Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

mayapaya
mayapaya Notandi frá fornöld 22 stig

Re: anorexia? held ekki...

í Heilsa fyrir 19 árum, 6 mánuðum
Þú segir að hjúkrunarfræðingurinn í skólanum hafi tekið eftir þessu. Þetta fór þá að gerast fyrir verkfallið? Ef svo er borðaðir þú eðlilega þá? Ef ég væri þú þá myndi ég spjalla við lækni. Það þýðir ekki að nokkuð sé að, hvorki anorexía né neitt annað, en það er gott að ganga úr skugga um að allt sé nú í lagi. Það að þú sért að léttast svona mikið á stuttum tíma og fá svimaköst hefur ábyggilega fullkomlega eðlilegar orsakir sem tengist e.t.v slæmu mataræði en það gæti líka verið merki um...

Re: Vítamín inntaka,góður lífstíll?Pottþétt!

í Heilsa fyrir 19 árum, 6 mánuðum
Ætli það sé ekki betra að taka vítamín ekki á fastandi maga? Hefur líkaminn þá ekki lengri tíma til að draga inn þau efni sem hann þarfnast? Vökvinn fer fljótar í gegn heldur en máltíð. Smá hugleiðing.. Annars finnst mér markaðssetning á vítamínum alveg út úr kú! Fólk er oft og tíðum að bryðja vítamín daginn út og daginn inn vegna þess að auglýsingin í blaðinu sagði að þetta gerir þetta og hitt. Eins með börn. Foreldrar troða fjölvítamínum oní þau og matur sem er markaðssettur fyrir börn er...

Re: Nálar

í Heilsa fyrir 19 árum, 6 mánuðum
Afar litlar án sprautunnar, svo gott sem engar líkur nú þegar þú ert búin að fá sprautu. Spjallaðu bara við hjúkrunarfræðinginn og láttu hana vita af þessari hræðslu. Hún ætti að geta hughreyst þig :) Gangi þér vel :)

Re: Hjúkrunarfræði

í Skóli fyrir 19 árum, 6 mánuðum
Endilega fyrst þú útskrifast um jólin, þá geturðu eytt vorönninni í áfanga eins og lífeðlisfræði, efnafræði, erfðafræði, líffæra- og lífeðlisfræði og fleira í þeim dúr. Þetta eru margir mjög skemmtilegir áfangar og gefa góða mynd af því námi sem yrði væntanlega framundan hjá þér. Stelpa sem ég þekki fór í hjúkrunarfræði í fyrra. Reyndar var það í HÍ, ég veit ekki hvort það sé svipað kerfi þar og á Akureyri. Þá voru tekin próf fyrir jól og aðeins ákveðinn fjöldi sem var hæstur í einkunnum...

Re: ER AÐ DETTA NIÐUR!!!!

í Heilsa fyrir 19 árum, 6 mánuðum
Fara snemma í háttinn, borða hollt og reglulega og forðast óreglu? Annars er maður (eða kona réttara sagt) misjafn eftir því hvar maður er staddur í mánuðinum. Ef þetta lagast ekki þá bara að hafa samband við lækni? :)

Re: hjálp... ofur veiki!

í Heilsa fyrir 19 árum, 6 mánuðum
Endilega prufaðu svæðanudd. Það hefur reynst fólki mjög vel við ýmsum kvillum, þ.á m. vöðvabólgu. Þú þarft ekki að vera hrædd við heilahimnubólgu. Stífur háls er aðeins eitt af mörgum einkennum hennar, og fyrst að útbrotin eru horfin og ekkert annað amar að þér, þá ætti allt að vera á fínu róli :)

Re: Tenderfoot?

í Tilveran fyrir 19 árum, 7 mánuðum
Jæja, var nú þannig. Þá biðst ég afsökunar :). Takk samt.

Re: Þriðja kryddið....

í Heilsa fyrir 19 árum, 8 mánuðum
Þetta er aukaefni sem heitir E-621. Efnið finnst í öllum skrattanum s.s. unnum matvælum eins og pulsum og hamborgurum, kryddum (stundum kemur fram að kryddið innihaldi ekkert MSG/bragðaukandi efni) og ýmsum tilbúnum réttum. Mér skilst að þetta sé ‘verksmiðjuframleitt’ krydd. Sumt fólk virðist vera viðkvæmt fyrir þriðja kryddinu og finna fyrir slappleika, höfuðverkjum, magaónotum og jafnvel astmaköstum eftir að hafa borðað mat sem inniheldur MSG. Ég veit samt ekki alveg um heilagleika þessara...

Re: syngjadi sög / fiðlubogi

í Hljóðfæri fyrir 19 árum, 8 mánuðum
Æj, fyrirgefðu hvað ég er leiðinleg en.. það er víst Stradivarius :). Afsakaðu leiðindaháttinn :). Ég vissi nú ekki að það hefðu verið framleiddar Stradivarius sagir.. Stradivarius fiðlurnar voru smíðaðar fyrir guð má vita hvað löngu síðan.. held að það hafi verið um miðja 19. öld. Hvernig ætli sagir séu stilltar? Ég er forvitin :D En allavega, ef einhver hérna prufar þetta dótarí, endilega upplýsa okkur um hvernig gengur, hvar hljóðfærið er keypt o.s.fv. :)

Re: syngjadi sög / fiðlubogi

í Hljóðfæri fyrir 19 árum, 8 mánuðum
http://www.sawplayers.org/Saw_Instructions.pdf - kannski getur þetta hjálpað þér eitthvað? Hann segir að hann kjósi frekar fiðluboga og mér sýnist standard byko sög vera alveg nægilega stór til að byrja með allavega. Það eru linkar þarna og er hægt að panta þaðan sagir og aðra fylgihluti. Ef ég væri þú þá myndi ég bera myrru á bogann. Mér finnst svona spil alveg rosalega merkilegt. Ég uppgötvaði þetta ekki fyrr en fyrir nokkrum mánuðum og langaði strax til að fá mér sög og prufa. Láttu mig...

