Væri ekki hægt að henda upp svona mynstrakorki hingað á Huga fyrir okkur kjánana sem æfum tae kwon do, kung fu og karate (og líklega fleiri íþróttum sem mér er ekki kunnugt um) ? adminnar gætu fengið hjálp félaga til að safna upplýsingum um mynstrin og kannski one-steps (TKD) og þannig.

JuiJitsarar gætu t.d. skotið upp lista yfir fangbrögð og lása sem læra þarf fyrir hvert belti.

Í leiðinni væri svo kannski hægt að setja upp orðalista (flestir kannast nú við að vera hvítbeltingar og FATTEKKI SJITT hvað sensei/sifu/kjósanimm er að bulla :)

ég er fyrstur til að játa að ég á í feitum vandræðum með að muna mynstrin mín, bæði þau sem ég hef lært og líka onesteppin og ég get nú varla verið einn um það.
Þetta gæti orðið þægilegt og lærdómsríkt fyrir alla aðila.

Fleebix / Atli Viðar
www.atlividar.com