Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

midgardur
midgardur Notandi frá fornöld 464 stig

Re: Veistu hvað þú vilt?

í Heimspeki fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Bíddu við… roti mig? Við getum ekki borið ábyrgð á gjörðum annarra. Einnig vil ég benda á að ef sýnt er að skynsemi okkar brjálast sökum veikinda þannig að við drögum rangar ályktanir og breytum rangt, þá berum við ekki ábyrgð á þeim gjörðum, jafnvel þótt við höfum gert það skv. eigin vilja.

Re: Veistu hvað þú vilt?

í Heimspeki fyrir 22 árum, 4 mánuðum
EkztaC: Þótt við sé undir áhrifum vímuefna eða sturlað þá gerum við það sem við viljum. Geðveiki sturlar skynsemina og við drögum rangar ályktanir en við gerum það sem við viljum útfrá þeim forsendum. Sama má kannski segja um vímuefni en þar sem þau geta haft ólík áhrif á okkur verður að svara til um hvert efni fyrir sig. Í flestum tilfellum erum við þó að gera það sem við viljum undir áhrifum efna. Skal þó viðurkenna að það eru til efni sem talið er að blokkeri viljann. Vil þó benda á að...

Re: Veistu hvað þú vilt?

í Heimspeki fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Á að vera:…að því fortjaldi sem ég fresta dómi frami fyrir, þangað til að því kemur…" :)

Re: Veistu hvað þú vilt?

í Heimspeki fyrir 22 árum, 4 mánuðum
EkztaC: Hér nefnir þú einmitt þau tvö atriði sem eru óleystar ráðgátur tilvistarinnar: Fæðing og dauði. Hér ert þú kominn að því fortjaldi sem ég fresta dómi frami fyrir, þegar að því kemur (og er nokkuð öruggur um að ég muni standa þar fyrir eða síðar :) Gleðilegt ár :)

Re: Veistu hvað þú vilt?

í Heimspeki fyrir 22 árum, 4 mánuðum
EkztaC: Með því að afneita vilja þínum, þá ert þú að velja ábyrgðaleysi en ábyrgðaleysið er blekking. Þú einn berð ábyrgð á gjörðum þínum og getur ekki skotið þér undan þeim. Ekki einu sinni með því að vísa til þess að einhver hafi neitt þig til verknaðarins. Þú mátt svo sem fresta dómi fyrir mér en ég kvika ekki frá minni niðurstöðu :)

Re: Veistu hvað þú vilt?

í Heimspeki fyrir 22 árum, 4 mánuðum
EkztaC: Þú framkvæmir vilja móðir þinnar af því að það er það sem þú vilt. Við erum dæmd til frelsis, sem þýðir að við erum dæmd til að velja og það sem við veljum er vilji okkar, það er bara ekki hægt að hafa það öðruvísi. Þetta eru afarkostir tilvistarinnar. Höldum við annað fram þá er það blekking, eins og ég hef sagt áður.

Re: Hið góða, vonda og ég

í Heimspeki fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Vil aðeins bæta við að “jörðin” býr yfir afli til að umbreyta óþvera í gæði, þ.e. tilfinningar okkar búa yfir afli til að umbreyta “óþveranum” í kringum okkur í göfugar tilfinningar. Það er þessi “rækt” góðra tilfinninga sem hlýtur að vera jafn mikilvæg og rækt skynseminnar í að leggja grunn að betra mannlífi. Án aflsins sem býr í tilfinningalífi okkar, höfum við enga ástríðu til að takast á við heiminn (og jafnvel bæta hann) eins og tossi benti á hér að ofan.

Re: Hið góða, vonda og ég

í Heimspeki fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Mér finnst lotustáknið í indverski speki (nú eða ying, yang í kínverskri) að mörgu leyti vera hin ákjósanlegasta samlíking um samband skynsemi og tilfinninga. Lotusinn er þannig tákn hreinleika og skýrrar og fagurar hugsunar en leðjan og drullan sem Lotusinn þrífst á er tákn tilfinninganna. Óþverinn getur þannig verið án Lotusins en Lotusinn getur ekki verið án óþverans, eða hvað?

Re: Hið góða, vonda og ég

í Heimspeki fyrir 22 árum, 4 mánuðum
gthth: Ég nefndi lög í samhengi vélræns algórythma í siðfræði. Lagagerð, framkvæmd og fullnusta laga tekur oft á siðferðislegum álitamálum, auk þess sem hún virðist liggja opin fyrir tölvuvæðingu. Tölvuvæðing lagagerðar má þannig hugsanlega nota til að kanna hvort hægt sé að búa til fullkomlega röklegt kerfi við að greina rétt og rangt, auk þess að búa til reglukerfi um rétta breytni þar um. Sé þetta gerlegt þá skal ég fallast á að siðferðisgildi hafa ekkert með tilfinningar að gera (eða...

Re: Hið góða, vonda og ég

í Heimspeki fyrir 22 árum, 4 mánuðum
gthth: Ef við gefum okkur að eingöngu þurfi skynsemi til að greina á milli góðs og ills, þá ætti að vera hægt að búa til algórythma sem skilur á milli góðs og ills og forrita í tölvu. Ég er reyndar þeirrar skoðunar að tölvur geti orðið staðgenglar dómara (enda er gyðja réttlætis blind). Ég efast hins vegar stórlega um að tölvur geti samið lög frá grunni sem dómarar dæma eftir. Tölvur ættu að geta sniðið annmarka af lögum, þannig að þau séu skýr, taki til umsagnarsviðsins og séu ekki í...

Re: Ég veit hvað ég vil!

í Heimspeki fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Gaman að grein ritaðri í þessum stíl, og minnir um margt á Nietzche. Langar þó að spyrja um sálina, þarf að fórna henni til að sanna að fjarvist hennar? Hvað erum við bættari með sálarlausum heimi? Eða búum við í sálarlausum heimi nú þegar, en fórn þín þá tilraun til að koma sálinni í heiminn?

Re: Hið góða, vonda og ég

í Heimspeki fyrir 22 árum, 4 mánuðum
gthth: Hvað er skylda annað en tilfinning þegar öllu er á botnin hvolft. Það er skylduræknin sem knýr okkur áfram til að gera skyldu okkur. Án skyldurækni myndi okkur vanta hvatann til að fylgja skyldum okkur m.a. við góð rök sem hvíla á einhvers konar frumspeki siðlegrar breytni.

Re: Veistu hvað þú vilt?

í Heimspeki fyrir 22 árum, 4 mánuðum
EkztaC: Ég get blekkt mig þegar ég hef gert eitthvað “gegn betri vitund” að ég hafi ekki viljað það. En þar sem ég gerði það þá vildi ég það, allt annað er blekking. Ég hreyfi ekki svo mikið sem litla fingur án þess að vilja það. Ef einhver annar hreyfir litlafingurinn fyrir mig, þá er ég ekki að hreyfa hann, heldur er sá hin sami að gera það sem hann vill.

Re: Hið góða, vonda og ég

í Heimspeki fyrir 22 árum, 4 mánuðum
VeryMuch svar: Ég ætla ekki að fara að mótmæla notagildi tilfinninga. En ég er enn algerlega á því, að það er fullkomlega ómögulegt, að byggja fræði á tilfinningum. Upphrópanir breyta þar engu um. — Nú er það svo að ekki er hægt að tala um gott og illt nema að vísa í tilfinningar. Gott og illt eða rétt og röng siðferðileg breytni er ekki til nema í skilningi tilfinninga. Þjáning, gleði, frelsissvipting, takmörkun á lífsgæðum, rétturinn til lífsins osfrv. þetta eru þeir grunnþættir sem...

Re: Veistu hvað þú vilt?

í Heimspeki fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Já… og geri það sem ég vil, annað er mér ekki fært. Ef þú spyrð mig hvað ég vilji á morgun, þá veit ég það ekki, en eingöngu vegna þess að ég hef ekki enn ákveðið það, ég vil einfaldlega ekki ákveða sumt fyrr en að því kemur og sumt hef ég ákveðið að ákveða mig ekki um… kannski. Það er það sem ég vil, OK

Re: Hið góða, vonda og ég

í Heimspeki fyrir 22 árum, 4 mánuðum
varð óvart að fyrirbura hér að ofan en… Very: VeryMuch svar: Ég ætla ekki að ræða neitt um ákveðin sértæk tilvik hér. Ég hef ekki raunverulega þekkingu til að dæma þar um. .. Ég hef ekki nægilega þekkingu á heimsmálum til að ætla mig dómbæran þar um. — Líklega ert þú að gera þér upp fræðimannastæla að svara þessu svona ;) Svona svar er einmitt dæmi um siðblindu sem siðferðið getur lent í þegar rökin ein eru höfð til viðmiðunar en tilfinningum eins og samúð og samkennd er sleppt. Það þarf...

Re: Hið góða, vonda og ég

í Heimspeki fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Very: VeryMuch svar: Ég ætla ekki að ræða neitt um ákveðin sértæk tilvik hér. Ég hef ekki raunverulega þekkingu til að dæma þar um. .. Ég hef ekki nægilega þekkingu á heimsmálum til að ætla mig dómbæran þar um. —

Re: Jahá

í Heimspeki fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Má ekki segja að Aristóteles, eins og fleiri heimspekingar hafi gert sig seka um að fara með staðleysur. Gáfu sér forsendur en minna fór fyrir reynslustaðreyndum og tilraun, sem er jú helsta framlag nútímans til þekkingarleitarinnar.

Re: Hið góða, vonda og ég

í Heimspeki fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Froztwolf: Ég myndi bæta við þriðja þættinum sem er menningin, þ.e. okkur sem einstaklinga, sem dýrategund og menningu. Þetta þrent þarf ekki að fara saman (sumt getur verið í andstöðu eins og þú bendir á) en margt getur þó vel farið saman eins og t.d. að gefa fátækum pening (svo þeir ráðist ekki gegn þér, steli af þér pening og myrði)

Re: Hið góða, vonda og ég

í Heimspeki fyrir 22 árum, 4 mánuðum
VeryMuch: Ég staðhæfði að það væru margar leiðir að sama marki eða niðurstöðu. Niðurstaðan getur verið eftir atvikum góð en allar leiðirnar sem farnar eru að niðurstöðunni þurfa ekki að vera góðar. Dæmi getur verið atburðarrás sem hófst af fullum þunga 11. september. Vera má að niðurstaða þessara togstreitu verði sú að islömsk ríki öðlist meiri virðingar og vægi innan alþjóðasamfélagsins en verið hefur og sú niðurlæging sem múslimir upplifa að þeir verði fyrir af hálfu vesturlanda linni. Sú...

Re: Hið góða, vonda og ég

í Heimspeki fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Mér finnst þú eyða miklu máli í að segja að “tilgangurinn helgar meðalið”, þ.e. það skiptir ekki máli hver leiðin að niðurstöðunni er aðeins að niðurstaðan er góð. Ég get ekki fallist á slík rök, enda hafa mikil grimdarverk verið framinn í skjóli slíkra stefnu. Siðferðisvandinn sem við stöndum frami fyrir er einmitt sá að það liggja margar leiðir að sama marki, en þær eru kannski ekki allar jafn góðar. Það er löng leið frá vöggu til grafar, og oftast er það allt annað en skynsemin sem segir...

Re: Hið góða, vonda og ég

í Heimspeki fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Já einmitt, enda er frummynd hins góða kominn æði nálægt guðshugmynd, eða hvað? Gleðileg jól :)

Re: Hið góða, vonda og ég

í Heimspeki fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Í sjálfu sér má segja það sama um gæskuna. Stundum getur það borið vott um vanþekkingu ef við sýnum góðmennsku og gæsku. Dæmi um slíkt getur verið stjórnmálamaður sem veitir kjósanda sem leitar til hans sérstaka fyrirgreiðslu, greiðasemi vegna bágrar stöðu kjósandans. Sem einstaklingar getur slík greiðasemi byggð á gæsku verið viðeigandi en þegar stjórnmálamaður í krafti embættis síns gerir sig beran að slíku getur það verið vottur um spillingu, án þess að stjórnmálamaðurinn átti sig...

Re: Hið góða, vonda og ég

í Heimspeki fyrir 22 árum, 4 mánuðum
gthth: Það er beinlínis í hugmyndafræði sumra að beita illsku og grimmd til að ná fram tilgangi sínum. Illvirkið er útpælt og beitt af mikilli einurð og útsjónarsemi til að ná fram markmiðinu. Einstaklingar sem haga sér þannig vita nákvæmlega hvað þeir eru að gera með illvirkinu enda er markmið þeirra að skelfa, kúga og valda sem mestum þjáningum. Hvort þeir geri sér grein fyrir einhverri dýpri merkingu gjörða sinna eins og truflun á kosmólógískri skipan heimsins (ef illvirki hefur þá þau...

Re: Hið góða, vonda og ég

í Heimspeki fyrir 22 árum, 4 mánuðum
“Engin er vísvitandi illur” segir þú. Menn eru oft á tíðum vísvitandi illir. Illskan getur verið tæki sem menn beita til að fá vilja sínum framgengt, t.d. við pyntingar eða í stríði. Bófaforingi beitir grimmd og illsku til að kúga andstæðinga sína og telur það vera sitt helsta aðalsmerki. Á sama hátt má einnig beita góðmennskunni, til að fá vilja okkar framgengt eða eitthvað annað í staðinn t.d. traust, vináttu og virðingu (reyndar má líka beita illskunni til þess arna). Flest okkar kjósum...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok