Ég var að skoða Moggann áðann(Laugardagsblaðið, aftarlega) og þá sá ég aftarlega í blaðinu að Nick Carter úr hljómsveitinni Backstreet Boys var að gefa áhorfendum nasistakveðjuna.

Ég hef ekki vitað að hljómsveitin væri með svona áróður áður og lög þeirra eru ekki með einhverjum nasisma í en þetta er slæmt því að nasismi er að aukast í dag og ekki gott ef að unglingahljómsveit sem mótar unglingana er að gefa þessar ógeðslegu kveðjur á tónleikum.

Ég hélt að þessi hljómsveit væri alveg meinlaus en það er hún ekki enda skilja þeir örugglega ekki hvaða áhrif nasistar höfðu á Evrópu fyrst að þeir herma eftir þeim og gera eins og þeir nema þá að þeir séu nasistar og eru að breiða út nasisma en ég veit ekki um það.

Þetta hljómar kannski eins og grín sem margir hafa sakað mig um en ég er ekki að grínast svo skoðið bara Moggann sjálf og sjáið þetta.