Violoncello Góðan daginn.
Mig langar svolítið að kynna hljóðfærið mitt fyrir ykkur. Það heitir fullu nafni Violoncello en í almennu tali er það alltaf kallað celló. Íslenska orðið er knéfiðla en það er mjög lítið notað.
Celló er klassískt hljóðfæri. Það er dýpra en lágfiðlur en hærra en kontrabassi. Fyrirrennandi cellósins var barokkhljóðfærið Viola da Gamba.
Celló hefur fjóra strengi. A er hæsti stregurinn, svo D, næst kemur G og C er svo dýpstur. Celló hefur frekar vítt tónsvið, eða u.þ.b. 3,5 - 4 áttundir. Celló er ekki með svona þverbönd (eða hvað það nú heitir :) ) eins og á gítar til þess að sjá hvar maður á að hafa fingurnar, heldur verður maður að þjálfa sig í því að hitta alltaf á rétta tóna. Það tekur mörg ár að þjálfa það upp og eru byrjendur því stundum dálítið falskir.
Maður spilar með boga á celló. Boginn er úr tré en hárin í honum eru úr hesti. Maður þarf að bera ,,mirru" á hárin reglulega (hart efni sem er unnið úr olíu) til þess að fá góðan hljóm.
Góð celló geta enst í mjög lengi. Mitt celló var handsmíðað í A-Þýskalandi árið 1950, hljóðfæri kennara míns er síðan árið 1790.
Svo gömul celló eru mjög verðmæt og dýr.
Ég vona að þetta hafi verið tilbreyring fyrir ykkur frá algengustu hljóðfærunum
Kveðja Hibi