Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

midgardur
midgardur Notandi frá fornöld 464 stig

Re: Hryðjuverkin 11.sept... raunveruleg sorg eða...??

í Heimspeki fyrir 22 árum, 3 mánuðum
MarySkary: Það er ósköpum auðvelt í velsældarfitu okkar að skella allri skuldinni á bandaríkin, en auðvitað eru öll vesturlönd samsek um arðrán á öðrum menningarsvæðum heimsins. Frakkar eru sérstaklega blóði drifnir í íslamska heiminum, en einhverra hluta vegna eru glæpaverk þeirra þar lítt kynnt hér á landi. Ekki er viðskilnaður Breta betri sbr. klúðrið í miðausturlöndum. Svíar hafa fitnað vel á vopnasölu, svo eitthvað sé nefnt. Varðandi lífsgildin þá er ansi mikill munur þar á þótt við í...

Re: Hryðjuverkin 11.sept... raunveruleg sorg eða...??

í Heimspeki fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Frakkar voru og eru í miklum erfiðleikum með sín samskipti við íslamska heiminn. Sama má segja um Norðurlandabúa, Þjóðverja, Breta osfrv. Ég er ekki að verja aðferð bandaríkjanna í Afganistan nema síður sé. Málið er hins vegar þannig vaxið að síðust 20-30 árin hefur gremja meðal múslima farið vaxandi gegn vesturlöndum og lífsmáta þeirra. Þess vegna er það arfavitlaust að horfa bara á málið sem átök á milli usa og bin ladens. Þetta er miklu víðtækara mál, þar sem tvær stærstu menningarheildir...

Re: Hryðjuverkin 11.sept... raunveruleg sorg eða...??

í Heimspeki fyrir 22 árum, 3 mánuðum
GunniS: Þú ættir að fylgjast aðeins betur með, auðvitað er ekki verið að ræða usa ein sér, heldur er verið að ræða um vestræna menningu sem ég býst við að þú sért hluti af. Þú getur spurt þig hversu langt þú vilt ganga til að verja lífsgildi þín (hver sem þau nú eru)? Árásin 11.sept. var á þau. Þess vegna gæti næsta árás verið á Reykjavík, París, Berlín eða London. Einnig getum við spurt okkur að hve miklu leiti við erum tilbúin að verða við kröfum íslamska heimsins og taka mark á lífsgildum...

Re: Hryðjuverkin 11.sept... raunveruleg sorg eða...??

í Heimspeki fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Mér sýnist að megnið af þeim sem skrifa hér séu hálfvitar sem átta sig ekki á þýðingu atburðarins. Þar kom í ljós svo ekki varð um villst að hægt er að leggja vesturlönd að vella með litlum tilkostnaði. Ef ykkur finnst það ómerkilegur atburður þá eruð þið hálfvitar!!! ;)

Re: Heimspekipróf

í Heimspeki fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Ég fékk einu sinni svohljóðandi spurningu á prófi við HÍ: Svarið spurningu að eigin vali? Þetta var held sú spurning sem stóð í flestum :)

Re: Hryðjuverkin 11.sept... raunveruleg sorg eða...??

í Heimspeki fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Nú máttu ekki rugla saman atburðinum sjálfum og fordæminu sem hann skapar og atburðarrásinni sem hann hrindir af stað. Þarna komu í ljós alvarlegir veikleikar í varnkerfi vesturlandi. Örfáir einstaklingar með dúkahnífa að vopni voru við það að leggja að velli mesta hernaðarveldi sögunnar. Ég held að það hljóti að hafa komið þeim sem skipulögðu þessa hernaðaraðgerð gegn USA jafn mikið á óvart og öðrum vesturlandabúum hversu nálægt þeir voru í raun að gera bandaríkin óstarfhæf og jafnvel lagt...

Re: Ekkert...

í Heimspeki fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Bíddu… Þegar fullkominn skýring er komin á starfsemi heilans þá skilur hvert einasta mannsbarn hana. Eins og þú veist þá er erfiðast að leysa þrautir, lausnirnar eru hins vegar skiljanlegar hverjum sem er, svona yfirleitt.

Re: Ofsiðferði í nútíma samfélagi

í Heimspeki fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Hvaða offjölgun??? Það var gríðarleg offjölgun í Evrópu á sínum tíma, en hefur náð jafnvægi. Sama mun gerast annars staðar í heiminum. Fæðuöflun er ekkert vandamál, heldur er vandamálið skipting fæðunnar á milli jarðarbúa. Þessi vandamál hafa ekkert með náttúruvals kenningu Darwins að gera. Reyndar tekur kenning Darwins ekki til einstaklinga heldur tegundar eða þýða (e. population). Kenningin segir að í hverju þýði eru einstaklingar með margvíslega eiginleika. Einstaklingar með tiltekna...

Re: Fagurfræði-ljósritin mín

í Heimspeki fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Mér heyrist að allar lausnir á þínum sé að æfa þig í að blaðra innantómt þvaður með hástemmdum orðum, þar sem horft er gegnumrýnið á rýmisrúmtak myndflatarins sem sker þvert á litdýptina í yfirborðformgerðina fíngerða penslisdrátta :D M.

Re: Ofsiðferði í nútíma samfélagi

í Heimspeki fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Menning okkar og þar með tækni er okkar náttúrulega tæki til að takast á við náttúruna. Hæfni okkar til að takast á við áföll og skakkaföll af hendi náttúrunnar byggist einmitt á þessari náttúrulegu hæfni okkar að varðveita í menningunni lausnir á vandanum. Þessvegna eru lyf til lækningar, betri híbýli og ummönnun þeirra sem eru líkamlega veikburða fullkomlega eðlileg og náttúruleg. Í þessu sambandi má t.d. benda á margir af þeim sem hafa lagt ríkulegastan skerf til vísinda, lista og tækni...

Re: Það að vita

í Heimspeki fyrir 22 árum, 3 mánuðum
alren: ágreiningur okkar er í raun ágreiningur um orðanotkun. Ég geri greinarmun á því “að vita” og því að vita rétt eða rangt. Þetta gefur mér færi á að vita allskyns vitleysu (sem ég geri). Vandræði mín (okkar) er að við eigum mjög erfitt með að sía vitleysuna frá sannleikanum. Þekkingarleit felst í því að reyna að grafast fyrir um það hvort við vitum rétt eða rangt. Í þessari viðleitni poppar oft upp ný vitneskja sem er undir sömu sök seld að við eigum í erfiðleikum að greina hvort hún sé...

Re: Það að vita

í Heimspeki fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Afhverju velja svona margir möguleikan: “Það sem ég skil, veit ég”. Ég veit ýmislegt sem ég nenni ekki að telja upp en ég skil það ekki, t.d. veit ég að Dabbi dúskur er forsætisráðherra en ég er ekki alveg viss um að ég skilji það ;Þ

Re: Afsakið, betur orðað.......

í Heimspeki fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Pí, eins og aðrar óræðar tölur eru áhugaverðar að því leiti að skv. líkindafræðinni er ekkert ólíklegt að einhversstaðar á hinum óendalega talnahalda er t.d. kennitala allrar núlifandi íslendinga bæði í stafrófsröð, aldursröð, skipti í kyn, eftir búsetu, menntun osfrv. Myndin PÍ fjallaði einmitt um stærðfræðing sem hafði fundið formúlu til að finna allar svona talnarunur mögulegar og ómögulegar í pí-inu. Hann gat t.d. spáð nákvæmlega fyrir um hreyfingar á verðbréfamörkuðum. Það væri heldur...

Re: Hinn fullkomlega hringlaga spírall...

í Heimspeki fyrir 22 árum, 4 mánuðum
lain: séð beint ofanfrá (eða neðan) er þessi spírall jafn þéttur við miðju og jaðra. Hef á tilfinningunni að hann hljóti að verða þéttastur í miðjun en fari síðan gisnandi. Byrji spírallinn í topppunkti þar sem þvermál er núll, hljóta að þurfa mjög marga snúninga áður en hann fer að gisna. p.s. takk fyrir myndirnar M.

Re: Hugsanir

í Heimspeki fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Taugaboð fara einhverja metra á sek, vel mælanlegt t.d. með því stinga einhvern í stórutánna og mæla tímann sem það tekur hann að kippast til :) Það sem mér finnst mest áhugavert varðandi hugsanir er innsæið, það að fá flugu í höfuðið nú eða bók eða kenningu. Skáld getur t.d. fengið hugmynd um efni bókar á einni svipann en tekið hann nokkur ár að skrifa og okkur marga klukkutíma að lesa. Fræg er saga af vísindamanna sem fékk flugu í höfuðið þegar hann gekk út á götu og þegar hann var kominn...

Re: Það að vita

í Heimspeki fyrir 22 árum, 4 mánuðum
sæl dísaben: Það er engin speki í þessu. Ég veit að ég sit á svampkolli með fartölvuna á hnjánum, en hvort það sé rétt eða rangt hef ég enga hugmynd. Kannski er ég bara í einhverjum heimskulegum tölvuleik eins og Svartinaggur í Total Recall, nú eða þegar Descarte kallinn var dotta fyrir framan arineldinn og hélt sem snöggvast að allt þetta væri bara grikkur stríðnispúka.

Re: Það að vita

í Heimspeki fyrir 22 árum, 4 mánuðum
popcorn: Ég veit það sem ég veit. Um það þarf ekki að efast. Hins vegar getum við efast um hvort að það sem ég veit sé rétt eða rangt.

Re: Hinn fullkomlega hringlaga spírall...

í Heimspeki fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Kannski betra að keilan sé svipuð í laginu og indjánatjald, þá snýst það við sem ég sagði að framan. m.

Re: Hinn fullkomlega hringlaga spírall...

í Heimspeki fyrir 22 árum, 4 mánuðum
K: Hvað segir þú um að þvermál keilunnar sé jafnt langhlið gullinssniðs en hæð hennar jafnt og skammhlið. Hallatala línunnar sem hnitar sig niður eftir keilunni sé jöfn hallatölu keilunnar. Kannski lain eða popcorn geti prófað þetta fyrir okkur með því að teikna þetta form :) M.

Re: Það að vita

í Heimspeki fyrir 22 árum, 4 mánuðum
tossi: hvernig veistu að þú hefur misvel rökstuddar skoðanir/hugmyndir ;)

Re: Hinn fullkomlega hringlaga spírall...

í Heimspeki fyrir 22 árum, 4 mánuðum
K: Upphaflega spurningin var hvernig hægt sé að teikna fullkomlega hringlaga spíral. Ég legg til að hann sé teiknaður sem bein skálína á yfirborð keilu. Hnit topps keilunnar getur verið (0,0,0) en miðlína keilunnar er á z-ásnum (0,0,z). Teiknaður þannig á tvívítt hnitaborð (z-ásinn er 90° á x-,y-ásanna) þá ætti þessa beina lína að hringa sig í fullkominn hringlaga spíral á hnitaborðinu (ekki biðja mig um að setja fram formúluna fyrir þessu þar sem ég er enginn stærðfræðingur).

Re: Hinn fullkomlega hringlaga spírall...

í Heimspeki fyrir 22 árum, 4 mánuðum
KashGarinn: Um pælingu 2: Keila uppfyllir skilyrði að vera hringlaga. Bein lína sem er dregin á ská niður eftir (eða uppeftir) keilunni myndar spíral. Ég veit ekki betur en að slík lína hljóti að vera bein, hvort heldur í frá stærðfræðilegu sjónarhorni og physical enda línan skilgreind þannig í upphafi. Ef slíkur spírall er ekki samþykktur sem hringlaga í tvívíðu rúmi þá verðum við að álykta sem svo að hringlaga spírall er eingöngu til sem þrívítt fyrirbæri (veit ekki um hærri víddir) M.

Re: Hvernig á að reyna við stráka??

í Rómantík fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Til eða reyna við strák eða stelpu þarf númer eitt, tvö og þrjú hugrekki, þú mátt ekki vera hrædd við höfnum.

Re: Hinn fullkomlega hringlaga spírall...

í Heimspeki fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Swing3r: Ég held að spírall geti verið fullkomlega hringlaga með alla punkta í sömu fjarlægð frá miðju hans. En til að svo sé þá verður að teikna spíralinn inn í x,y,z hnit, reyndar held ég að það sé eina leiðinn til að teikna hringlaga spíral. Ímyndið ykkur langt rör sem er 1m í þvermál. Sé rörið 10m þá sýnist okkur fjarlægari endi þess vera minni en 1m horfum við í gegnum það. Inn í rörið er hægt að teikna línu sem okkur virðist mynda spíral vegna fjarvíddarinnar og þessi “spírall” hefur...

Re: Horn - enda ég í núlli?

í Heimspeki fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Með þessari aðferð þinni ertu búinn að skilyrða að þú komist aldrei að staðsetningu hornapunktsins, þú getur nálgast hann óendanlega. Þetta merkir þó ekki að hornið sé óendanlegt í báðar áttir, aðeins að þú hefur ákveðið með nálgun þinni að á punktinn að fara ekki á hann. Þegar þú ert farinn að nálgast punktinn óendanlega mikið eru bilin sem þú ert að fara í hverju skrefin orðin óendanlega smá, þannig að segja má að þú hafir nánast staðnæmst óendanlega nálægt hornapunktinum. Fræðilega ertu...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok