Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Wrestling hérna?

í Bardagaíþróttir fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Persónulega finnst mér að wrestling eigi ekki heima á þessu áhugamáli heldur ætti að hafa sér áhugamál. Vissulega má færa rök fyrir því að wrestling sé bæði bardagi og list, en því fer fjarri að wrestling geti flokkast undir sama hatt og karate, judo eða aikido svo dæmi séu nefnd. Til þess er einfaldlega of mikill grundvallarmunur á inntaki, aðferðum og hugmyndafræði. Ég legg til að við setjum upp könnun og kjósum hreinlega um það hvort wrestling á hér heima. Hvernig tekur fólk í...

Re: Vantar sma hjalp!

í Bardagaíþróttir fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Ég skoðaði heimasíðuna þeirra og leist ágætlega á. Að vísu gat ég ekki séð hverjir eru að kenna hjá þeim og það vekur alltaf grunsemdir mínar. hins vegar er þetta háskólaklúbbur (er það ekki rétt hjá mér?) og þeir eru venjulega frekar traustir og vel reknir. Þeir setja fram mjög góða kennsluheimspeki sem byggir á því að þú ákveður sjálf hraðann sem þú tekur í byrjun og þeir segjast ekki ýta fólki út í neitt. Þetta er mjög jákvætt. Þetta virðist líka vera klúbbur sem kennir mjög mörg afbrigði...

Re: Hvar get ég komist í kickbox

í Bardagaíþróttir fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Þú ert aldrei of gamall til að byrja. 21 er fínn aldur fyrir kickbox. Byrjaðu á að tala við Jimmy í Pumping Iron. Hann er svo ég viti til eini maðurinn á landinu sem kennir Kickbox. <br><br>obsidian [LBFR]/Aikikai Reykjavík

Re: HELLO!!!!!

í Bardagaíþróttir fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Sorry, qeysus er búinn að vera frá tölvu og ég hef lítið komist til að fara yfir efnið sökum vinnuálags. Búinn að fara yfir allt í dag. obsidian <br><br>obsidian [LBFR]/Aikikai Reykjavík

Re: Ju Jitzu (jui Jitzue?)

í Bardagaíþróttir fyrir 22 árum, 6 mánuðum
til dæmis hjá Jiu Jitsu félagi Reykjavíkur sem æfir í ÍR heimilinu við Skógarsel. Allar nánari upplýsingar má nálgast á heimasíðu þeirra http://www.wjjf.com/iceland/index.html obsidian<br><br>obsidian [LBFR]/Aikikai Reykjavík

Re: Breytt nafn!

í Bardagaíþróttir fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Þetta hefur einmitt verið rætt hérna, tekin skoðanakönnun og fleira og yfirgnæfandi meirihluti fólks hér er sammála um að nafninu þurfi að breyta. Bardagalistir er það nafn sem flestir virðast vera ánægðir með og því hefur þegar verið óskað eftir því við stjórnendur Huga að nafninu verði breytt úr Sjálfsvarnaríþróttir í Bardagalistir. obsidian

Re: Sjálfsvarnaræði!

í Bardagaíþróttir fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Er þá verið að kenna sjálfsvörn fyirr stelpur þarna eða hvað? Og hvað var kennt á þessu námskeiði sem þú nefnir? obsidian

Re: Of seint ad byrja???

í Bardagaíþróttir fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Það er aldrei of seint að byrja! Þú ert á prime aldri til að byrja að æfa sjálfsvarnaríþróttir, sérstaklega ef þú hefur verið í dansi og ert þá með svolítinn liðleika og sens fyrir líkamsbeitingu. Það eru byrjendahópar fyirr fólk á þessum aldri í flestum klúbbum og þú getur pottþétt komist inn í byrjendahóp fyrir þinn aldursflokk hjá Karatefélögunum (t.d. KFR eða Þórshamri). Barnastarfið er venjulega haft útaf fyrir sig þannig að þú þarft engar áhuggjur að hafa (þú verður ekki spörkuð í...

Re: Allt of fár bardaga íþróttir hér á landi

í Bardagaíþróttir fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Vissulega væri ánægjulegt að sjá aukna flóru hér á landi en vandamálið er tvíþætt: Annars vegar vantar hreinlega fólk sem kann þessar bardagalistir og getur kennt þær, og hins vegar er ekki markaður fyrir allt of margar listir hérna því að eftirspurn eftir hverri og einni væri einfaldlega of lítil til að halda úti reglulegum æfingum, greiða þjálfara, leigja húsnæði o.s.frv.

Re: Vopna tímar ?

í Bardagaíþróttir fyrir 22 árum, 7 mánuðum
Kunnugir segja að Jimmy í Puming Iron kenni á einhver vopn, en ég er ekki viss hvort að það er hluti af einhverju stærra hjá honum eða hvort það er boðið upp á slíka þjálfun eingöngu. Í sumum bardagalistum eru notuð einhver vopn, t.d. að sjálfsögðu sverð í Kendo, stafur sverð og hnífur í Aikido o.þ.h. Gjarnan eru vopnaæfingar í bardagalistum einungis til hliðar við almennu þjálfunina, til að æfa grunnform og kötur. Mér vitanlega er enginn sem kennir markvisst á vopn hér á landi....

Re: Mikilvægi sparring?

í Bardagaíþróttir fyrir 22 árum, 7 mánuðum
Mjög áhugaverð pæling. Ég held samt að það sé litið fram hjá mjög mikilvægu atriði þegar þetta er sett svona upp hvort á móti öðru, free form og traditional. Vissulega er það rétt að fyrstu árin í “hefðbundnum” bardagalistum eins og Karate eða Aikido þá er mikil áhersla lögð á að kenna rétt form, rétta stöðu, grundvallaratriði þess að bera sig rétt að því að gera fyrirframákveðnar tæknir gegn fyrirframákveðnum árásum. Hugsunin er sú að nemandinn þurfi að læra ákveðin basic atriði til að geta...

Re: Bardagalistir fyrir byrjendur

í Bardagaíþróttir fyrir 22 árum, 7 mánuðum
Takk, þetta er náttúrulega bara þýðing á takmarkaðri grein en ætti að gefa einhverja hugmynd. vonandi hefur maður sometime tíma til að setja sjálfur saman betra yfirlit. Varðandi Jiu Jitsu þá er líklega best fyrir þig að hafa samband við Jiu Jitsufélag Reykjavíkur sem hefur starfsemi sína í ÍR heimilinu, Skógarseli 12. Yfirþjálfari er Hinrik Fjeldsted 2.dan og mér vitanlega er hann sá Íslendingur sem lengst hefur æft og kennt Jiu Jitsu hér á landi. Heimasíða JJFR er...

Re: Spekúlering

í Litbolti fyrir 22 árum, 7 mánuðum
Það er skiljanlegt að þið séuð ekki ánægðir með þetta, og það eru alls ekki allir á eitt sáttir um þetta atriði. Þetta hefur verið rætt töluvert innan félaganna og eins og málin standa í dag þá er þessi regla viðhöfð. Ástæðunnar er aðallega að leita í því að einhver verður að bera ábyrgð á merkjaranum þegar hann er lánaður út frá félaginu og allri notkun á honum á meðan hann er í útláni. Skv. reglugerðinni verður að vera ábyrgðarmaður fyrir útlánum og sá einstaklingur verður að vera lögráða....

Re: Aikido

í Bardagaíþróttir fyrir 22 árum, 7 mánuðum
here obsidian Aikikai Reykjavík<br><br>obsidian [LBFR]/Aikikai Reykjavík

Re: Kvenfólk og sjálfsvarnaríþróttir

í Bardagaíþróttir fyrir 22 árum, 7 mánuðum
Gott að fá þetta álit inn, það er alltaf skortur á kvenlegu innsæi í martial arts samfélaginu. :-) Persónulega finnst mér mjög gott að æfa á móti konum, þær eru gjarnan liðugri en karlarnir og fara oft að hlutunum á gáfulegri hátt (ekki bara brute strength eins og stundum vill brenna við hjá okkur). Nú æfi ég Aikido sem gengur út á að nota kraft mótherjans gegn honum þannig að það á ekki að skipta máli hvort þú ert stór sterakall eða veiklulegasta kona í heimi, tæknin á að virka jafn vel ef...

Re: Sjálfsvarnar og bardagaíþróttir á Ísl.

í Bardagaíþróttir fyrir 22 árum, 8 mánuðum
Ég verð að segja að GÁP er alveg ótrúlega slöpp verslun upp á bardagaíþróttavörur miðað við allt hypið sem þeir sendu frá sér þegar þeir byrjuðu að vera með þetta. Ég leit þarna inn um daginn og það er bara þannig að ef menn eru að æfa eitthvað annað en box eða taekwondo þá er ekkert til. Þeir eiga hlífar, stuttbuxur og hanska og eitthvað svoleiðis, púða og padda, en þeir eiga ekki galla, ekki algengustu vopn og yfirhöfuð ekkert sem ætti að vera til í verslun sem gefur sig út fyrir að vera...

Re: Vantar upplýsingar um Jimmy í listann

í Bardagaíþróttir fyrir 22 árum, 8 mánuðum
Það vill svo til að ég er einmitt að tala um hann :) obsidian

Re: Ninjitsu á Íslandi?

í Bardagaíþróttir fyrir 22 árum, 8 mánuðum
Maður heyrir alltaf öðru hverju um einhverja ofurkappa sem vilja miena að þeir séu með ninjutsu á hreinu, en það eru nú venjulega þessar týpur sem kaupa sér tonn af martial arts vörum á netinu og halda að þeir geti lært á öll vopnin með því að lesa greinarnar í Black Belt :-) Ninjutsu er fyrst og fremst skilgreing sem listin að komast óséður að óvininum og ráða hann af dögum og komast burt án þess að upp um mann komist. Stealth er aðalatriðið, ekki svo nojið hvaða aðferðum þú beitir til að...

Re: Boxari fer í Mixed Martial Arts.

í Bardagaíþróttir fyrir 22 árum, 8 mánuðum
Það er mitt álit að boxarar eigi ekkert erindi í svona keppni nema þeir taki inn hjá sér töluvert mikið af stuffi fyrir utan boxið. Boxvörnin er til dæmis vonlaus í svona keppnum þar sem allt er leyfilegt því að hún fókusar á höfuðið og kassann en allt annað er óvarið. Eitt gott sweep, eða bara nett combination þegar hann hniprar sig saman í vörn. Ég skil ekki hvað menn eru alltaf að tala um box sem einhverja bardagaíþrótt. Boxarar eiga ekki séns ef andstæðingurinn fer ekki eftir reglunum. obsidian

Re: Hafið þið einhverja vitneskju...

í Bardagaíþróttir fyrir 22 árum, 8 mánuðum
Á sínum tíma var Jimmy með tíma undir þeirri yfirskrift að hann væri að kenna Jeet Kune Do (þegar ekki mátti kenna kickbox) en ég veit ekki hvort það var bara kickbox undir öðru nafni eða hvað. Alltént er líklegast að hann geti gefið þér einhver svör um Jeet Kune Do á Íslandi. obsidian

Re: Besti staðurinn?

í Bardagaíþróttir fyrir 22 árum, 8 mánuðum
Það fer algerlega eftir því hvaða íþrótt þú hefur áhuga á að æfa. Það er einfaldlega ekki hægt að setja allar þessar mismunandi íþróttir undir sama hatt og segja “það er best að æfa þarna.” Fyrst skaltu velta því fyrir þér hvaða íþrótt þú hefur áhuga á og hentar þér persónulega. Svo skaltu skoða þá klúbba sem bjóða upp á þá íþrótt og velja milli þeirra. obsidian Aikikai Reykjavík

Re: Kallað eftir upplýsingum um klúbba

í Bardagaíþróttir fyrir 22 árum, 8 mánuðum
Einnig hægt að senda upplýsingar á johanne@ismennt.is obsidian

Re: Kallað eftir upplýsingum um klúbba

í Bardagaíþróttir fyrir 22 árum, 8 mánuðum
Ehemm…þarna vantar auðvitað aðalatriðið…thanks for the pointer :-) mailið er obsidian@hugi.is

Re: Bardagalistir fyrir byrjendur

í Bardagaíþróttir fyrir 22 árum, 8 mánuðum
Ég veit að það er sterkur Kendoklúbbur hér á landi en veit ekki hvar þeir eru til húsa núna. Endilega bara spyrja á korkinum :-) Hins vegar er ég sjálfur búinn að æfa Aikido í nokkur ár hjá Aiikai Reykjavík sem er eini starfandi Aikidoklúbburinn á landinu. Það er æft í Húsi Listdansskóla Íslands við Engjateig 1 og það er um að gera að tékka á heimasíðu klúbbsins ef þú hefur áhuga. obsidian Aikikai Reykjavík

Re: Bardagalistir fyrir byrjendur

í Bardagaíþróttir fyrir 22 árum, 8 mánuðum
I beg to differ… Það var verið að segja hérna á Huga að Wing Chun væri kennt hjá Jimmy var það ekki? (Kannski er hann hættur því) Tai Chi er hægt að nema hjá ýmsum aðilum, (reyndar einungis hreyfilistina). Hapkido er ekki hægt að læra hér, en ég hafði það samt með til gamans. endilega bæta við þetta ef menn geta gefið yfirlit um fleiri stíla (t.d. hina karatestílana eða Muay Thai) obsidian Aikikai Reykjavík
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok