“Við erum að berjast á móti hinu vonda” er oft notað
sem afsökun til þess að höfða stríð. Nýlegt dæmi um
þessa afsökun er hann Bush okkar sem hugarar geta ekki
hætt að deila um. En um daginn lá ég heima í eitt af
mínum heimspekilegum köstum sem ég fæ þegar tölvan er
biluð og ég er búinn að lána “Hitchhikers Guide” til
“svokallaðs” vinar míns. Allavega…

Ég var að spá í þessi súrmjólkurhugtaki*, hið góða og
hið illa. Ég gerði það örugglega af því að ég var
nýbúinn að sjá einhverja
B-hálfstjörnu-spennu-ló-bötsjett hræðilega leiðinlega
ameríska mynd á Betlara-Skjánum. Einhver “vondur”
afbrotamaður hafði sloppið í einhveri Bóíng þotu og
drepið alla, nema einhverja stjúardressu, sem þurfti
síðan að lenda vélinni… nenni ekki að tala meira um
þessa mynd.

Vondi kallin var virkilega “vondur” og ég fann fyrir
því hvernig leikstjórinn vildi að áhorfendur hötuðu
hann.

Það var þá sem ég altíeinu fór að spá… var það engin
siðferðiskennd sem gerði hann “illan”, einföld
geðbilun. Ef svo er þá er “illska” aðeins sjúkdómur sem
mögulega er hægt að lækna með meðferð! Er þetta leiðin
til þess að gera heiminn góðan? Senda alla í eina stóra
hópmeðferð?

Ég var ekki alveg sammála og ályktaði svo seinna að
geðbilun getur leitt af sér mikið hatur og þegar “hinn
veiki” maður fær útrás fyrir þessu hatri þá túlkum við
það sem “illsku”.

En ég er enn að spá í þessari blessaðri siðferðiskennd
okkar. Er það virkilega rétt að sum okkar hafa minna og
aðrir meira af henni? Ég sný mér nú að Freud, þótt að
sumir telja hann vera orðinn að súrmjólk* núna. Hann
talar um þrískipta sál, þið hljótið að hafa heyrt um
“Ego”, “SuperEgo” og “Id” (svipaða tilgátu setti einnig
Platón fram). Hin síðaranefndi hluti af sálini, Id-ið
eru hvatir okkar, það sem dýrið vill. SuperEgo-ið er
siðfræðilöggan okkar, ekki ósvipað mömmu ykkar sem
segir “nei nei, skamm skamm” og refsar ykkur þegar þið
hafið gert eitthvað rangt. Ego-ið erum við, eða
meðvitund okkar.

Ef við segjum að hið góða breytir til hins rétta og hið
vonda hugsar aðeins um eigin hagsmuni, þá hlýtur “Id”
að vera vont og “SuperEgo” að vera hið góða! Ég er
heldur ekki sáttur með þessa niðurstöðu, því að þá eru
okkar þarfir aðeins vondar! Er ekki barasta allt í lagi
að berjast fyrir eigin hagsmunum? Hvað í ans*”#$ er þá
hið góða???

Þriðja tilraun mín til þess að finna það góða. Ég sný
mér nú að heimskunni, sem er nú útum allt. Segjum það
að sá sem veit sannleikan breytir rétt og er ss. góður.
Sá heimski sem veit ekki sannleika myndar sér rangar
hugmyndir og breytir rangt. Þannig er hann illur.
Þessari tilgátu hélt Sókrates fram, minnir mig,
leiðréttið mig ef það er rangt.

En hvernig eigum við þá að vita hvað er rétt og hvað er
rangt. Maður gerir oft villur þótt að hugsunin bak við
það var góð. Þýðir það ss. að hin heimski er vondur og
hámenntaði-101-kaffihúsa-háskólagúrú-snobbarinn er
góður. (Er þá hinn háskólamenntaði Hannes Hólmsteinn
góður maður!?!?!?! Geee..vöð!)

Tökum dæmi. Mér er sagt að köttum finnst þægilegt þegar
ég ber þá með spýtu. Ég geri það nokkru sinnum, bara
til þess að láta kettinum líða vel, þangað til að ég
uppgötva að þeim finnst það alls ekki þægilegt og það
endar með því að einn klórar mig (ég vill taka það fram
að þetta er EKKI persónuleg reynsla, en ég get samt
fullyrt að það er ekki snjallt að berja ketti með
spýtu)! Hugsunin var góð, því ég “hélt” að ég var að
gera “góðan” hlut, en ég gerði bara lífið illt verra
fyrir aumingja kettina.

Nú gat ég ekki hugsað um fleiri skilgreiningar á hinu
illa og góða. Ég er nú þegar kominn með þrjá þætti:
Geðbilun, verndun á eigin hagsmum og “hið rétta og
ranga”.

Þetta paragraf ætti að innihalda niðurstöðu, en ég veit
ekki alveg hver hún er. Aristóteles hélt því fram að
hið góða kemur með jafnvægi. Miðjan á tveim öfgum er
hið rétta. Ætli það sé ekki bara niðurstaðan!? Ekki
vera geðbilaður, heldur ekki alveg venjulegur, ekki
hugsa aðeins um eigin hagsmuni en þú skalt samt verja
þá, gerðu það sem þér finnst vera rétt en mundu að
kynna þér málið vel áður en þú gerir eitthvað.

Ég hef komist að því að það er mjög erfitt að
skilgreina hið vonda og hið góða og ég held að við
manneskjur séum ekki hæfar til að greina þar á milli.
Hvað finnst ykkur annars kæru hugarar… eru þessi
“góða og illa” hugtök orðin að súrmjólk* eða er einhver
sannleikur í þessu?

–Kristján Lindberg



*Súrmjólk = eitthvað virkilega gamalt sem sumir drekka
samt stundum.
N/A