texta” kind of thing. heimildaskráin segir þetta allt: Bls. 48-55 í einni bók. Ég trúi því ekki að þú hafir fengið almennilega einkunn fyrir þessa vinnu. obsidian

Re: Var Búi hetja?

í Sagnfræði fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Þetta er undarlegt innlegg. Vissulega áhugaverð greining á (and)hetjunni Búa í Kjalnesinga sögu. Hins vegar hélt ég að menn hefðu almennt hætt að telja Íslendingasögur til sagnfræðiheimilda um það leyti sem Jónas frá Hriflu fór úr tísku! Þessi grein á auðvitað heima á bókmenntum en ekki hér á sagnfræði. Úr því hún er hingað komin má auðvitað benda á að þessi skólaritgerð (sem hún augljóslega er) er ansi hraklega unnin og getur tæpast talist meira en endursögn á helstu atburðum Kjalnesinga...

Re: Mynstrakorkur?

í Bardagaíþróttir fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Þetta finnst mér þrælfín hugmynd. Það er ekkert mál að setja upp kubb með orðalistum fyrir hvern stíl. Gráðuskema ætti að vera lítið mál líka, það þarf þá bara að senda skema frá hverjum klúbbi fyrir sig (kröfurnar eru oft mismunandi milli klúbba) með leyfi fyrir birtingu. Svo má vel henda up korki fyrir þá sem vilja spyrja eða ræða um form eða tæknir (mynstur). obsidian

Re: Hver er besti þjálfarinn á íslandi

í Bardagaíþróttir fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Þetta er áhugaverð spurning en gallinn er sá að það er no chance in hell að einhver geti svarað henni. Til þess að svara þessari spurningu verður viðkomandi að hafa æft undir fjöldanum öllum að þjálfurum. Á endanum mun bara hver um sig segja að sinn þjálfari sé rosa góður og örugglega sá besti. Sem er auðvitað della í sjálfu sér. <br><br>obsidian [LBFR]/Aikikai Reykjavík

Re: Bandaríkin: Lýðræðisríki eða afdalaútnári

í Sagnfræði fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Jú jú það er vissulega rétt að það er meiri áhugi á local kosningum og skýrist það væntanlega að einhverju leyti af því að í forsetakosningunum er það ekki “popular vote” sem ræður heldur “electoral vote”, þ.e. kjörmannakosningin. Þetta er auðvitað fremur úrelt kerfi eins og sannaðist í síðustu kosningum þegar frambjóðandinn sem fékk meirihluta atkvæða á landsvísu tapaði kjörmannakosningunni. En þeta skýrir samt ekki að öllu leyti hvers vegna Bandaríkjamenn hafa svona lítinn áhuga á...

Re: Box

í Bardagaíþróttir fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Persónulega finnst mér a.m.k. box ekki vera bardagalist heldur hrein íþrótt. Minn skilningur á bardagalistum er sá að þar sé um að ræða heildstætt kerfi tækniþjálfunar til sjálfsvarnar með stoð í einhvers konar heimspeki eða andlegum þætti. Box er æft sem keppnisíþrótt og ekkert annað. Keppnin er lokamarkmið hnefaleika en lokamarkmið bardagalista að mínum skilningi að bæta sjálfan sig andlega og líkamlega. Keppnin er aukaatriði (í flestum bardagalistum a.m.k.!) <br><br>obsidian...

Re: Nöldur um Myndina...

í Tolkien fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Svona bara til að svekkja ykkur sem eruð að bíða eftir Entunum þá hef ég það eftir nokkuð öruggum heimildum að þeim sé alveg sleppt í myndunum….! obsidian

Re: Bandaríkin: Lýðræðisríki eða afdalaútnári

í Sagnfræði fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Flott að fá skoðun á málinu frá einhverjum sem hefur reynt þetta á eigin skinni. SGW sagði t.d. að “það sem meira er þeim er hjartanlega sama hvort þeir viti e-ð eður ei”. Þetta er það sem mér finnst óhuggulegast við vanþekkingu bandaríkjamanna á heiminum í kring um sig. Það er ekki nóg með að þeir viti ekki neitt, heldur stendur þeim á sléttsama um það eins lengi og enginn hróflar við þeirra veröld. Gott dæmi um þetta er “stríð” Bandaríkjamanna gegn hryðjuverkum og tengslin við...

Re: HVAR ER KENDO KENNT?

í Bardagaíþróttir fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Ég leyfði þessu að fara inn sem grein í þeta skipti vegna þess að þetta er einmitt spurning sem hefur verið rædd áður og það er rétt að enginn virðist vita hvar Kendo er kennt í dag. Sá sem benti þér á Laugalækjarskóla hefur væntanlega misminnt því að Kendo var kennt hér í eina tíð í Laugarnesskóla! sem er barnaskólinn beint á móti bílaplaninu við Laugardalsvöllinn (inni á Teigum). Laugalækjarskóli er hins vegar þessi sem er á móti Laugardalslauginni, við Rauðalæk. Laugarnesskólinn hefur...

Re: Bandaríkin: Lýðræðisríki eða afdalaútnári

í Sagnfræði fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Takk fyrir jákvæð viðbrögð. Það er þó eitt og annað sem ég vil gera athugasemdir við í svörunum hér að ofan. droopy heldur því fram að "þeir sem kjósa ekki láta öðrum eftir rétt sinn… þar af leiðandi hefur bush stuðning nærri helming [um 40%] bandarísku þjóðarinnar…." Þetta er einfaldlega rangt. Það má vissulega orða þa svo að þeir sem ekki kjósa láti hinum eftir rétt sinn, en það breytir ekki prósentutölunni úr 20% í 40% á einhvern galdrahátt. Þetta er einhver Harry Potter lógík sem ég skil...

Re: Nasismi hjá unglingahljómsveit

í Deiglan fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Ég er nú orðinn vanur að lesa allskonar þvætting frá þér peace4all en nú gengur þú heldur langt í heimskunni. Þetta las ég frá þér hér að ofan: “Ég þekki hann ekki en það á samt ekki að kenna þennan nasisma í skólum heldur vil ég láta banna hann með lögum.” "Það á ekki að kenna fólki hvernig hann [nasisminn] þróaðist vegna þess að þá lærir það þessar aðferðir. ESB er nú að reyna að banna þennan nasisma og því verður ekki leyft að kenna þetta lengur eftir það." Ég er nú ekki vanur að úthrópa...

Re: Landsliðið í Taekwondo valið

í Bardagaíþróttir fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Það er alltaf frekar leiðinlegt að það þurfi að takmarka fjölda keppenda vegna þess að það er dýrt að fjljúga til útlanda. Frekar slappt að Íþróttahreyfingin á Íslandi sé ekki komin lengra í samstarfi við fyrirtæki og fjármögnunaraðila en þetta. Það eru örugglega fleiri sem ættu erindi á þetta mót, t.d. finsst mér hörmulegt að af þessum fimm keppendum sé ekki nema ein kona. Er ekki kominn tími til að menn fari að reyna að koma bardagaíþróttum á framfæri, benda á þann frábæra áfrangur sem...

Re: Greinar

í Sagnfræði fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Ég lofa feitri grein um helgina…veit ekki alveg um hvað en ég hlýt að finna eitthvað gott… ;-}<br><br>obsidian [LBFR]/Aikikai Reykjavík

Re: Nýtt Demo

í Wolfenstein fyrir 22 árum, 4 mánuðum
ÓK en hvar fæ ég þetta nýja demó, þeta sem gefið er hér að ofan er bara fyrir þá sem eiga leikinn. obsidian

Re: Castle Wolfenstein

í Wolfenstein fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Það má benda á að Castle Wolfenstein kom fyrst út á Apple. Ég spilaði hann hérna í den tíð á Apple IIe sem var í raun apparatið sem startaði allri “personal computer” holskeflunni. Grænn skjár, rykkjóttar hreyfingar, 2d action, einhverjir tuttuguogfimm takkar til að stjórna leiknum, those were the days :-) Þessi leikur lifir í minningunni sem fyrsta stórafrek tölvubyltingarinnar!

Re: Nýtt Demo

í Wolfenstein fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Er þetta ekki bara nýtt borð fyrir þá sem eiga retail versionina af leiknum, ég get allavega ekki fundið þetta sem MP Test, bara sem stakt borð obsidian

Re: Byrjendanámskeið í Aikido að hefjast

í Bardagaíþróttir fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Nei það er ekki verið að taka 50 armbeygjur og 70 situps í upphitun :-) Það er lögð áhersla á tækniæfingar og meira lagt upp úr teygjum og slökun á líkamanum í upphitun heldur en einhverjum þolæfingum. Ef þú ert að leita þér að alhliða líkamsþjálfun sem byggir upp vöðva og þol þá ættirðu frekar að fara í karate held ég. Aikidoþjálfun er ekki þolþjálfun heldur tækniþjálfun. Það er eitt af því sem Aikido gengur út á, að líkamlegur styrkur skiptir ekki máli, aðeins tækni og...

Re: Karlremban Tolkien

í Tolkien fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Sko. Ef þú hefur virkilega verið að velta því fyrir þér að hætta að lesa stórkostlegasta bókmenntaverk tuttugustu aldarinnar vegna þess að kvenhlutverk sögunnar samræmast ekki þínum hugmyndum umn hlutverk konunnar í heiminum þá ætti að loka þig inni, éta lykilinn, og aldrei leyfa þér að lesa neitt framar. Svo mörg voru mín orð um þetta mál. obsidian

Re: Ástæður Fyrri Heimsstyrjaldarinnar

í Sagnfræði fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Það fór að mig minnir fremur illa fyrir Gavrilo karlanganum enda ekki við öðru að búast þegar maður plaffar niður ríkisarfahjón stórveldis um hábjartan dag á umferðarmikilli götu. :-) Það var reyndar meiriháttar tilviljun að þetta morð tókst hjá Princip og félögum. Þeir voru búnir að reyna tvisvar fyrr um daginn þar sem Frans Ferdinand ók um göturnar t.d. með sprengju sem ekki sprakk á réttum tíma. Það var svo loksins þegar þeir voru búnir að gefast upp á þessu öllu saman að þeir settust...

Re: Sigurvegarar og lúserarnir

í Sagnfræði fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Það eru gömul sannindi að sigurvegarinn skrifar söguna. Sérstaklega má heimfæra það upp á WWII þar sem vissulega er mörgu sleppt úr sögubókunum sem lítur ekki nógu vel út fyrir sigurvegarana (t.d. þjóðernishreinsanir bandamanna á þýsku svæðunum í Póllandi eftir stríð). Það er hins vegar eilítið betra ástand á málunum þegar kemur að því að skrifa um kalda stríðið(þú ert væntanlega að tala um það þegar þú segir að USSR hafi “tapað”), því að nú eru “post-revisjónískir” sagnfræðingar allir í því...

Re: Hitler og helförin...

í Sagnfræði fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Þetta er nú fremur mikil einföldun á því hvers vegna gyðingar voru ofsóttir í þriðja ríkinu. Vissulega er það rétt hjá þér að Hitler og nasistar spiluðu hárfínt á dekkri hliðar mannseðlisins en það er fremur barnalegt finnst mér að segja að “þetta hafi ekki verið persónulegt … Gyðingar lágu bara best við höggi, þeir voru oftar en ekki ríkir verslunarmenn og þessvegna öfundaðir af mörgum. Það varð sennilega til þess að Hitler valdi gyðinga til að “leggja í einelti”.” Það eru svo sem punktar í...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok