Ég veit það að ég kann ef til vill að hljóma eins og smásmugulegur nöldurseggur núna. En þessi könnun er meingölluð. Það er ekkert svar sem á þarna við. Því þetta er einfaldlega ekki fullyrðing, heldur spurning. Eða er ég einn um að sjá mun á því tvennu?

Spurningin er kjánaleg á sama hátt og þessi: Ertu hættur að berja konuna þína Jón, svaraðu já eða nei!?! Þessu er ekki hægt að svara ef maðurinn hefur aldrei barið konuna sína. Spurningin gerir ráð fyrir einhverju sem ekki er, eins og spurningin í könnuninni, sem gerir ráð fyrir að hún sé sjálf fullyrðing. En það er hún ekki.<br><br>__________________________
Aut tace aut loquere meliora silentio.
___________________________________