Re: Musician's Friend

í Hljóðfæri fyrir 19 árum, 11 mánuðum
Ég reyndi einu sinni að panta þaðan en á þeim tíma sendu þeir ekki utan Bandaríkjanna og Puerto Rico.

Re: The Wall

í Gullöldin fyrir 20 árum
Frábært :)

Re: Danmörk

í Hljóðfæri fyrir 20 árum
Það eru þrjár búðir fyrir ofan strikið (ofan neðan?, þær eru allavega hægra megin ef þú labbar að ráðhústorginu. Þær eru stutt frá hverri annarri og önnur er með mikið að blásturshljóðfærum og kontrabassa og svoleiðis. Hinar eru meiri gítarbúðir. Ef þú labbar strikið að ráðhústorginu þá geturðu beygt til hægri í hálfgert húsasund (ferð framhjá stórri kirkju á strikinu minnir mig) þar sem seldar eru brenndar möndlur held ég. Þú ferð upp þar og beygir þaðan til hægri og labbar áfram. Þær eru...

Re: Þjóðarást......

í Deiglan fyrir 20 árum
Já… Fyrir nokkrum mánuðum hefði ég kannski verið sammála þér. Nú verð ég að segja að ég er mjög ánægð með land og þjóð þó svo að margt mætti bæta. En það er rétt að þjóðrembingur er lítið spennandi og getur farið í mínar fínustu. Þjóðarást er kannski ekki það sem rífur fólk í sundur. Frekar fáfræði og skortur á umburðarlyndi. En já, við höfum öll sama upprunann. Við erum bara misheppin. Palestínsk og ísraelsk börn eru alin upp við hatur. Þau hata hvort annað vegna þess að foreldrar þeirra...

Re: Hugmyndaflug...

í Músík almennt fyrir 20 árum
Mozart á víst að bæta allt..

Re: Davíð Oddson heimildir?

í Tilveran fyrir 20 árum
http://www.xd.is/xd/sjalfstaedisflokkurinn/folkid/formadur/

Re: Violoncello

í Hljóðfæri fyrir 20 árum
Veit ekki, en ég get ekki hugsað mér að spila á fiðlu ef bönd væru. Kannski það hafi eitthvað með hljóm að gera? Það eru til bandafiðlur, hef þó ekki séð nein selló þannig. Hérna er mynd af einni: http://www.electricviolinlutherie.com/6s1.jpg

Re: Violoncello

í Hljóðfæri fyrir 20 árum
Slöpp og kraftlaus?! Því eldri því betri :)

Re: Dúrar???

í Hljóðfæri fyrir 20 árum
Og eitt enn, þú getur fengið mjög góðar tónfræðibækur í Tónastöðinni eftir Stefán Edelstein. Þær byrja alveg á grunninum.

Re: Dúrar???

í Hljóðfæri fyrir 20 árum
Getur prufað þetta http://notendur.centrum.is/~stefstef/tonlistarskoliarb/tonbil/Music%20Theory%20-%20Intervals%20&%20Scales.htm Key er lykillinn sem lagið er í. Dúrar er tóntegundin sem lagið er í, t.d. ef þú ert með C-dúr þá ertu ekki með nein formerki. Dúrar eru ‘glaðlegri’ heldur en mollar. Mollar eru yfirleii dekkri og þunglyndislegri í hlustun. Spilarðu tónstiga? Lestu nótur?

Re: Afstæðiskenningin

í Tilveran fyrir 20 árum, 1 mánuði
http://www.marxists.org/reference/archive/einstein/index.htm Gæti verið eitthvað áhugavert þarna.

Re: U2???

í Músík almennt fyrir 20 árum, 1 mánuði
Heyrði það fyrir stuttu en því miður afheyrði ég það líka.

Re: Mínus láta ekki kúa sig !

í Rokk fyrir 20 árum, 1 mánuði
Hvaða raunveruleika ert þú að tala um? Að eiturlyfjanotkun og auglýsing þeirra sé fullkomlega eðlileg og heilbrigð? Og að bjóða þeim sem auglýsa notkun sína á þeim að spila á tónleikum fyrir börn? Ef svo er, þá hefur eitthvað mjög mikið farið fram hjá mér, en það er náttúrulega bara eðlilegt þar sem ég er heiladauð.

Re: G. W. Bush og samkynhneigðir

í Deiglan fyrir 20 árum, 1 mánuði
Asni.

Re: Mínus láta ekki kúa sig !

í Rokk fyrir 20 árum, 1 mánuði
Á kókaín erindi til ungs fólks? Ég held að ég kjósi frekar ‘hæfileikalausar auglýsingahórur’ heldur en heiladauða tónlistarmenn.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok