Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

midgardur
midgardur Notandi frá fornöld 464 stig

Re: Könnunin: Er þessi fullyrðing sönn?

í Heimspeki fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Rétt spurning er ekki yrðing sem er sönn eða ósönn. Þannig að spurningin í könnuninni gengur ekki fyrir yrðingar sem geta verið sannar og ósannar. Yrðing “þessi setning er sönn” er annað hvort sönn eða ósönn, þó svo sá sem setur hana fram ætlast til að hún sé ótiltekin sönn yrðing. En það má vera að í sumum rökaðgerðum sé gert ráð fyrir að hún sé bæði sönn og ósönn, einhvers konar skammtaástand þar sem báðir möguleikar eru “sannir”.

Re: Könnunin: Er þessi fullyrðing sönn?

í Heimspeki fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Nú er það marg þekkt í sögunni að hverskyns “mistök” eða “ranghugmyndir” leiði óvart til einhvers. Nú vill svo til að það er til rökrás þar sem rafeindin fer um bæði rökhliðin (0:1 eða rétt:rangt). Það má velta fyrir sér hvers konar yrðing uppfyllir þau skilyrði að vera sönn og ósönn á sama tíma, er þetta einhver rökfræðileg staða sem getur mögulega komið upp eða ber okkur algjörlega að hafna slíkri stöðu. Hugsanlega er spurningin sem er sett fram í könnuninni “óvart” vísbending um form á...

Re: Könnunin: Er þessi fullyrðing sönn?

í Heimspeki fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Ég er sammála þér að þetta er spurning en ekki fullyrðing. Auk þess sem spurningin er ófullnægjandi. Hins vegar er hún þess eðlis að báðir svarmöguleikar eru jafnréttháir og það útaf fyrir sig er nokkuð merkilegt eða hvað?

Re: Könnunin: Er þessi fullyrðing sönn?

í Heimspeki fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Nú má fullyrða: a) Þessi fullyrðing er ósönn má þá ekki eins fullyrða: b) Þessi fullyrðing er sönn þ.e. a) lýsir ótiltekinni yrðingu sem er ósönn, en b) lýsir ótiltekinni yrðingu sem er sönn. Svarið við könnuninni er því geðþóttasvar sem er rétt á hvorn vegin sem svarað er. Vil taka fram að ég bjó ekki til þessa könnun.

Re: Fyrirspurn um uppruna

í Heimspeki fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Held að það sé einmitt mikilvægt að undirstrika “varðveittur”, því auðvitað hafa konur verið heimspekingar á öllum tímum eins og þær eru í dag.

Re: \

í Heimspeki fyrir 22 árum, 4 mánuðum
VM: (x) er ástæða þess að skaldbakan neitar (z) og spurðu mig ekki af því, heldur skjaldabökuna það er hennar vandamál… ekki mitt ;) Veistu mér leiðist þessa skjaldbaka, hún hefur lagt íþróttatröllið Akkels í einelti í öll þessi ár og því ekki seinna vænna en að gera hana kjaftstopp.

Re: Heimspeki framtíðarinnar?

í Heimspeki fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Ég lagði upp með það að segja ekkert af viti fyrr en uppúr 70… og virðist ætla að standa við það … vonandi :D

Re: \

í Heimspeki fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Ja, nú virðist skjaldbakan vita af fullyrðingu (X) sem leiðir til þess að (Z) er eins og hún er. Er þá ekki besta leiðin til að losna úr þeaari vítarunu með því að finna (X) sem leiðir til þess að (Z) er eins og hún er þrátt fyrir (A) og (B), í stað þess að leita að einhverri (n) sem á að gera (Z) sanna?

Re: Heimspeki framtíðarinnar?

í Heimspeki fyrir 22 árum, 4 mánuðum
VM: Lindin þornar sennilega aldrei, á meðan þú nennir að sækja í hana :)

Re: Heimspeki framtíðarinnar?

í Heimspeki fyrir 22 árum, 4 mánuðum
gthth: enn um hamingjuleit vísindanna. Þau spyrja ekki endilega beint út: Hvað er hamingja? Heldur spyrja þau: Ertu hamingjusöm/hamingjusamur? Svarið er síðan þáttað við almennt atferli (þar með taldar skoðanir, hegðun og gildismat) svarenda, auk líffræðilegra þátta ef rannsakandinn vill vera nákvæmur. Með þessari aðferð tekst vísindunum að varpa birtu á það sem var annars hulið. Kannski ekki ósvipað og þegar Galíleó beinti sjónauka að stjörnumergð.

Re: Heimspeki framtíðarinnar?

í Heimspeki fyrir 22 árum, 4 mánuðum
gthth: Vísindamanni kemur í sjálfu sér ekkert við hvað heimspekingur er að fabúlíséra um hamingju ef engin manneskja finnur hamingju í orðræðu heimspekingsins. Hamingjan er það sem hamingjusamt fólk segir að hún sé (og kannski er það bara efniferli í heila :) og þetta þarf ekki að leiða til afstæðis.

Re: Heimspeki framtíðarinnar?

í Heimspeki fyrir 22 árum, 4 mánuðum
gthth: Ein aðferð getur verið að nógu margir eru spurðir hvort þeir séu hamingjusamir og aðstæður þeirra, lífsviska og annað sem málið gæti varðað er analísérað um leið. Út frá þessum grunni öðlumst við safn upplýsinga sem með gagnrýninni skoðun gefur okkur vísbendingar um hvað fólk á við með hamingju, hvað þeir hamingjusömu eiga almennt sammerkt og hvað hinir óhamingjusömu. Auðvitað er málið flóknara, en þetta svarar því svona nokkurn vegin hvernig vísindin fara að því að skilgreina...

Re: leiðrétt Heimspeki framtíðarinnar?

í Heimspeki fyrir 22 árum, 4 mánuðum
(..vísindamenn beita vísindalegum aðferðum..) á auðvitað að vera …beita heimspekilegum… :)

Re: Heimspeki framtíðarinnar?

í Heimspeki fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Gthth: Ég vona að þetta séu ekki hártoganir hjá okkur :) Ég er alveg sammála þér að heimspekingar geta/beita vísindalegum aðferðum, eins og vísindamenn beita vísindalegum aðferðum. Þannig tvinnast vísindi og heimspeki óneitanlega saman. Ég vil hins vegar halda fast í þessa aðgreiningu á milli vísinda og heimspeki. Það er keppikefli vísinda að umbreyta heimspekilegri hugsun í prófanlegar og mælanlegar fullyrðingar. Vísindamaðurinn er þessi Tómas sem tekur ekki mark á öðru en því sem hann...

Re: Heimspeki framtíðarinnar?

í Heimspeki fyrir 22 árum, 4 mánuðum
gthth: hvernig veistu að þú ert ekki bara að fabúlera ef þú gerir engar athuganir? Það er þetta samband sem ég er að reyna að benda á; heimspekin er nauðsynleg til að geta hugsað gáfulega um hlutinn og spurt skynsamlega, fabúlerað og gagnrýnt niðurstöður en lengra nær ekki hrein heimspeki. Mín skoðun er því einfaldlega sú að vísindin og heimspekin verða að vinna náið saman, þau bæta hvort annað upp og án hvors annars eru þau í versta falli hættuleg. Ég skal þó viðurkenna að svar vísindanna...

Re: Heimspeki framtíðarinnar?

í Heimspeki fyrir 22 árum, 4 mánuðum
gthth: “hvað er merking?” er viðfangsefni málvísinda og málvísindi eru reynsluvísindi. Heimspekingur getur vissulega glímt við þessa spurningu, en eina marktæka svarið sem hann getur gefið er málvísindalegt. Til viðbótar getur heimspekingur gagnrýnt svarið. En gagnrýni er auðvitað ekki svarið heldur gagnrýni sem getur leitt til nýrrar spurningar sem málvísindin svara.

Re: Heimspeki framtíðarinnar?

í Heimspeki fyrir 22 árum, 4 mánuðum
VeryMuch: Ágætt að þú nefndir Einstein, hann er einmitt dæmi um afbragðs heimspeking sem gagnrýndi fyrri niðurstöður og setti fram nýjar kenningar. Hann kemur hins vegar ekki með nein svör, þau fóru ekki að berast fyrr en raunvísindamennirnir fóru að “spyrja” heiminn skv. spurningum Einsteins. Í þessum skilningi er kenning aldrei meira en spurning. Útfrá kenningunni eru síðan formaðar rannsóknartilgátur sem eru mælanlegar og prófanlegar fullyrðingar (spurningar). Niðurstöður þessara mælinga...

Re: Heimspeki framtíðarinnar?

í Heimspeki fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Mér sýnist spurningin snúast ekki síst um “Hvað er heimspekin fær um?” Mér sýnist það vera tvennt: 1) setja fram spurningar; 2) gagnrýna svörin. Það er vísindinna að setja fram svörin, heimspekingurinn er einfaldlega ekki fær um það, hann hefur ekki nauðsynleg tæki til þess. Reyni hann það hins vegar er hann orðinn raunvísindamaður og þetta er hið eðlilega samband raunvísinda og heimspeki; heimspekingurinn og vísindamaðurinn þar ekki nauðsynlega að vera sami einstaklingurinn, en allir frjóir...

Re: Blautt handklæði

í Heimspeki fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Er ekki bara niðurstaðan að hann er í öllum þessum flokkum og því afbragðsmanneskja sem tekur þátt í öllu litrófi mannlífsins :)

Re: Nytjastefnuhandklæði

í Heimspeki fyrir 22 árum, 4 mánuðum
En getur slíkt ekki ávallt komið upp, óháð þeirri siðferðisstefnu sem við aðhyllumst?

Re: Nytjastefnuhandklæði

í Heimspeki fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Með fullyrðingunni: “Skuldbindingin felst í því að hámarka eigin farsæld sem lágmarkar þjáningar annarrar.” var ég að reyna að segja að í lífinu eigum við að stefna að því að hámarka eigin farsæld en lágmarka þjáningar annarra. Ástæða þess að ég segi að við eigum ekki að hámarka farsæld annarra er að ég eftirlæt öðrum að meta eigin farsæld.

Re: Nytjastefnuhandklæði

í Heimspeki fyrir 22 árum, 4 mánuðum
gththt: Getur ekki eins verið að í þessum dæmum sé verið að beita röngum aðferðum við að meta nytsemina? Verðum við ekki að vera með “paraðan” samanburð þannig að við berum saman farsældar og þjáningarstuðul einstaklinga gegn einstaklingum en ekki summu hóps gagnvart einstaklingi? Niðurstaða þannig samanburði er að fundinn er meðaleinstaklingur hópsins og meðaleinstaklingurinn er borinn saman við einstaklinginn sem gerður er samanburður við. Niðurstaða slíks útreiknings yrði vafalaust að sú...

Re: Nytjastefnuhandklæði

í Heimspeki fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Nytjastefnan er ágæt með öðru. Kostir hennar felast í því að hún krefur okkur um að meta afleiðingar gjörða okkar. Til viðbótar þarf nytjastefnan að hvíla á einhverri grunnreglu og þessi grunnregla hlýtur að vera frelsi einstaklings. Þetta frelsi er þó ekki án skuldbingar. Skuldbindingin felst í því að hámarka eigin farsæld sem lágmarkar þjáningar annarrar. Þessi skuldbinding kallar á mikla færni okkar sem einstaklinga en því miður þá erum við kannski ekki vel þjálfuð í þessari grundvallar...

Re: Nytjastefnuhandklæði

í Heimspeki fyrir 22 árum, 4 mánuðum
gthth: Eins og ég sagði þá er helsti gallinn við nytsemishyggjuna sá hversu erfitt er að spá fyrir um hvaða áhrif einstakra breytinga á hamingu og heill þjóðar. Það er þannig er ekkert víst að þrælahaldið auki við hamingju meirihlutans. Einnig verður að skoða þetta þjóðfélag í samhengi við önnur þjóðfélög: Eru íbúar þjóðfélags þar sem þrælahald er leyft á einhvern hátt hamingjusamir og búa við meiri velferð en þar sem það er ekki leyft? Samkvæmt mælingum þá virðist hamingja og heill þjóðar...

Re: Nytjastefnuhandklæði

í Heimspeki fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Ég get ekki verið sammála þér um að hægt sé að “réttlæta ógeðfelldustu aðgerðir með nytjastefnuna að vopni”. Markið sem stefnt er að er sem mest hamingja og sem minnst þjáning fyrir sem flesta. Aðgerðir Nasista á valdatíð sinni, myndu sem dæmi skora mjög lágt á nytsemiskvarðanum. Þjóðskipulag Norðurlanda virðist hins vegar skora nokkuð hátt á þessum kvarða. Stjórnarfarslega virðist þjóðskipulag Norðurlanda því vera nokkuð siðað út frá mælikvörðum nytsemishyggjunnar. Helsti galli...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok